Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 10
29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ÍRAK, AP Tæplega sjötíu fórust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorð- sprengjuárás í borginni Baqouba í Írak í gærmorgun. Árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í miðbæ Baqouba, þar sem skráningar fara fram í hinar nýstofnuðu öryggis- sveitir Íraka. Þeir sem féllu í árásin- ni voru allir óbreyttir borgarar, að sögn talsmanns bandaríska hersins. Sprengingin var gífurlega öflug en árásarmaðurinn ók bifreið hlað- inni sprengiefni að lögreglustöðinni þar sem hún sprakk í loft upp. Nær- liggjandi verslanir gereyðilögðust og bifreiðar á götunni tættust í sundur. Sundurtætt lík lágu um allt í blóðpollum á götunni innan um brak og glerbrot. Árásir andspyrnuafla í Írak hafa verið tíðar í Baqouba en árásin nú er sú mannskæðasta þar frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir fimmtán mánuðum. Undanfarnar vikur hafa árásirnar beinst í rík- ari mæli að írösku öryggissveit- unum og búast stjórnvöld í Írak við því að slíkum árásum fari fjölgandi. Öryggissveitirnar eru taldar mun auðveldari skotmörk en bandaríski heraflinn í landinu og liggja því vel við höggi. Þrátt fyrir ofbeldisölduna í landinu síðustu mánuði og vikur, þokast Írakar sífellt nær lýðræð- islegum stjórnarháttum. Um næstu helgi verður haldinn fund- ur 1000 fulltrúa sem velja munu þingmenn til setu í bráðabirgða- þingi landsins. Hersveitir Banda- ríkjamanna munu ásamt öryggis- sveitum Íraka standa vörð um fundinn en mjög er óttast um að andspyrnuöfl muni láta til skarar skríða. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lagt til að fundinum yrði frestað þar til ástandið í landinu batnaði. „Það er mikilvægara að kringum- stæðurnar séu þannig að útkom- an verði góð heldur en að halda fundinn á réttum tíma,“ sagði Marie Okabe talskona Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Írak hafa hins vegar verið ófáanleg til að fresta fundinum. ■ F í t o n / S Í A F I 0 1 0 1 9 0 Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is 800 g lambakjöt, beinlaust og fitusnyrt 150 ml mild chilisósa (t.d. Heinz) 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt ½ tsk. karríduft 2 msk. olía safi úr 1 límónu nýmalaður pipar salt 1 dós (250 ml) tómatmauk (purée) Kjötið skorið í gúllasbita. Chilisósu, hvítlauk, karríi, olíu, límónusafa og pipar blandað saman í skál, kjötið sett út í og látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst. Þá er kjötið tekið úr leginum en hann geymdur. Kjötið saltað og þrætt upp á teina. Útigrill eða grillið í ofninum hitað og kjötið grillað við góðan hita þar til það hefur tekið góðan lit á öllum hliðum og er steikt í gegn. Á meðan er kryddlögurinn settur í pott ásamt tómatmauki, hitaður að suðu og látinn malla í 5–10 mínútur. Bragðbætt með pipar og salti og borið fram með kjötinu. Njóttu þess að laða fram þinn innri snilling. Það er einfalt mál með þessari gómsætu lambakjötsuppskrift. Það er alltaf sérstök stemning sem fylgir því að borða grillmat af pinna. Lambakjöt lofar alltaf gó›u NÝ R BÆKLINGUR Í N Æ ST U V E R S L U N UPPSKRIFTIR Chilikrydda› lambakebab BOSTON, AP Ræða Ron Reagans á flokksþingi demókrata í fyrradag hefur vakið mikla athygli. Ron er sonur Ronalds Reagan, fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, sem er afar dáður af repúblikönum vestra. Tilefni ræðu Rons var að mótmæla þeirri stefnu stjórnar George W. Bush að banna stofn- frumurannsóknir. Í ræðu sinni hvatti hann kjós- endur til að þess að láta afstöðu frambjóðenda til stofnfrumu- rannsókna ráða því hvernig þeir greiða atkvæði í forsetakosning- unum 2. nóvember næstkom- andi. John Kerry, forsetafram- bjóðandi demókrata, er fylgjandi því að heimila stofnfrumurann- sóknir og því er yfirlýsing Ron Reagans í raun stuðningsyfirlýs- ing við Kerry. „Innan nokkurra mánuða standa kjósendur frammi fyrir vali. Ekki einungis milli tveggja flokka eða tveggja frambjóð- enda, heldur því að taka stór skref áfram í þágu alls mann- kyns. Valið stendur á milli fortíð- ar og framtíðar, milli skynsemi og fáfræði, milli raunverulegrar samúðar og blákaldrar hug- myndafræði,“ sagði sonur Reag- ans heitins á flokksþingi demókrata. ■ BER MIKIÐ NAFN Ron Reagan, sonur Ronalds heitins Reag- an, fyrrum Bandaríkjaforseta og repúblik- ana, talaði fyrir stofnfrumurannsóknum á flokksþingi demókrata í fyrradag. Ræða hans var í raun stuðningsyfirlýsing við John Kerry, forsetaframbjóðanda demó- krata. Raunveruleg samúð eða bláköld hugmyndafræði Ron Reagan talaði fyrir stofnfrumurannsóknum á flokksþingi demókrata: Blóðbað í Baqouba Ein mannskæðasta sprengjuárás frá innrás Bandaríkjamanna í Írak kostaði 68 óbreytta borgara lífið í borginni Baqouba í gær. Hryðju- verkaógn vofir yfir fundi sem leggja á grunn að þjóðþingi Íraka. BLÓÐBAÐ Afleiðingar sprengjuárásarinnar í Baqouba voru hræðilegar. Sundurtætt lík lágu eins og hráviði um allt, í blóðpollum, innan um brak og glerbrot úr nærliggjandi húsum. PARÍS, AP Fjórir Frakkar sem verið hafa meira en tvö ár í haldi Banda- ríkjamanna í Guantanamoflóa á Kúbu komu heim á þriðjudag. Við- ræður um hvort þrír fangar í við- bót fáist framseldir standa yfir milli franskra og bandarískra stjórnvalda að sögn Jacques Chirac Frakklandsforseta. Mennirnir fjórir eru flestir af norður-afrískum uppruna en ólust upp í Frakklandi. Þeir voru teknir til fanga í herferð Bandaríkja- manna til þess að komast fyrir stjórn talibana í Afganistan. Að- koma mannanna að hryðjuverka- samtökum hefur verið til rann- sóknar. Mennirnir fjórir verða væntanlega leiddir fyrir franskan dómstól. Chirac sagði framsalið ávöxt langtímaviðræðna við bandarísk stjórnvöld. Búist hefur verið við að einhverjum hinna sjö frönsku fanga í Guantanamo væri sleppt eftir að tilkynnt var um viðræður þjóðanna í síðasta mánuði. Bandarísk stjórnvöld hafa þurft að sitja undir þungri gagn- rýni síðustu mánuði fyrir að hafa hundruð grunaðra í haldi í Guant- anamo án ákæra. Í kjölfar þess segjast Bandaríkjamenn hafa sleppt 134 föngum úr fangelsinu á síðustu vikum. ■ Sjö Frakkar handteknir í Afganistan árið 2001: Fjórum sleppt úr Guantanamo VIÐ KOMUNA Mikil öryggisgæsla var við komu fjögurra fanga í Guantanamo-fangelsinu til Frakklands. m yn d/ AP m yn d/ AP m yn d/ AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.