Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 34
HANDBOLTI Einn leikreyndasti leik- maður íslenska landsliðsins í handknattleik, Patrekur Jóhann- esson, dró sig úr landsliðshópnum í gær vegna meiðsla. „Ég verð ekki með á ÓL. Putt- inn er ekki orðinn nógu góður og því er lítið við þessu að gera,“ sagði Patrekur við Fréttablaðið í gær en hann sleit liðband í þumli í upphafi sumars og þau meiðsli eru ekki orðinn nógu góð. „Það er ekkert vit í því að fara út án þess að vera í toppformi og ekki sanngjarnt gagnvart hinum sem eru í toppstandi. Auðvitað er þetta svekkjandi en svona er þetta bara stundum í þessum bransa,“ sagði Patrekur, sem býr sig undir nýtt tímabil með Minden. ■ 22 29. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Við mælum með... ... að Þróttarar fari að gefa Ásgeiri Elíassyni, þjálfara 1. deildarliðs félagsins, frí. Þróttarar, sem eru með einn besta hóp deildarinnar og nánast sama lið og í fyrra þegar þeir voru í úrvalsdeildinni, hafa verið skelfilega slakir í sumar. Ásgeir virðist gjörsamlega vera kominn að fótum fram með liðið og ætti sennilega að sjá sóma sinn í að hætta áður en verr fer.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 31 1 Fimmtudagur JÚLÍ Við hrósum... ... Jóhannesi Karl Guðjónssyni fyrir að missa ekki sjálfstraustið þrátt fyrir að það gangi illa hjá honum að finna sér lið. Jóhannes Karl neitaði að fara til reynslu hjá Leeds og sagðist ekki hafa tíma til að standa í því að vera til reynslu í viku hjá félaginu. Jóhannes Karl hefur enda gert frábæra hluti undanfarin ár og ætti ekki vera skortur á félögum sem vilja gjarnan njóta þjónustu þessa hógværa og auðmjúka leikmanns. ■ ■ LEIKIR 13.30 England og Noregur leika á KA-velli um 7. sætið í Norður- landamóti U-21 árs landsliða kvenna í fótbolta. 13.30 Ísland og Þýskaland leika á Þórsvelli um 5. sætið í Norður- landamóti U-21 árs landsliða kvenna í fótbolta. 13.30 Danmörk og Finnland leika á Akureyrarvelli um 3. sætið í Norðurlandamóti U-21 árs lands- liða kvenna í fótbolta. 16.30 Svíþjóð og Bandaríkin leika á Akureyrarvelli um 1. sætið í Norðurlandamóti U-21 árs lands- liða kvenna í fótbolta. 19.15 FH og Haverfordwest mætast í Kaplakrika í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í fótbolta. 19.00 Stjarnan og Völsungur mætast á Stjörnuvelli í 1. deild karla í fótbolta. 20.00 Valur og Haukar mætast á Hlíðarenda í 1. deild karla í fót- bolta. ■ ■ SJÓNVARP 16.45 Heimsmeistaramótið í 9 Ball á Skjá einum. 17.40 Champions World 2004 á Sýn. Sýnt frá leik Manchester United og Celtic í Champions World-mótinu í fótbolta sem fram fór í gærkvöld. 20.05 European PGA Tour 2003 á Sýn. Sýnt frá Opna írska Nissan- mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi sem fram fór í fyrra. 21.00 Landsmótið í golfi 2004 á Sýn. 22.00 Kraftasport á Sýn. Sýnt frá keppninni um Suðurlandströllið sem fram fór á Selfossi og í Hveragerði á dögunum. 23.20 Inside The US PGA Tour 2004 á Sýn. 23.50 Champions World 2004 á Sýn. Bein útsending frá leik Chelsea og Roma í Champions World mótinu í fótbolta. Evrópukeppni félagsliða UEFA-CUP 2004 FH og Haverfordwest Country AFC fimmtudaginn 29. júlí kl 19:15 á Kaplakrikavelli Takmarkaður miðafjöldi Forsala miða í Kapplakrika LANDSBANKADEILD KARLA 1–0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 30. 