Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 46
Hætt hefur verið við seinni tón- leika Pink á Íslandi sem áttu að fara fram í Laugardalshöll 11. ágúst. Tónleikar 50 Cent, sem áttu að fara fram í Egilshöll á sama degi, hafa verið færðir þangað í staðinn, enda orðið ljóst að plássið þar hefði verið of mikið fyrir rapparann til þess að fylla. Mikið hefur verið rætt um þau tíðindi að rapparinn 50 Cent og Pink ætluðu að keppast um hylli íslenskra áhorfenda á sama degi og þótti flestum ótrúlegt að slíkt myndi ganga upp. Nú er ljóst að þeir sem standa fyrir tón- l e i k u n u m hafa endur- reik- n a ð d æ m i ð og komist að sömu niðustöðu og margir aðrir. Upphaflegt plan bara gekk ekki upp. Að sögn komust tónleikahald- arar að þeirri sameiginlegu niður- stöðu að Ísland rúmi ekki tvenna stóra tónleika sama dag. Því er lítið annað hægt að gera en að annar þeirra hætti við. Í þetta sinn voru það síðari tónleika Pink sem urðu að lúffa. Þeir sem höfðu verslað sér miða á seinni tónleika Pink þurfa þó ekki að örvænta um að standa uppi með ónýta miða, því þeir geta nú notað þá sem inngöngu- miða á fyrri tónleikana, sem verða haldnir 10. ágúst, eins og alltaf hefur staðið til. Enn eru ör- fáir miðar eftir til sölu, bæði í verslunum Skífunnar og á vefsvæðinu midar.is. Tónleikar 50 Cent rúma nú aðeins 5.500 miða í stað 9.000 áður, því áætlað hafði verið að hafa sviðið fyrir miðju Egilshallar og því hefði adrei verið hægt að koma inn 18.000 manns eins og á Metallicutónleika í Egilshöllinni. Þegar er búð að selja tæplega 4.000 miða á tónleika 50 Cent og því eitthvað af miðum eftir handa aðdáendum 50 Cent, eða þeim sem höfðu áætlað að vera á tónleikum með Pink það kvöldið. Þeir sem höfðu tryggt sér miða inn á V.I.P. svæðið á tón- leika 50 Cent munu hafa for- gang upp í stúku í Laugardalhöll, vilji þeir sitja þar. Ekki verður selt sérstaklega upp í stúku af þeim miðum sem eftir eru. Þar sem þar er takmarkað sæta- framboð gildir sú regla að þeir fá sætin sem ná þeim. V.I.P. miða- hafar gætu því þurft að mæta snemma til að tryggja sér slík sæti. Iceland Ex- press verður með sérstakt til- boð á næstu tveim- ur vikum og býður miða á tónleika 50 Cent á 4.500 krónur í stæði. ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Þörungaslím. Gegn ofbeldi á konum. K-2. Strákarnir okkar nefnist nýjasta kvikmynd Róberts Douglas en upptökur á henni hefjast strax eftir verslunarmannahelgi. Mynd- in fjallar um atvinnumann í fót- bolta sem kemst að því að hann er samkynheigður og kemur út úr skápnum. Hann hefur fengið sig fullsaddan af atvinnumennskunni þar sem hann fær ekki að vera hann sjálfur og kemst í samband við fleiri homma sem saman stofna eigið utandeildarlið. Sagan segir einnig frá því hvernig fjöl- skyldan tekur opinberun kyn- hneigðar hans, barnsmóðurinni sem eitt sinn var ungfrú Ísland en nú er orðin drykkfelld og syni hans sem ekki stendur sig í skól- anum. Að sögn leikstjórans koma hugmyndirnar úr hverdagsleik- anum. „Ég hef gaman af því að tækla raunveruleikann og sjá húmorinn í honum. Það heillar mig að geta séð húmorinn í að- stæðunum án þess endilega að gera grín. Þetta snýst ekki bara um harmleik.“ Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverkið í myndinni en hann hefur áður leikið í Vestur- portsuppsetningunni á Rómeó og Júlíu, Brim og fleiru. Meðal ann- arra sem bregða fyrir í Strákun- um okkar eru Helgi Björnsson, Lilja Nótt, Maríus Sverrisson og Felix Bergsson sem leikur for- mann utandeildarinnar og dómara en hann lék einnig formann hús- félagsins í fyrstu mynd Róberts, Íslenska draumnum. Nú styttist óðfluga í upptökur á myndinni sem unnið hefur verið að í langan tíma. Til að hrista saman hópinn hafa verið skipu- lagðar fótboltaæfingar, tökulið gegn leikurum, því myndin snýst jú að hluta til um fótbolta. Leikur- inn í síðustu viku var æsispenn- andi og endaði 10-9, tökuliðinu í hag. „Nú eru leikararnir svo tapsárir að þeir mæta allir með tölu í kvöld og reyna að bæta þetta upp,“ segir leikstjórinn áður en hann skellir sér á völlinn í blóðugan bardaga við komandi kvikmyndastjörnur. ■ BJÖRN HLYNUR OG RÓBERT DOUGLAS Tökulið og leikarar hita sig upp fyrir tökur á Strákunum okkar og berjast hart á vellinum. 34 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR TÓNLIST 50 CENT OG PINK ■ Hætt hefur verið við seinni tónleika Pink í Laugardalshöll þar sem 50 Cent leikur í staðinn. KVIKMYNDIR STRÁKARNIR OKKAR ■ Upptökur hefjast eftir helgi. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Verslaðu hjá okkur fyrir 790.- verð frá flíspeysa-dömu útileguna í dag Læknamistök Þeim yfirsást gat á hjarta barnsins okkar Simpson Homer giftir samkynhneigð pör Sonur Sri saknar mömmu Hatar Hákon Eydal AÐ MÍNU SKAPI DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON PÍANÓLEIKARI Dreifbýlistúttur og axlabönd TÓNLISTIN Ég keypti spólu út í Búda- pest með ungverskum gaur sem heitir Igi Mulata. Þetta er mjög fyndin tónlist með einhverjum permanett tenór í havaískyrtu. Annars hef ég verið að hlusta á Harvest-plötuna með Neil Young sem er alveg geðveikt flott og er með Trabant á Bessastöðum og Mistök 54 með kvartettinum Adanak í tækinu. BÓKIN Er að lesa Da Vinci lykilinn og var að byrja á Ódysseifskviðu, sem ég varð mér úti um í kiljuformi. BÍÓMYNDIN Ég fór í bíó í fyrsta skipti í hálft ár um daginn og sá Eternal Sun- shine of the Spotless Mind. Ég hafði mjög gaman af Jim Carrey í myndinni því hann var ekki með neitt panik. Charlie Kaufman gerir fínar myndir en nú bíð ég eftir nýjustu mynd Michaels Moore, 9/11. BORGIN Var að koma frá Búdapest sem er alveg ótrúlega lifandi og mögnuð borg. Þar er fjölskrúðugt mannlíf, endalaust af mörkuðum og sígauna- tónlistin hljómar alls staðar úti á götu. Við fórum þar í eldgömul baðhús sem litu út eins og gamlir kastalar og höfðu að geyma bæði gufuböð og heita potta. BÚÐIN Síðasta búðin sem ég fór í var Olísbúðin á Siglufirði. Þar er hægt að fá allt en ég keypti mér dreifbýlistúttur, mjög flott axlabönd, sparibindi og ullarsokka. VERKEFNIÐ Er að undirbúa tónlist við dansverk í sameiningu við trommarann Helga Svavar Helgason fyrir Reykjavík Dansfestival. Við Helgi erum líka að fara að gefa út stuðpartíplötuna Drunk is faster en eins og allir vita gerist allt miklu hraðar þegar maður er fullur. Svo er ég að fara að spila á Akureyri og Mý- vatni um helgina með latíntrukkinum Tómasi R. Einarssyni og ætla að frum- flytja verk fyrir flygil/píanó og sleggju, á trommusólóviðburði Lortsins sem haldinn verður 6. og 7. ágúst í KlinK og BanK gallerí. Lárétt: 1 sleipa, 5 borða, 6 prófgráða, 7 sólguð, 8 vænting, 9 skilrúm, 10 tveir eins, 12 herská samtök, 13 eins um l, 15 á nótu, 16 sniðug, 18 skynsemi. Lóðrétt: 1 eyðilegging, 2 fiskifæða, 3 tónn, 4 staður á austurlandi, 6 standa boginn, 8 skamm!, 11 slæm, 14 blóm, 17 íþróttafélag. Lausn: Lárétt: 1hála,5eta,6ba,7ra,8von,9 vegg,10ii,12ira,13rlr, 15an,16klók, 18sans. Lóðrétt: 1hervirki,2áta,3la,4langa- nes,6bogra, 8vei,11ill,14rós,17ka. Raunveruleikinn tæklaður Pink út, 50 Cent inn PINK Hætt hefur verið við seinni tónleika Pink. 50 CENT Tónleikar 50 Cent hafa verið færður úr Egilshöll í Laugardalshöll.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.