Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 32
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jakob Jónsson bóndi, Varmalæk verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 3. ágúst klukkan 14:00. Jarðsett verður í Bæjarkirkjugarði. Jarþrúður Jónsdóttir, Birna Jakobsdóttir, Halldór Bjarnason, Jón Jakobsson, Kristín Guðbrandsdóttir, Helga Jakobsdóttir, Hallgeir Pálmason, Sigurður Jakobsson, Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir, Magnea K. Jakobsdóttir, Ragnar Andrésson, barnabörn og barnabarnabörn. Lárus Jónsson sem hefur leikið með körfuknattleiksliðinu Hamri í Hveragerði hin síðustu ár er mögulega á leiðinni í at- vinnumennsku til þýska úrvals- deildarliðsins Karlsruhe. Hann bíður aðeins eftir svari frá þýska liðinu sem mun berast í vikulokin. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þeirra framfara sem Lárus hefur sýnt á ferli sínum auk þess sem drengurinn er ekki nema rétt meðalmaður á hæð í íþrótt þar sem hæðin er talin skipta mestu máli. Þegar Lárus byrjaði í úrvals- deildinni var hann ekki hátt skrifaður leikmaður, spilaði lítið og skoraði eftir því. „Fyrstu árin mín í deildinni gátu menn bara bakkað frá mér því ég var ekki að fara að gera neitt með bolt- ann,“ segir Lárus. Eftir þrotlaus- ar æfingar hin síðustu ár er svo komið að Lárus skorar fjórtán stig að meðaltali í leik í úrvals- deildinni og er farinn að spila í íslenska landsliðinu. „Á veturna, meðan aðrir æfa einu sinni á dag reyni ég að æfa tvisvar sinnum á dag,“ segir Lárus og bætir við að hann lesi einnig bækur um körfubolta og líkamsæfingar til að bæta sig sem leikmann. Lárus byrjaði ekki að æfa fyrr en hann var sextán ára. Hann telur að það geti skýrt þann gríðarlega áhuga sem hann hefur enn á íþróttinni. „Meðan aðrir sem byrjuðu fyrr eru orðnir hund- leiðir á þessu þá finnst mér þetta ennþá frábært því ég er ekki bú- inn að spila það lengi þrátt fyrir að vera orðinn hundgamall,“ segir Lalli eins og vinir hans og kunningjar kalla hann. „Ég verð kannski minnsti ís- lenski körfuboltaleikmaðurinn til að komast út í atvinnu- mennsku,“ segir Lárus sem er 1.80 cm á hæð. Hraði verður samt alltaf mikilvægari en hæð að mínu mati,“ segir Lárus sem stundar nám við Íþróttakennara- skólann á Laugarvatni. Þrátt fyrir velgengnina segist leik- maðurinn, sem aldrei hefur ver- ið með samning hjá íslensku úr- valsdeildarliði, ekki nenna að vera of bjartsýnn á að komast út. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig ef þetta gengur upp. Annars fer ég bara eitthvað annað,“ seg- ir Lárus glaðbeittur að lokum. ■ 20 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR BENITO MUSSOLINI Ítalski fasistaleiðtoginn fæddist á þessum degi árið 1883. ANDLÁT Bergljót Finn-Smith lést sunnudaginn 25. júlí. Hreiðar Sigurjónsson, fyrrv. bifreiða- stjóri, Baughóli 27, Húsavík, lést sunnu- daginn 18. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Unnur Sigursteinsdóttir, Þorfinnsgötu 12, Reykjavík, lést miðvikudaginn 21. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. JARÐARFARIR 10.30 Pálmi Kristjánsson, Birkilaut v/ Vatnsenda, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. 13.30 Árný Ólína Sigurjónsdóttir verð- ur jarðsungin frá Selfosskirkju. 13.30 Eiríkur Örn Stefánsson verður jarðsunginn frá Seljakirkju. 14.00 Hulda Þórarinsdóttir, Hafrafells- tungu, verður jarðsungin frá Nes- kirkju, Aðaldal. 14.00 Sigrún E. Óladóttir, Njarðvíkur- braut 32, Innri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkur- kirkju. 