Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 21
Þeir sem eiga leið í Stykkishólm ættu ekki að láta hjá líða að skoða Norska húsið í bænum, sem á sér langa sögu en þjónar nú sem Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Byggðasafnið telst stofnað árið 1956, þegar Ragnar Ásgeirsson fór um Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og hvatti fólk til að gefa gamla muni til stofnun- arsafns í sýslunni. „Sýslunefnd Snæfellinga festi svo kaup á Norska húsinu árið 1970 með það fyrir augum að þar yrði aðsetur Byggðasafnsins og jafnframt að húsið yrði fært til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832,“ segir Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. „Í 172 ára sögu hússins hafa verið gerð- ar á því róttækar breytingar, eftir notkun á hverjum tíma, en nú hef- ur hringnum verið lokað og húsið er aftur komið í upphaflegan bún- ing. Við höfum sett upp á miðhæð- inni heimili heldri manns í þétt- býli á 19. öld, en heimildir um inn- bú og heimilishald Árna og Önnu Thorlacius eru nokkuð góðar. Það hefur verið reynt að endurgera heimili þeirra eins og hægt er og markmiðið er að gestir upplifi sýninguna sem raunverulegt 19. aldar heimili þar sem jafnvel er hægt að ímynda sér að húsráð- endur hafi brugðið sér frá en geti birst aftur á hverri stundu.“ Í risi Norska hússins er opin safngeymsla þar sem gestir geta upplifað raunverulega háalofts- stemningu og á jarðhæðinni eru á sumrin settar upp myndlistasýning- ar og byggðasafnstengdar sýningar. „Þar er líka Krambúð hússins sem selur vandað handverk, list- muni, minjagripi, gamaldags nammi, sultur og fleira. Í desem- ber er svo húsið opnað og þá sett í jólabúning og skreytt með jóla- skrauti frá ýmsum tímabilum,“ segir Aldís. „Nú hefur verið efnt til sam- keppni um minjagrip sem tengist sögu hússins og eru vegleg verð- laun í boði. Skilafrestur er til 25. ágúst og fólk er hvatt til að taka þátt. Tillögum á að skila á pappír í stærðinni A4, en ef um er að ræða þrívíða hluti þurfa þeir að vera 25x25x25. Við förum svo í það strax og skilafrestur rennur út að velja bestu tillögurnar. Svo nú er bara að drífa sig í Norska húsið í Hólminum og fá skemmtilegar hugamyndir ,“ segir Aldís að lokum. edda@frettabladid.is 03FIMMTUDAGUR 29. júlí 2004             !       "  #    #$ %  & '   (  )  %*+ ) #!  "  ,   '"- - #. " . / " .  , / " " . 0$1!2 3 34  % -  5 4 + ,  /6   5  6 5        Norska húsið í Stykkishólmi: Samkeppni um minjagrip Nú stendur yfir myndlistarsýning Ernu Guðmarsdóttur í Norska húsinu. Norska húsið í Stykkishólmi hefur gegnt margvíslegu hlutverki í gegnum tíðina. Í Krambúðinni er hægt að kaupa sér ýmislegt frá gamalli tíð. Náttúrufegurð er mikil á Sikiley og sagan við hvert fótmál. Beint flug til Sikileyjar Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug til Sikileyjar í lok september. Á Sikiley er að finna áhugaverða blöndu af öllu því sem ferðamenn helst óska sér, einstaka náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, falleg- ar byggingar og söfn ásamt áhugaverðri matar- menningu og blómlegu mannlífi. Hitastigið er nota- legt í september og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða eyjuna. Flogið er til Palermo þar sem dvalið er í þrjár nætur, en þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á ferðamannastaðnum Giardino Naxos í fjórar nætur. Til Íslands er flogið frá Catania-flugvelli á austur- ströndinni. Áhugaverðar kynnisferðir eru i boði með íslenskum fararstjórum. ■ Fjögur kort af Snæfellsnesinu Í byrjun þessa árs gaf Reynir Ingibjartsson út sér- kort og leiðarlýsingu af Inn-Snæfellsnesi. Nú hef- ur hann bætt um betur og gefið út þrjú önnur kort af Snæfellsnesi. Mið-Snæfellsnes, Kringum Snæ- fellsjökul og Snæfellsnes - leiðakort og þjónustu- skrá. Öll eru kortin seld saman í haganlega gerðu umslagi. Þrjú kortanna lýsa hvert um sig tiltekinni hringleið á Snæfellsnesi en þriðja kortið er af nes- inu í heild og inni á því eru kort af öllum þéttbýlis- stöðum á svæðinu. Inn á öll kortin eru merktir án- ingarstaðir með borðum og bekkjum, minnismerki og skipsströnd, auk þjónustustaða og ógrynna af örnefnum. Á bakhlið kortanna er auk þess greinar- góð lesning um svæðið sem þau ná yfir. Eða eins og Reynir orðar það. „Ég er bara að safna Snæ- fellsnesinu saman.“ ■ Kortin sem komin eru út af Snæfellsnesinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.