Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 41
29FIMMTUDAGUR 29. júlí 2004 Gengið í Heiðmörk í kvöld Einn stór eldingarvari í Úlpu Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur staðið fyrir göngum á fimmtudagskvöldum í sumar og í kvöld er stefnt á Heiðmörk. Stefnt er að því að ganga um skóginn þar en skógrækt á Íslandi er nú ríflega aldar langa sögu. Ólafur Erling Ólafsson, skóg- arvörður í Heiðmörk, er kynnir í göngunni en hann fræðir göngu- garpa um hvað hefur verið gert í grisjunarstarfi í Heiðmörk og sýnir tæki og tól sem koma við sögu í skógarnýtingu og grisjun. Mæting er á bílastæði við grill- ið í Vífilsstaðahlíð og hefst gang- an klukkan 20.00 og allir sem vilja taka þátt í fróðlegri og hres- sandi útivist eru velkomnir. ■ Hljómsveitin Úlpa hefur vakið talsverða athygli að undanförnu en kapparnir í hljómsveitinni spila á tónleikum á Kaffi List í kvöld. „Það verður kæld stemn- ing hjá okkur,“ segir Magnús Resnor einn af meðlimum hljóm- sveitarinnar. „Við tyllum okkur niður og verðum í rólegheitun- um og aðeins minna rokkaðir en vanalega.“ Úlpa hóf starfsemi sína fyrir fjórum árum. „Við byrjuðum árið 2000 og spiluðum fyrst á Gauki á stöng áður en skemmti- staðnum var breytt.“ Árið 2001 kom svo út platan Mea Culpa. „Tónlistin sem við spilum er svona framúrstefnu popp/rokk tónlist og við höfum alltaf fylgt svipaðri tónlistar- stefnu. En hljómsveitin sjálf er orðin miklu betri en þegar við byrjuðum og öll þróun er von- andi í rétta átt,“ segir Magnús, en Úlpa stefnir á að senda frá sér nýja plötu í haust. „Við erum að klára að taka upp plötuna núna og á tónleikunum sem framundan eru spilum við nýja efnið í bland við gamalt.“ Úlpa kemur fram á Bar 11 annað kvöld. „Þá ætlum við að halda Úlpupartí. Spila rokk og ról og þeyta skífum bæði fyrir og eftir tónleikana. Á sunnu- dagskvöldið verðum við svo með órafmagnaða tónleika á Prik- inu,“ en Dj. 9sec hitar upp fyrir Úlpu bæði á Kaffi List og Bar 11. Úlpunafnið vísar ekki endi- lega til fatnaðarins sem klæðir af Íslendingum kuldann. „Upp- haflega var þetta bara vinnu- heiti en svo festist nafnið svo vel við okkur. Í okkar huga er þetta skammstöfun sem stendur fyrir United lightning protect- ion association og við lítum á okkur sem einn stóran eldingar- vara.“ ■ GÖNGUGARPAR Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð meðal annars fyrir göngu um Blikdal í Esjunni í sumar. ÚLPA Hefur ekkert með íslenskan fatnað að gera. Hljómsveitin verður á Kaffi List í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.