2–0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 34. 3–0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 48. 4–0 Bjjarnólfur Lárusson 90. DÓMARINN Egill Már Markússon góður BESTUR Á VELLINUM Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–15 (10–8) Horn 1–9 Aukaspyrnur fengnar 16–16 Rangstöður 1–1 MJÖG GÓÐIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Bjarnólfur Lárusson ÍBV GÓÐIR Matt Garner ÍBV Andri Ólafsson ÍBV Ian Jeffs ÍBV Birkir Kristinsson ÍBV Dean Martin KA Pálmi Rafn Pálmason KA 4-0 ÍBV KA LEIKIR GÆRDAGSINS [ STAÐAN ] FH 12 6 5 1 18–11 23 ÍBV 12 6 3 3 22–12 21 Fylkir 12 5 5 2 16–10 20 KR 12 4 5 3 16–14 17 ÍA 12 4 5 3 13–14 17 Keflavík 12 4 3 5 12–17 15 Víkingur 12 4 2 6 12–14 14 Grindavík 12 2 6 4 11–17 12 KA 12 3 2 7 10–19 11 Fram 12 2 4 6 14–16 10 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 11 Grétar Hjartarson, Grindavík 6 Ríkharður Daðason, Fram 6 Arnar Gunnlaugsson, KR 5 Atli Viðar Björnsson, FH 4 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 4 Sævar Þór Gíslason, Fylki 4 Björgólfur Takefusa, Fylki 4 Vandræðin halda áfram hjá handboltalandsliðinu: Patrekur ekki á ÓL vegna meiðsla PATREKUR JÓHANNESSON Spilar ekki á ÓL vegna meiðsla. Er hægt að stöðva Gunnar Heiðar? Þessi snjalli framherji skoraði þrjú mörk Eyjamanna í 4–0 sigri á KA, fimm mörk í síðustu tveimur leikjum og 11 mörk alls í sumar. FÓTBOLTI Eyjamenn skutust í gær í annað sæti Landsbankadeildar- innar í knattspyrnu með öruggum sigri á KA-mönnum, 4-0. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð og ljóst að þeir ætla sér að vera með í topp- baráttunni af fullum krafti. Markahrókurinn Gunnar Heið- ar Þorvaldsson skoraði þrennu fyrir ÍBV og hefur hann skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum og ellefu mörk alls, fimm mörkum meira en næstu leik- menn, Grindvíkingurinn Grétar Hjartarson og Framarinn Rík- harður Daðason. Það verður að segjast eins og er það er ekki sama flugið á KA-mönn- um þessa dagana. Þeir hafa nú tapað þremur leikjum í röð og eru í næstneðsta sæti deildar- innar. Miðað við spilamennsk- una og lánleysi liðsins virðist fátt benda til annars en að liðið verði í vandræðum það sem eftir lifir móts og að hatrömm fallbar- átta bíði Þorvaldar Örlygssonar og lærisveina hans. Gunnar Heiðar kom Eyjaliðinu yfir á 30. mínútu þegar hann fékk fallega sendingu inn fyrir vörnina frá Einari Þóri Daníelssyni, lék á Sandor Matus, markvörð KA- manna, og skoraði af öryggi í tómt markið. Hann var síðan aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann bætti við öðru marki og hafi KA-menn haft einhverja von um að fá eitthvað út úr þessum leik þá slökkti Gunnar Heiðar þann vonarneista strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks með sínu þriðja marki. Bjarnólfur Lárusson gull- tryggði síðan glæsilegan sigur Eyjamanna með fjórða markinu þegar komið var fram yfir venju- legan leiktíma með skoti beint úr aukaspyrnu. Það hafði reyndar viðkomu í varamanninum Bjarna Geir Viðarssyni en breytti ekki stefnu boltans og því er markið skráð á Bjarnólf. Staðan er góð hjá Eyjamönnum þessa stundina. Liðið spilar skemmtilegan fótbolta og með Gunnar Heiðar Þorvaldsson í toppformi virðast þeim allir vegir vera færir. Spurningin sem menn hljóta að spyrja sig að er hvort hægt sé að stöð- va Gunnar Heiðar í þeim