Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 29. júlí 2004 G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D KRINGLUNNI S. 512 1733 Gúmmístígvél hvít, bleik stærðir 36-41 4.990 Gúmmístígvél rauð, græn brún svört stærðir 36-41 5.990 Converse Skór brúnir, grænir, gráir stærðir 40-46 5.990 Converse All Star fullt fullt af litum stærðir 36-46 5.990 Diesel skór svartir stærðir 40-46 4.990 Rizzo skór hvítir, svartir stærðir 36-41 5.990 Gúmmískór bleikir, rauðir stærðir 36-41 1.990 Skechers skór bláir, svartir, rauðir stærðir 36-41 3.990 OPIÐ TIL KL 21 Í KVÖLDGÖNGUM HEIL TIL SKÓ(G)AR UM HELGINA Fjarðabyggð: Byggt af krafti LANDSBYGGÐIN Í gær var undirrit- aður samningur á milli Fjarða- byggðar og Íslenskra aðalverk- taka hf. um byggingarsvæðið Bakkagerði 1 á Reyðarfirði. Í samningnum er kveðið á um af- hendingu lóða fyrir 123 íbúðir til fyrirtækisins sem það hyggst byggja upp í 5 áföngum til ársins 2007. Fyrirtækið tekur að sér alla gatnagerð og lagnavinnu í hverf- inu en sveitarfélagið sér um stofnæðar að því sem og gatna- gerð. Sótt hefur verið um meira en 150 lóðir fyrir íbúðir á Eskifirði og Reyðarfirði. ■ Læknar án landamæra: Yfirgefa Afganistan KABÚL, AP Læknar án landamæra hyggjast hætta starfsemi í Afganistan þrátt fyrir mikla þörf Afgana fyrir hjálp. Fimm starfs- menn stofnunarinnar voru drepn- ir í árás í síðasta mánuði og hafa forsvarsmenn stofnunarinnar áhyggjur af frekari árásum. Einnig hafa forsvarsmenn stofnunarinnar kvartað yfir sam- skiptum við Bandaríkjaher og haldið því fram að herinn noti mannúðarstarf í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. Um átta- tíu alþjóðlegir sjálfboðaliðar störfuðu á vegum Lækna án landamæra í Afganistan fyrir árásirnar og um 1.400 Afganar komu að starfinu. ■ Fyrrum ráðherra á Spáni: Ver viðbrögð sín við hryðju- verkum MADRÍD, AP Angel Acabes, fyrrum innanríkisráðherra Spánar, varði ásakanir sínar á hendur ETA eftir hryðjuverkaárásirnar í Madríd í mars síðastliðnum. Afdráttarlaus- ar fullyrðingar spænsku ríkis- stjórnarinnar eru sagðar hafa valdið tapi hennar í þingkosning- unum nokkrum dögum síðar. Acebes segir að allt hafi bent til þess að þarna hefði ETA verið að verki og að fullyrðingar sínar hafi rímað við grunsemdir lög- reglunnar. Gagnrýnendur Acebes saka hann um að hafa blekkt al- menning og telja þeir að rannsókn lögreglu hafi beinst að islömskum öfgahópum löngu áður en afstaða stjórnarinnar breyttist. ■ ANGEL ACABES Fyrrverandi innanríkisráðherra Spánar kom fyrir þingnefnd í gær vegna hryðjuverk- anna í Madríd í mars sem kostuðu nær tvö hundruð manns lífið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.