Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 25
Íris Eggertsdóttir, hönnuður, kann afskaplega vel við sig í borðstofunni sinni. „Uppáhalds- staðurinn minn á heimilinu mínu er borðstofan okkar sem er eld- hús líka og í raun hefur okkur tekist að gera nokkurskonar al- rými úr henni. Hér sitjum við og lesum, borðum, spjöllum og skemmtum gestum og gerum allt sem við þurfum að gera. Ég er myndlistarmaður og hönnuð- ur með og þarna sit ég og fletti blöðum og skoða í tölvuna, spjal- la við fólk og vinn hugmynda- vinnuna. Svo er framkvæmdin í næsta herbergi. Ég hanna boli, armbönd, pils, skyrtur og ýmis- legt annað en er samt fyrst og fremst myndlistarmaður. Mér finnst hugmyndavinnan samt alltaf skemmtilegust. Ég er að vinna að sýningu núna sem verð- ur sett upp bráðlega og hef tvö af verkunum mínum beint fyrir framan mig þar sem ég sit hérna í horninu mínu.“ En hvað er það besta við borð- stofuhornið? „Það sem ég er ánægðust með er að ég sé beint út um gluggann út á sjó. Mér finnst hafið svo stórkostlegt og útsýnið hjálpar mér að tæma hugann svo ég geti opnað fyrir sköpunargáfuna. Ég læt hafið hreinsa til í höfðinu á mér og búa til pláss handa nýjum hugmynd- um. Ég vinn mikið í textíl og endurvinn gömul efni og þar sem ég sé líka út á Hverfisgötu úr horninu mínu er það kannski hún sem kallar fram í mér áhug- ann á þeim. Hverfisgatan er svo skemmtilega retró,“ segir Íris og er hæstánægð með gluggann sinn. ■ 7FIMMTUDAGUR 29. júlí 2004 Sparisjóðurinn er í sumarskapi og býður þér að taka þátt í léttum leik Eina sem þú þarft að gera er að fara á vefsíðu okkar www.spar.is eða koma við á næsta þjónustustað og fylla út svarseðil og þú gætir unnið ferð til sólarlanda fyrir tvo – þér að kostnaðarlausu. Viltu vinna ferð til sólarlanda? ...og það fyrir tvo! Vertu með í sumar! Ánægðustu viðskiptavinirnir Íris Eggertsdóttir hönnuður: Stelpan sem starir á hafið Íris Eggertsdóttir, myndlistarmaður og hönnuður, horfir út á hafið til að tæma hugann. Griðarstaður flestra Rúmið er eitthvað sem við fæst komumst af án og því er mikilvægt að halda því hreinu og fínu. Snúðu sæng- inni þinni við á hverjum morgni og búðu aftur um rúmið þegar þú kemur heim á kvöldin. Þvoðu sængurföt einu sinni í viku á háum hita og skiptu um kodda að minnsta kosti á sex mánaða fresti. Viðraðu dýnuna þína einu sinni í mánuði og ryksugaðu hana vel. Þannig er rúmið þitt alltaf í góðu lagi og svefninn verður betri. ■ Að hreinsa silfur Það getur verið þrautin þyngri að hreinsa silfur sem mikið er fallið á. Hér kemur húsráð sem hefur reynst mörg- um ágætlega í að flikka upp á silfur- gripi sem muna sinn fífil fegurri. Setjið um 10 cm lengju af álfilmu í plastfötu og hellið yfir tveimur lítrum af soðnu vatni (köldu vatni, ekki hitaveituvatni). Hellið því næst einum bolla af bökunarsóda í vatnið (ef sódinn er ný- legur ætti hann að verða dálítið froðu- kenndur á yfirborðinu). Dýfið silfrinu ofan í blönduna og látið sitja þar í 30 mínútur. Að þeim tíma liðnum er það tekið upp úr, skolað og strokið yfir það með hreinum klút. ■ [ GÓÐ RÁÐ ] FULLKOMIN BAÐHERBERGIS- LÝSING * Njóttu dagsljóssins til hins ýtrasta. Taktu niður gluggatjöld og annað sem skyggir á dags- birtuna. Ef þér finnst eins og einhver geti séð inn til þín þá getur þú sett filmu í gluggann. * Ef þú ert bara með eitt ljós á baðherberginu þá er alls ekki óvitlaust að setja dimmara á það. * Settu fullt af litlum ljósum með lágan straum í loftið. Þannig baðar ljósið veggina. * Settu fullt af ljósaperum í kring- um spegilinn á baðherberginu. Þær gefa jafna birtu alla hring- inn. * Hafðu mismunandi rofa fyrir hvert ljós svo auðvelt sé að breyta stemningunni. En slökktu samt á öllum ljósum þegar þú ferð í bað og kveiktu á kertum í staðinn. * Reyndu að hafa lýsingu sem þægilegasta fyrst á morgnana þannig að þú farir ekki pirruð/aður í vinnuna. Síðan er gott að hafa sterka lýsingu þegar þarf að plokka óæskileg hár og mála sig fyrir kvöld í bænum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.