Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 174 stk. Keypt & selt 20 stk. Þjónusta 45 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 14 stk. Tómstundir & ferðir 17 stk. Húsnæði 31 stk. Atvinna 17 stk. Tilkynningar 3 stk. Ítalskt skart BLS. 5 Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 29. júlí, 211. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.25 13.34 22.40 Akureyri 3.51 13.19 22.43 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frum- sýna kabarettsýningu á Kaffi Reykja- vík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. „Ólífu- græni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer-saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum sauma- vélum.“ Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: „Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér,“ segir Soffía og hlær. „Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pitsur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og nota- legt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútu- ferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér.“ Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna.“Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfir- leitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns- og kerta- plötu.“ Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is Soffía Karlsdóttir söngkona: Sækir orku í eld- húsið ólífugræna tiska@frettabladid.is Kylie Minouge er ekki aðeins með flottasta rassinn í bransanum heldur er hún líka með flottustu leggina, ef marka má nýja skoðanakönnun. Þó Kylie sé ekki há í loftinu þá náði hún að mala Cameron Diaz, sem var í öðru sæti, og Jennifer Ellison sem var í því þriðja. Aðrir sem lentu ofarlega voru Anna Kournikova, Nicole Kidman, Kate Moss og Naomi Campell. David Beck- ham var efstur af strákunum. Könnunin var gerð af Gilette sem er frægast fyrir sína hárbeittu rakvélar. Vefsíðan bagborroworsteal.com hefur getið sér gott orð vestanhafs síðan hún opnaði í apríl á þessu ári. Á þessari síðu geta konur sem ekki hafa mikið á milli handanna en vilja samt tolla í tískunni leigt sér töskur af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að leigja tösk- urnar í mánuð í senn og er verðið allt frá fimmtán hundruð krónum og uppí sjö þúsund krónur, allt eftir gæðum töskunnar. Á síðunni er hægt að finna töskur eftir suma frægustu hönnuði heims eins og Vivienne Westwood, Gucci og Donnu Karan. Nýjar kannanir sýna að konur í Bretlandi eyða að meðaltali um þrjátíu þúsund krónum í töskur og því er þetta kærkomin lausn fyrir þær. Drapers tískutímaritið sem af flestum er talin Biblía tískuiðnað- arins, hefur átt þátt í því að verð- bréf hjá fata- framleiðand- anum French Connection hafa lækkað. Verðbréf hjá fram- leiðandanum lækkuðu um átta prósent á dögun- um og búist er við að þau lækki enn meira. Dra- pers hefur talað mjög illa um FCUK-línuna hjá French Connect- ion og lýsir henni sem þreyttri og asnalegri. FCUK hefur verið mjög vinsæl lína árum saman. Margir kannast eflaust við FCUK slagorð- ið á bolum frá French Connect- ion. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEIMILIÐ Útsala á garðhúsgögnum. Alvöru garð- húsgögn. Mikið úrval. Viðarkó Dalveg 28, Kópavogi Sími 517 8509. Til sölu. Fjord 725SE í toppstandi. Ný vél V.P. dísel 260 hp. Wc, eldavél, ís- skápur, svefnpl fyrir 4. Vel búinn tækj- um og góður vagn. Verð 5 millj. Uppl. í s. 893 6109. Námskeið til pungaprófs/30 rúml. skipstjórnarréttinda. 10-26 ágúst, kennsla kl. 9-16 alla daga nema sunnud., ekki missa af þessu nám- skeiði. Siglingarskólinn s. 898 0599 & 588 3092. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á Soffía hefur mikið dálæti á gömlum saumavélum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.