Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 18
Flokka-Saga Tæpast er það tilviljun að útvarpskonan vinsæla, Arnþrúður Karlsdóttir, valdi þekktan framsóknarmann, Óskar Bergs- son fyrrverandi varaborgarfulltrúa flokksins, til að leysa sig af á Útvarpi Sögu meðan hún er i sumarfríi. Arnþrúður er sjálf yfirlýst framsóknar- kona og fyrrverandi frambjóð- andi flokksins. Með Óskari vilja fjórmenningarnir á Út- varpi Sögu líklega tryggja pólitískt jafnvægi í dag- skránni og telja þá að það sé best gert með því að endurspegla litróf stjórnmálaflokk- anna: Ingvi Hrafn er sjálfstæðismaðurinn (eða kannski öllu heldur heimastjórnar- flokksmaðurinn), Hallgrímur Thorstein- son tengdur við Samfylkinguna og væntanlega er Sigurður G. Tómasson þá talinn bæði grænn og rauður. Sneri heim þjóðhetja Össur Skarphéðinsson líkti endalokum fjölmiðlamálsins við orrustuna við Waterloo, hina síðustu sem Napóleon keisari háði. Í Viðskiptablaðinu, sem er mjög velviljað ríkisstjórninni og forsæt- isráðherra sérstaklega, er í gær lagt út af þessum ummælum: „Glöggir stjórn- arsinnar hafa bent á að sennilega sé þetta hárrétt. Jón Ásgeir sé Napóleon. Davíð Oddsson hertoginn af Well- ington, Halldór Ásgrímsson hinn aldni og þrautreyndi prússneski herforingi von Blucher og Össur Skarphéðinsson hinn mistæki liðsforingi Napóleons, Grouchy, sem sumir telja ábyrgan fyrir ósigri hans. Eftir orrustuna var Napóleon sem kunnugt er sendur í útlegð á Sankti Hel- enu, von Blucher hélt áfram hernaði en færðist of mikið í fang og beið mikinn ósigur í París. Wellington lét hins vegar Waterloo verða sinn síðasta bardaga og sneri heim þjóðhetja. Eftir nokkuð stormasama forsætisráð- herratíð, sem einkenndist af þrjósku hans, varð hann utan- ríkisráðherra.“ Og blaðið lýkur hugleiðingu sinni með þessum orðum: „Sjáum til“. Frönsku byltingarmennirnir, sem tóku Bastilluna í París 1789 og breyttu heiminum, voru að jafnaði einn og fimmtíu á hæð og vógu um 45 kg hver. Þeir voru eins og ferm- ingarstelpur á okkar dögum. Eftir það tók að togna úr Frökkum. Evr- ópumenn voru þó 20 cm lægri í loftinu fyrir 150 árum en þeir eru nú. Íslenzkir karlar hafa hækkað um 10 cm að jafnaði síðan um aldamótin 1800, konur um 13 cm. Og hvað með það? – spyr nú les- andinn. Allt þetta skiptir máli, því að líkamshæð segir mikla sögu um hagsæld þjóðar aftur í tímann – um mataræði, mengun, heilsufar, húsakost, streitu og þannig áfram. Þyngdin segir minna: hún ræðst af fæðuneyzlu umfram orku- brennslu á nýliðinni tíð. Staðtölur um líkamshæð bregða nýrri birtu á vöxt og viðgang þjóða og saman- burð lífskjara milli landa og fylla ýmsar eyður, sem þröngir hag- rænir lífskjarakvarðar svo sem þjóðartekjur á mann eða vinnu- stund ná ekki að fylla. Hollending- ar og Íslendingar eru einum cm hærri að jafnaði en Danir, Norð- menn og Svíar, og þeir eru aftur þrem cm hærri í loftinu en Bretar og Bandaríkjamenn. Fyrir 250 árum voru Bandaríkjamenn þó að jafnaði sjö cm hærri en Bretar. Hvernig víkur þessu við? Lausn gátunnar virðist vera þríþætt, eða svo segja þeir, sem fást við að rekja líkamsmál saman við lífskjaramælingar. Norður- lönd eru í fyrsta lagi rík: þau hafa lyft sér upp úr örbirgð til alls- nægta á einni öld, enn hraðar en önnur Evrópulönd yfirleitt. Norð- urlandaþjóðirnar eru í öðru lagi heilsuhraustar, og svo er fyrir að þakka m.a. góðri heilbrigðisþjón- ustu, sem allir eiga greiðan að- gang að. Og lífsgæðunum er í þrið- ja lagi tiltölulega jafnt skipt á milli fólks á Norðurlöndum í skjóli almannatrygginga, svo að enginn þarf að bera mjög skarðan hlut frá borði. Það er þriðja og síðasta at- riðið, sem einkum greinir Norður- löndin frá Bandaríkjunum. Ríkir Bandaríkjamenn ná að sönnu svip- aðri líkamshæð og Norðurlanda- menn, en ójöfnuðurinn í skiptingu auðs og tekna í Bandaríkjunum er slíkur, að tugir milljóna Banda- ríkjamanna – þeir, sem ala börnin sín upp í fátækt, eiga ekki aðgang að heilbrigðistryggingum og læknishjálp og þannig áfram – ná ekki sömu líkamshæð og hinir. Þarna virðist hundurinn liggja grafinn. Samhengið milli hæðar og efnahags leynir sér ekki í tiltæk- um staðtölum. Vestur-Þjóðverjar eru t.a.m. einum cm hærri en Austur-Þjóðverjar í öllum aldurs- flokkum. Hvítir Bandaríkjamenn eru að jafnaði fimm cm hærri en svartir á öllum aldri. Hátekju- menn þar vestra eru yfirleitt einum til tveim cm hærri en lág- tekjumenn, óháð aldri. Háskóla- gengnir Bandaríkjamenn eru að jafnaði þrem cm hærri en þeir, sem aðeins hafa lokið grunnskóla- prófi, einnig óháð aldri, og þannig áfram. Tölur frá öðrum löndum og öðrum tímum segja svipaða sögu. Það er einnig fróðlegt að skoða, hvernig mannhæðartölurnar hafa breytzt með tímanum. Banda- ríkjamenn á sjötugsaldri eru tveim til þrem cm hærri en Þjóð- verjar á sama aldri. Það er trúlega til marks um efnahagslega yfir- burði Bandaríkjanna umfram Þýzkaland á þeim tíma, þegar þessi kynslóð var að vaxa úr grasi. Bandaríkjamenn á þrítugsaldri eru á hinn bóginn tveim til þrem cm lægri en Þjóðverjar á sama reki. Bandaríkjamenn hafa m.