15.00 Guðbjörg Signý Richter, Gljúfra- seli 9, Reykjavík, verður jarðsung- in frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Amerísku geimferðarstofnuninni NASA var komið á fót á þessum degi árið 1958. Í október árið 1957 komu Sovétmenn heimsbyggðinni á óvart með því að skjóta á loft fyrsta gervitungli sögunnar, Spútnik. Þetta þótti mikil hneisa fyrir Bandaríkjmenn sem stærðu sig af því að standa Sovétmönnum framar á sporði á tæknisviðinu. Sovétmenn gátu notað Spútnik sem hugmyndafræðilegt vopn í Kalda stríðinu til að ná til þriðja heims ríkja sem skorti vísinda- lega aðstoð. Spútnik gat því auð- veldað Sovétmönnum að verða sér úti um bandamenn. Bandaríkjamenn skutu sjálfir á loft gervitungli í desember 1957 sem sprakk í loft upp stuttu eftir flugtak. Þó náður þeir að koma næsta gervitungli á loft mánuði síðar. Þrátt fyrir það þótti sýnt að gera þyrfti eitthvað róttækt til að ná tæknilegu forskoti á Sovét- menn og fylgdi stofnun NASA í kjölfarið. Allan næsta áratug höfðu Bandaríkin forskot í geimferðar- kapphlaupinu. Árið 1961 tilkynnti John F. Kennedy að Bandaríkin myndu koma manni á tunglið fyrir lok áratugarins. Átta árum og milljörðum dollara síðar steig Neil Armstrong fyrstur manna á tunglið. Geimferðarkapphlaupið var á enda. ■ ÞETTA GERÐIST STRAUMHVÖRF Í KALDA STRÍÐINU 29. júlí 1958 „Sannleikurinn er sá að menn eru orðnir þreyttir á frelsinu.“ Benito Mussolini fangar inntak fasismans með þessum fleygu orðum. NASA stofnsett KNÁR Lárus Jónsson er 26 ára körfubolta- maður. Hann hefur tekið miklum framför- um á ferli sínum. Körfuboltasnillingur á leið út TÍMAMÓT: Á LEIÐINNI Í ÞÝSKU ÚRVALSDEILDINA Karlmenn segja nei við nauðg- unum er átak sem karlahópur Femínistafélagsins stendur fyrir nú um verlsunarmannahelgi, líkt og fyrir verslunarmannahelgina í fyrra. Hjálmar Sigmarsson, meðlimur í karlahópnum er einn skipuleggjenda og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. „Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðgan- ir. Við viljum fá menn til að taka þátt í um- ræðunni, sýna samstöðu og samábyrgð í verki. Innlegg karl- manna hingað til hefur einkennst af áhugaleysi og óþarfa gríni. Það er mikilvægt að varpa ljósi á hvað nauðganir í raun eru, þær eru glæpur og það eru engin grá svæði. Við viljum að karlmenn komi af stað um- ræðum í sínum vinahópum svo hugsunarhættir fari að breytast.“ Hjálmar segir átakið um helgina viðeigandi því tíðni nauðgana virðist hærri þegar áfengi er annarsvegar en af því er nóg um verslunarmanna- helgar. „Þó er of- beldi ekki árs- tíðarbundið og það er nauðsyn- legt að berjast gegn því allan ársins hring. Karlahópurinn minnir á að verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og við hvetjum karl- menn til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hana skemmtilega fyrir alla. Þess vegna höfum við hafið sölu á stuttermabolum með lógóinu okkar, NEI, og frisbídiskum fólki til skemmtunar. Við höfum einnig fengið stuðning frá helstu poppstjörnum landsins og af- hent þeim frisbídiska til að dreifa á útihátíðum um helgina.“ Á föstudag, þegar fólk streymir á útihátíðir, verður karlahópurinn sýnilegur á Um- ferðarmiðstöðinni, Reykjavíkur- flugvelli og á Þorlákshöfn þar sem bolir og frísbídiskar fást gegn vægu gjaldi. „Þar munum við einnig spjalla við unga menn, vekja athygli á átakinu, dreifa bæklingum, barmmerkjum og selja boli og frisbí.“ ■ ÁTAK: KARLMENN SEGJA NEI VIÐ NAUÐGUNUM Ofbeldi er ekki árstíðarbundið Elskulegur faðir okkar og bróðir, Tómas Már Ísleifsson stýrimaður, Vitastíg 20, Reykjavík, sem lést að morgni laugardagsins 24. júlí, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 30. júlí kl. 13:30. Sigríður Dröfn Tómasdóttir Sunneva Tómasdóttir Vilborg Auður Ísleifsdóttir MERKISATBURÐIR 29. JÚLÍ 1588 Englendingar bera sigurorð af Flotanum ósigrandi frá Spáni í bardaganum við Gravelines. 1890 Hollenski listamaðurinn Vincent van Gogh deyr eftir að hafa skotið sig í höfuðið í Auvers, Frakklandi. 1900 Ítalsk-bandaríski anarkistinn Gaetano Breschi skýtur Umberto I, konung Ítalíu, til bana. 1945 Japönsk herskip sökkva ameríska skipinu Indianapolis. 883 láta lífið í mesta mannfalli í sögu banda- ríska flotans 1965 Bítlamyndin „Help!“ frumsýnd í London. 1966 Bob Dylan lendir í mótorhjólaslysi nálægt Woodstock, New York. 1968 Páll VI páfi heldur í ákvæði kirkj- unnar gegn getnaðarvörnum. 1981 Karl Bretaprins giftist lafði Díönu. HJÁLMAR SIGMARSSON Einn þeirra sem segir nei.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.