Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 29. júlí 2004 Rapparinn með hrjúfu röddina, Ja Rule, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Kappinn mætti nýverið til réttar í Toronto í Kanada þar sem ákær- an var lesin upp fyrir honum. Rule, sem heitir réttu nafni Jeffrey Atkins, gaf sig sjálfur fram til lögreglunnar. Er hann sakaður um að hafa tekið þátt í slagsmálum á næturklúbbi í Toronto þann fimmta júní. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI ■ TÓNLIST Ja Rule ákærður JA RULE Rapparinn Ja Rule ásamt leikkonunni Lindu Thorson. Rule hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Leikkonan Kirsten Dunst átti ístuttu ástarsambandi við óþekkt- an franskan leikara síðast þegar hún var stödd í París að kynna Spider-Man 2. Þetta gerðist nokkrum vik- um eftir að hún og leikarinn Jake Gyllen- haal hættu að vera par. Talsmenn hennar segja þó að því sé lokið og nú sé stúlkan laus og liðug. Leikarinn Ewan McGregor greinir fráþví á heimasíðunni Ridernews.net að hann hafi komist í hann krappann á dögunum. Nú er mótorhjólaleiðangri hans um heiminn að ljúka en hann datt ofan í straumharða og grugguga á í Mongólíu. McGregor var að fara yfir ána þegar hann keyrði á stein, undir vatnsyfirborðinu, og flaug af hjólinu. Til allrar lukku náði kappinn að slökkva á vélinni áður þannig að hún fylltist ekki að vatni. Hann var svo veiddur upp úr og hjólið reyndist í lagi. Söngkonan Brandy er í felum fyrirfjölmiðlum eftir að barnsfaðir hennar greindi frá því í útvarpsviðtali að þau hefði aldrei gift sig, eins og þau héldu fram fyrir um tveimur árum síð- an. Þau eru nú skilin og ákvað þá maður- inn að segja sannleik- ann. Þetta þýðir að Brandy hefur logið að öllum í kringum sig, fjölskyldu, aðdáend- um og framleiðend- um á MTV sem gerðu raunveruleika- þátt um það þegar „hjónin“ eignuð- ust sitt fyrsta barn. Brandy hefur ekki neitað ásökunum en gaf út frá sér til- kynningu þar sem hún sagðist vera sár yfir orðaskiptum barnsföður síns. Forsetaframbjóðandinn RalphNader reynir nú hvað hann getur til þess að fá heimildargerðamanninn Michael Moore í megrun. Hann ótt- ast að vaxandi holdafar Moore verði til þess að hann missi trúverð- ugleika sinn og því hefur hann reynt að þrýsta á hann, en án árangurs. Leikkonan Saffron Burrows, semeinhverjir muna eftir úr myndinni Troy, meiddist í bílslysi við tökur á nýj- ustu mynd sinni í Nýja Sjálandi. Burrows var lögð inn á spítala eftir slysið en var útskrifuð með minniháttar meiðsl eftir fáeinar klukku- stundir. Hún getur haldið áfram tökum á hryllingsmynd- inni Perfect Creature eftir nokkurra daga hvíld. Leikarinn Joaquin Phoenix segistvera óhæfur til þess að leika Johnny Cash. Hann tók að sér aðal- hlutverkið í mynd um ævi hans og seg- ist hafa eytt síðustu mánuðum í undir- búningsvinnu. Samt sem áður óttist hann að fjölskylda kántrí- kóngsins verði ekki sátt við leik sinn í myndinni. Hann þarf að syngja í nokkrum atriðum mynd- arinnar og það óttast hann sérstak- lega þar sem hann segist vera slakur söngvari. Sjálfur hefði Cash nú aldrei komist áfram í Idol.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.