ö.o. verið að dragast aftur úr Evrópu, einkum Norðurlöndum, enda eru Norðurlandamenn ívið hærri í loftinu en Þjóðverjar. Aðrar vís- bendingar leggjast á sömu sveif. Rösklega fimmti hver kani á við offituvanda að stríða, og offita er oft fátæktareinkenni. Bandaríkja- menn lifa skemur en margar Evr- ópuþjóðir. Og hér er þá hugsanlega kominn vísir að lausn á gátu, sem hagfræðingar og aðrir hafa glímt við mörg undangengin ár. Gátan er þessi: hvers vegna virðist mikill ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna í Bandaríkjunum – mun meiri ójöfnuður en tíðkast í Evrópu að Bretlandi einu undan- skildu – ekki hafa bitnað á hag- sæld Bandaríkjanna? Þjóðar- tekjur á hverja vinnustund í Bandaríkjunum eru svipaðar og í mörgum Evrópulöndum, svo að hagsældin er á þennan kvarða svipuð á báðum stöðum. En þjóðartekjur á mann eða vinnu- stund segja samt ekki alla söguna. Ójöfnuðurinn fyrir vestan virðist m.ö.o. ekki hafa bitnað á meðal- tekjum manna þar, en hann virðist á hinn bóginn hafa bitnað svo á fá- tæklingum, að þeir hafa ekki náð sömu líkamshæð og aðrir og draga því niður meðalhæð bandarísku þjóðarinnar. Og hér er þá einnig komin hugsanleg skýring á því, hvers vegna það byrjaði að togna úr Frökkum eftir byltinguna 1789. Afkomendur byltingarmannanna náðu með tímanum svipaðri hæð og afkomendur aðalsins. Frelsi, jafnrétti og bræðralag glæða og bæta vöxtinn. ■ Þ ótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun áfimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Frétta-blaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni sést mjög mikill munur á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverð- ur munur á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munur- inn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytandinn hafi val. Hann getur valið betri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma – og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaða þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtum milli ódýrustu verslunar- innar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvör- um var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum breytist ekkert við frjálsari verðlagningu leiðir það eftir sem áður til þess að í ódýrustu versl- ununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 pró- sent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 pró- sent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytend- ur sem teygðu sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólk- ur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleið- endur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórn- völd girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verð- lagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Ís- landi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með land- búnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjöt- vörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðar- málum. ■ 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Verðkönnun Fréttablaðsins sýnir galla á viðskipta- háttum okkar með landbúnaðarvörur. Landbúnaður skerðir kjör Margt býr í hæðinni ORÐRÉTT Mikilvæg yfirlýsing Það er ekkert í bíó sem mig langar að sjá. Þröstur Helgason umsjónarmaður Lesbókar Morgunblaðsins. Morgunblaðið 28. júlí Handaflið Tvö einkenni í öllu tali flestra stjórnmálamanna þegar þeir ræða hinn frjálsa markað eru stjórn- lyndisviðhorf og tortryggni. Stjórn- málamenn, og þá einkum þeir til vinstri, vilja gjarnan beita mark- aðnum eins og verkfæri, og knýja hann til ákveðinnar hegðunar sem er þeim að skapi. Geir Ágústsson. DV 28. júlí. “Sénsar“ hættulegir Margir hafa tekið upp þann sið í umferðinni að gefa öðrum öku- mönnum „séns“. Með þessu er fólk að beygja umferðarreglurnar og skapar oft á tíðum hættu fyrir þá ökumenn sem á eftir þeim aka en þeir átta sig ekki í öllum tilvikum á meintri greiðvikni þeirra öku- manna sem gefa „séns“. Bjarki M.B. í Velvakanda. Morgunblaðið 28. júlí Mín skemmtun Nei, nei. Ég hef mjög gaman af póli- tík. Pólitík er alveg stórskemmtileg. Ég fer ekki í bíó. Ég fer ekki í leik- hús og ekki á ölstofur. Þannig að pólitíkusarnir sjá um að svala skemmtanafýsn minni. Hjálmar Hjálmarsson leikari svararar spurningunni „Leiðist þér pólitík?“ DV 28. júlí.. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG HÆÐ OG ÞYNGD ÞORVALDUR GYLFASON Og hér er þá hugsanlega kominn vísir að lausn á gátu, sem hagfræðingar og aðrir hafa glímt við mörg undangengin ár. Gátan er þessi: hvers vegna virðist mikill ójöfnuð- ur í skiptingu auðs og tekna í Bandaríkjunum – mun meiri ójöfnuður en tíðkast í Evrópu að Bretlandi einu undanskildu – ekki hafa bitnað á hagsæld Banda- ríkjanna? ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.