Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 38
„Cause what goes around, comes around. What goes up, must come down. Now who’s cryin, desirin to come back to me?“ - Alicia Keys trúir á örlögin samkvæmt texta lagsins Karma, af annarri plötu hennar The Diary Of... 26 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni Secret Machines: Now Here is Nowhere, Gísli: How About That?, The Album Leaf: In a Safe Place, Alicia Keys: The Dairy Of..., Hilmar Garðarsson: Please to Leave You, Four Tet: My Angel Rocks Back and Forth EP og The Hives: Tyrannosaurus Hives. [ TOPP 30 ] MEST SÓTTU LÖGIN Á TÓNLIST.IS VIKA 30 „ÁST“ Ragnheiður Gröndal „Í NÆTURHÚMI“ Margrét Eir „FALLEGUR DAGUR“ Bubbi og Bang Gang „EINHVERS STAÐAR EINHVE...“ Nylon „AÐ EILÍFU“ Sverrir Bergmann „FRÆG!“ Esther Talía „SUNNUDAGSMORGUNN“ Jón Ólafsson „FERRARI“ Ragnheiður Gröndal og Salsasveitin „ÞÚ BÍÐUR (ALLAVEGANA) ...“ Ragnheiður Gröndal „SAIL ON“ Regína Ósk „STUN GUN“ Quarashi „SIGURLAGIГ Sverrir Stormsker og Sigurmolarnir „GET THE PARTY STARTED“ Pink „VÍSUR VATNSENDA-RÓSU“ Ragnheiður Gröndal „FER Í FÍLING“ Jón Jósep Snæbjörnsson „THIS LOVE“ Maroon 5 „I THINK OF ANGELS“ Páll Rósinkranz „LÍFIГ Írafár „LÖG UNGA FÓLSINS“ Nylon „PERFECT DAY“ Lou Reed „GLEÐITÍMAR“ Kalli Bjarni „KYSSTU MIG“ Í svörtum fötum „SKÁL“ Stuðmenn „HEF ÉG SAGT ÞAÐ HÁTT“ Friðrik Ómar „LANGT FRAM Á NÓTT (ÁST...“ Á móti sól „LEYNDARMÁL FRÆGÐA...“ Papar „VONT EN ÞAÐ VENST“ Súkkat „FÆ EKKI FRIГ Sveppi „ÁST“ Jón Sigurðsson „DON’T KNOW WHY“ Norah Jones 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Það er mjög erfitt að ná plötu- snúðnum Sasha í símann. Daginn eftir að viðtalið átti að fara fram hringir umboðsmaður hans í mig og biðst afsökunar. Segist loksins hafa náð í skottið á honum sjálfur og að hann hafi lofað að vera við símann næst þegar ég hringi. Hann hafði sem sagt passað vandlega upp á það að svara ekki þegar ég hafði hringt daginn áður. Sama hversu oft ég læt hringja til enda. Nú segist kappinn reiðubúinn til þess að gefa mér hluta af tíma sínum, en svarar þó ekki fyrr en við fjórðu tilraun. Og þá er hann á þeytingi einhvers staðar í Bandaríkjunum að reyna að ná lest. Það er frekar erfitt að ná þér í símann. „Fyrirgefðu, ég hef verið að ferðast og sofa of mikið,“ segir Sasha eftir stuttan hlátur. „Líkams- klukkan mín er í skralli. Ég er vak- andi allar nætur og sofandi alla daga.“ Mjög upptekinn maður, sem sagt. „Það er alveg óhætt að segja það.“ Algjört klúður Það er líklegast ástæðan fyrir því að þú misstir af flugvélinni núna síðast? „Nei, það var bara slys. Venju- lega tekur það mest um 25 mínútur að fara frá húsinu mínu upp á flug- völl. Á slæmum degi, kannski um hálftíma. Þarna tók það mig um tvo klukkutíma að komast upp á Heat- hrow. Þetta var síðasta flugið og það var ekkert sem ég gat gert. Þetta var algjört klúður. Síðast þegar ég var þarna skemmti ég mér konunglega og ég hlakkaði til að fara aftur í Bláa lónið.“ Nýjar vinnuaðferðir Sasha gaf nýverið út plötuna Invol- ver þar sem hann endurhljóðbland- ar m.a. lög eftir U.N.K.L.E., Felix da Housecat, Ulrich Schnauss og Spooky. Á plötunni tileinkar hann sér nýjar vinnuaðferðir. „Ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég næ að blanda saman plötusnúðatækni minni við hljóð- verstæknina. Ég hafði það bak við eyrun allan tíma hvernig þetta myndi hljóma á plötunni. Á nýju plötunni notum við ekki Pro-tools lengur. Ég er orðin hrifnari af nýjum forritum. Pro-tools er gott í upptökur en ekki til þess að semja tónlist á.“ Hefur plötusnúðasettið þitt breyst mikið frá því að þú komst hingað síðast? „Já, það hefur komið út fullt af góðri tónlist á þessu ári og ég reyni að endurnýja plöturekkann á tveggja vikna fresti. Ég hef mjög gaman af því að plötusnúðast þessa dagana. Mér finnst það spennandi. Ég er meira í því að blanda saman hljóðum núna, en að viðhalda einni sérstakri stefnu út kvöldið.“ Vill skilja eftir góða minningu Núna, þegar þú ert orðinn þetta þekktur plötusnúður, finnst þér það vera skylda þín að koma tónlist á framfæri sem þú ert að fíla? „Algjörlega. Fyrir mér er það í fyrsta lagi mikilvægt að allir séu að skemmta sér, svo kemur það hlutverk að fræða lýðinn og kynna fyrir þeim nýja tónlist. Þá reynir maður að spila þá tónlist sem er ferskust hverju sinni. Aðalatriðið er að skilja eftir góða minningu hjá fólki. Ef ég er á tónleikaferða- lagi er stundum erfitt að nálgast nýja tónlist. Þá bið ég fólk um að setja lög á ftp-netþjóninn minn. Þannig get ég verið með splúnku- ný lög.“ Nú? Notar þú þá ekki bara gamla vínylinn? „Nei, ég stefni á að hætta að nota hann alveg og verða bara með tölvu í framtíðinni. Þá get ég notað þau forrit sem ég nota í hljóðverinu og gert hluti á staðnum. Ég ætlaði að vera byrjaður á þessu í sumar. Það tekur bara svo langan tíma fyrir mig að hljóðrita allt plötusafnið mitt og færa það yfir í stafrænt form. Þannig myndi þetta vera miklu gagnvirkara sett, þar sem ég gæti gert fleiri hluti. Ég er mjög spennt- ur fyrir þessu,“ segir Sasha að lokum og er þotinn upp í næstu lest. Í Nasa á sunnudag Sasha heldur uppi stuðinu fyrir bæjarrotturnar, sem treystu sér ekki út úr bænum, á Nasa á sunnu- dag á vegum útvarpsþáttarins Partyzone. Í þetta skiptið lofar hann að mæta. Ásamt Sasha spilar „The Don“ Grétar G. Forsala aðgöngumiða er í Þrumunni en einungis verða seldir 900 miðar. Miðaverð er 1.500 kr. í forsölu en 1.900 kr. við hurð. biggi@frettabladid.is Hættir að nota vinylplötur SASHA Það hljóta að teljast tíðindi að þekktasti plötusnúður heims, stefnir á að hætta að nota vínylplötur og spila einungis með tölvur í framtíðinni. Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Ragnheiður er sannkölluð netdrottning, á fjórum stöðum á topp 20 á Tónlist.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.