Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 29. júlí 2004 23 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Körfuknattleikskonan Hildur Sig-urðardóttir, sem hefur undan- farin tvö ár verið val- inn besti leikmaður 1. deildar kvenna, hefur gert samning við sænska liðið Jamtland Basket. Sænska liðið hafn- aði í níunda sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili og ætlar sér stóra hluti á því næsta. Hildur skilur eftir sig stórt skarð hjá KR-stúlkum enda yfirburðamaður í liðinu á síðasta tímabili. Spánverjinn Fernando Hierro skrif-aði í gær undir eins árs samning við enska úrvals- deildarliðið Bolton. Hierro, sem er 36 ára og lék lengst af ferilsins með Real Madrid, spilaði í Katar í fyrra og þarf að fá sig lausan þaðan áður en hann getur byrjað að spila með Bolton. Sam Allardyce, knattspyrnu- stjóri Bolton, var himinlifandi með að fá Hierro í sínar raðir og sagðist ekki vafa um að hann yrði stjarna í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski landsliðsmaðurinn ArnarGrétarsson var á skotskónum þeg- ar belgíska liðið Lokeren gerði jafn- tefli, 2-2, gegn Evrópumeisturum Porto í æfingaleik á þriðjudagskvöldið. Arnar skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu strax á 6. mínútu en hann lék allan leikinn ásamt Rúnari Kristinssyni og Arnari Þór Viðarssyni. Marel Baldvinsson kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. Þjóðverjinn Lothar Matthaus, semstýrir ungverska liðinu í fótbolta, er ekki sáttur við að Jürgen Klins- mann hafi verið ráðinn landsliðs- þjálfari Þjóðverja á dögunum. Matt- haus sagði í viðtali við þýska blaðið Bild í gær að hann hefði haft áhuga á starfinu en skildi ekki af hverju Klinsmann, sem hefur enga reynslu af þjálfun, hafi verið ráðinn. „Þetta er samsæri forseta sambandsins sem er frá Stuttgart. Hann velur sína menn í réttu störfin – annað getur það ekki verið,“ sagði Matthaus en Klinsmann lék einmitt með Stuttgart á sama tíma og Ger- hard Mayer-Vorfelder, forseti þýska sambandsins, var forseti hjá félaginu. Franski þjálfarinn Michael Hidalgo,sem stýrði Frökkum til sigurs á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 1984, segir að Zinedine Zidane ætti að hætta að spila með franska lands- liðinu. „Það er kom- inn tími til að fá nýtt blóð í franska liðið en eina vandamálið er að það verður ekki auðvelt að finna leikmenn sem eru eins góðir og þessir sem eru að hætta núna,“ sagði Hidalgo. Reykjavík, Klettagör›um 12, sími 575 0000 - Akureyri · Draupnisgötu 2 , sími 462 2360 - Hafnarfir›i, Strandgötu 75, sími 565 2965 Fáanlegur í verslunum Sindra. N†R DEWALT BÆKLINGUR! FÓTBOLTI FH-ingar taka á móti velska liðinu Haverfordwest í Kaplakrika í kvöld klukkan 19.15, í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikurinn ytra, endaði 0-1, og staða hafnfirsku hetjanna því góð. FH-ingar hafa verið á mikilli siglingu í Landsbankadeildinni að undanförnu og eru nú í topp- sætinu, þremur stigum á undan Fylkismönnum. Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, fyrirliða FH, í gær og spurði hann úti í möguleika FH: „Við eigum ágæta möguleika á að komast áfram í næstu umferð og þetta er undir okkur sjálfum komið. Þeir verða væntanlega öllu sterkari en í fyrri leiknum því að tímabilið er ekki hafið hjá þeim en nú hafa þeir haft tvær vikur til að koma sér í betra form. Þetta lið er mikið baráttulið þannig að við verðum að vera á tánum. Þeir láta finna vel fyrir sér en eru þó ekki grófir. Þeir spila týpískan enskan bolta, kýla fram og eru góðir loft- inu. Við höldum auðvitað áfram að gera það sem við höfum verið að gera enda sé ég enga ástæðu til að breyta því.“ Saga FH er ekki mörkuð af sigrum í Evrópukeppni félagsliða en félagið hefur þrisvar tekið þátt, 1990, 1994 og 1995, án þess að komast áfram úr fyrstu um- ferð. Ætlunin er að breyta því: „Við erum staðráðnir í því að komast áfram því Evrópukeppnin er bónus fyrir félögin og mjög já- kvætt fyrir leikmenn að fá að takast á við aðra andstæðinga en þá hérna heima. Takist það mun- um við lenda á móti félögum frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð eða Skotlandi og verður það að teljast jákvætt, bæði frá knattspyrnu- legu sjónarmiði og fjárhagslegu,“ segir Heimir. Í Kaplakrika er spilaður skemmtilegur og árangursríkur fótbolti og þar er heimili líf- legustu stuðningsmannanna. Er eitthvað mál fyrir Heimi að halda sínum mönnum á jörðinni? „Nei, það er það ekki. Mótið er bara rétt rúmlega hálfnað og við eigum enn eftir að komast áfram í Evrópukeppninni og engin hætta á að við förum að ofmetnast eitt- hvað,“ sagði Heimir Guðjónsson, að lokum. ■ ALLAN BORGVARDT Sést hér í leik gegn KA á dögunum. Hann skoraði sigurmark FH-inga í fyrri leiknum gegn Haverfordwest. FH mætir velska liðinu Haverfordwest í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í Kaplakrika í kvöld: Staðráðnir í að komast áfram Skagamenn mæta Tallin : Þurfa að sýna sitt rétta andlit FÓTBOLTI ÍA mætir eistneska liðinu TVMK Tallin í forkeppni UEFA- bikarsins ytra í dag. Skagamenn báru sigur úr býtum í fyrri leikn- um, 4-2, sem fram fór á Akranesi og staða þeirra því ágæt. Að vísu spila þeir án framherjans Stefáns Þórðarsonar sem rekinn var af velli í fyrri leiknum og því í banni. Stefán hefur verið mikilvægur hlekkur í Skagaliðinu í sumar og klárt að liðið mun sakna hans í leiknum í dag sem hefst kl. 15 í Tallin. Það var Færeyingurinn Julian Johnson sem skoraði fjórða og síðasta markið þegar komnar voru þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma og það mark gæti reynst Skagamönnum dýr- mætt. Ekki er þó auðvelt að rýna í möguleika þeirra þrátt fyrir tveggja marka forskot. Lið ÍA hefur verið afar sveiflukennt í sumar – liðið spilar stundum mjög vel en getur dottið mjög langt nið- ur og besta dæmið um það er bik- artapið gegn 1. deildarliði HK, fyrr í sumar. Nái liðið hins vegar að sýna sitt rétta andlit í Eistlandi ætti það að komast áfram enda eru Skaga- menn með gífurlega reynslu af Evrópuleikjum og eru oftast best- ir í stóru leikjunum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.