ham sem hann er í? „Ég vil nú ekki ganga svo langt að segja að við höf- u m klárað le ik - inn í fyrri hálfleik á móti vindinum en ég vissi það þegar ég talaði við mína menn í leikhléinu að við vor- um í vænlegri stöðu. Við erum með mjög öfluga vörn svo mér leið vel,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, sem náð hefur frá- bærum árangri með liðið í sumar sem nú hefur virkilega blandað sér í baráttuna um meistaratitil- inn. „Við tökum bara einn leik fyrir í einu og vil ekki fara að tala um neina titla en tel hins vegar að við séum komnir úr fallabaráttunni,“ sagði Magnús og brosti en gleði framundan í Herjólfsdal í Eyjum þar sem stórsigur ÍBV verður án efa mikið ræddur. Þorvaldur Örlygsson var svekktur eftir leikinn og sagði sitt lið hafa gefið ÍBV öll fjögur mörk- in. „Við gáfum þeim mörk með slakri varnarvinnu. Þeir voru ekki að skapa sér neitt og ég tel að við höfum leikið betur en þeir í seinni hálfleik. Við létum boltann rúlla og til dæmis fengu þeir ekkert horn í seinni hálfleik,“ sagði Þorvaldur og bætti við að það hefði verið erfitt að spila fótbolta í rokinu í Eyjum. „Þetta var brandari. Það er spurning hvort það sé hægt að rukka fólk inn á svona leiki spyr ég. Ef menn eru að kvarta yfir því að boltinn sé ekki nægi- lega góður í sumar og bjóða svo upp á svona þá er eitthvað að.“ 61 stigs sigur gegn Andorra Íslenska kvennalandsliðið í körfuknatt- leik bar sigurorð af Andorra, 96-35, í leik liðanna í Promotion Cup sem fram fer í Andorra. Þetta var annar sigur liðs- ins í jafnmörgum leikjum og sá þriðji í jafnmörgum leikjum gegn Andorra. Erla Þorsteinsdóttir, fyrirliði liðsins, lék ekki með liðinu vegna meiðsla sem hún varð fyrir í fyrsta leik liðsins gegn Skotum. Birna Valgarðsdóttir lék sinn 50. landsleik í gær- kvöld og hún hélt upp á það með stórleik. Birna var stiga- hæst í íslenska liðinu með 27 stig en hún stal einnig fimm boltum og hitti úr 9 af 11 skotum sínum leiknum. Íslenska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddi með 22 stigum, 29-7, eftir fyrsta leikhluta. Íslenska liðið slak- aði á í öðrum leikhluta og náði aðeins að auka muninn um fjögur stig, 49-23, áður en flautað var til leikhlés. Í þriðja leikhluta setti íslenska liðið hins vegar aftur í gírinn og jók forystuna í, 76-31, fyrir lokaleikhlutann. Þar brustu allar flóðgáttir og að lokum stóð íslenska lið- ið uppi með 61 stigs sigur, 96-35, þar sem Andorra-stúlkur skoruðu aðeins fjögur stig í síðasta leikhluta. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu eins og áður sagði en Alda Leif Jónsdóttir átti einnig skínandi góðan leik. Hún skoraði 18 stig, stal fimm boltum og varði þrjú skot. Hildur Sigurðardóttir skoraði 12 stig, Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Anna María Sveinsdóttir skoraði níu stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fimm fráköst og Erla Reynisdóttir skoraði sjö stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Íslenska liðið leikur gegn Aserbaídsjan í dag og hefst leikurinn kl. 18.30. GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON Þessi frábæri framherji er óstöðvandi og fengu KA-menn að kynnast því í gær. Hann skoraði þrjú mörk í leiknum og hefur nú skorað ellefu mörk í deildinni, fimm mörkum meira en næstu menn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.