Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 37
25FIMMTUDAGUR 29. júlí 2004 David Bowie virðist allur vera að hressast eftir að hann gekkst undir hjartauppskurð í Þýskalandi vegna kransæðastíflu í síðasta mánuði. Kappinn sást þræða stræti kína- hverfisins í New York á þriðjudag þar sem hann gaf sér tíma til þess að spjalla við aðdáendur og lög- regluþjóna. Einnig stoppaði hann til þess að fylgjast með tveimur mönn- um leika Mah Jong. Þetta er í fyrsta skiptið sem Bowie sést á almanna- færi frá því hann var lagður inn á spítala í lífshættu, stuttu áður en hann átti að koma fram á Hró- arskelduhátíðinni í ár. Á heimasíðu sinni segist hann vera mjög svekktur yfir því að hafa neyðst til þess að aflýsa rest- inni af Evróputúr sínum. Hann segir þá 10 mánuði sem hann var á ferðalagi um heiminn, hafa ver- ið stórkostlega og hlakkar til að fara aftur að vinna. Á heimasíðu hans stendur að hann ætli sér að byrja að vinna nýja plötu í næsta mánuði sem ætti að skila sér í búðir á næsta ári. Hann lofar að semja ekki lög um hjartaveikindi sín. ■ Fyrsta smáskífa hljómsveitarinn- ar REM af nýjustu plötu sinni kallast Leaving New York. Kemur skífan út þann 27. septem- ber en platan sjálf, sem enn hefur ekki fengið nafn, kemur út 4. október. Á meðal fleiri laga á plötunni verða Wanderlust, Make It All Ok, og I’m Gonna DJ. Á nýja gripnum fjallar REM töluvert um stöðu heimsmála. Það ætti varla að koma á óvart því sveitin gaf á síðasta ári út á netinu lagið Final Straw þar sem stríðinu í Írak var mótmælt. „Á þessari stundu, sem Banda- ríkjamaður, líður mér eins og reiðasta frið- arsinna í heimi og ég held að ég sé ekki einn um það,“ sagði Michael Stipe, söngv- ari sveitarinnar fyrir skömmu. „Þetta eru erfiðir tímar.“ REM ætlar í tón- leikaferð um heiminn til að fylgja nýju plöt- unni eftir og mun hún væntanlega hefjast í Bandaríkjun- um næsta haust. ■ Leikkonan KeiraKnightley segist varla geta kallað sig leikkonu strax, þar sem henni finnst hún stöðugt geta bætt frammistöðu sína. Stúlkan segist halda að það verði nokkur ár þar til að hún muni skila sinni bestu frammi- stöðu í kvikmyndunum. Hún segist eiga eftir að læra heilmargt og lofar því að bæta sig og bæta, enda er hún bara 19 ára. Johnny Depp klessukeyrði splúnku-nýja Mercedes Benz-bifreið sína á þriðjudag. Depp var að koma heim eftir tökur á Tim Burton myndinni Charlie and the Chocolate Factory þegar hann keyrði beint á hlið glæsi- villu sinnar í Frakk- landi. Leikarinn var skelkaður eftir áreksturinn og blótaði sjálfum sér í gríð og erg fyrir vitleysu sína. George Eads, sem var rekinn úrþáttunum CSI á dögunum, hefur verið ráðinn aftur til starfa eftir að hafa beðist af- sökunar á að hafa ekki mætt á tökustað. Taldi CBS að hann hefði ekki mætt vegna þess að hann fékk ekki þá launahækk- un sem hann hafði beðið um. Jorja Fox, meðleikkona Eads sem var rekin úr þáttunum á sama tíma og hann, var einnig ráðin aftur fyrir skömmu. Þau verða bæði á sömu launum og áður og fá því um sjö milljónir króna fyrir hvern þátt. Justin Timberlake hefur fengið úr-skurð hjá dómara í Kaliforníu um nálgunarbann á ljósmyndara sem hafði elt hann á röndum í langan tíma. Ljósmyndari þessi er þekktur fyrir að elta fræga fólkið á bíl sínum og reyna að smella af því myndum. „Ef enginn hefur hugrekki til að stöðva svona mál fyrir dómstólum á einhver eftir að deyja í svona eltingarleikj- um,“ sagði talsmaður Timberlake eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Það er kominn tími til að menn geri eitthvað í þessum málum.“ DAVID BOWIE Virðist vera á hröðum batavegi eftir hjartauppskurð í júní. FRÉTTIR AF FÓLKI ■ FÓLK Bowie á fætur eftir uppskurð MICHAEL STIPE Næsta smáskífa REM kallast Leaving New York og kemur út í september. ■ TÓNLIST Ný smáskífa í september *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Þegar þú kaupir stafræna myndavél færð þú 256 MB minniskort með fyrir aðeins 2.995,- Venjulegt verð er 11.995,- Þú sparar 9.000,- DSC-P73/S 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.299 krónur í 12 mánuði* eða 39.588 krónur DSC-P93 5.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.799 krónur í 12 mánuði* eða 45.588 krónur DSC-W12 5.1 milljón pixlar - effective Super HAD CCD 2.5" litaskjár (123K upplausn) Leðurtaska og aukarafhlaða fylgja 4.799 krónur í 12 mánuði* eða 57.588 krónur Opið alla helgina Í fyrra nam aukningin á stafrænum myndavélum um 71% milli ára. Af einstökum framleiðendum er Sony með mestu markaðshlutdeildina.** **Samkvæmt úttekt greiningarfyrirtækisins IDC -fást í Kringlunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.