Fréttablaðið - 31.07.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000
LAUGARDAGUR
STUÐ Í LAUGARDALNUM Stuð-
menn og blúsrokkarinn Long John Baldry
verða með tónleika í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum í Laugardal í kvöld. Af því
tilefni verður frítt í öll tæki garðsins.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
AÐGERÐALÍTIÐ VEÐUR Skúrir
sunnan til. Bjart með köflum fyrir norðan.
Hiti 10-18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Sjá síðu 6
31. júlí 2004 – 207. tölublað – 4. árgangur
MESTI HAGN-
AÐUR ÁRS-
INS Fjárfesting-
arfélagið Burðar-
ás, móðurfélag
Eimskipafélags-
ins, hagnaðist um
tæpa sjö millj-
arða á fyrri helm-
ingi ársins sem er
meiri hagnaður
en nokkurt fyrirtæki hefur skilað á fyrri
helmingi þessa árs. Sjá síðu 4
FLJÚGA Í LÍBÍU Flugfélag Íslands hefur
tekið að sér leiguflug í Líbíu. Fokker 50 vél
félagsins heldur þangað í mánuðinum
ásamt átján manns til að sinna nýja verk-
efninu. Sjá síðu 2
STRANDSIGLINGUM LÝKUR Eim-
skip hefur ákveðið að hætta strandsigling-
um fyrir árslok. Varningurinn verður fluttur
með landflutningum í staðinn. Stór vöru-
flutningabíll slítur vegunum jafn mikið og
40.000 fólksbílar, segir ritstjóri blaðs Félags
íslenskra bifreiðaeigenda. Sjá síðu 4
LEIT HÆTT Leit að tuttugu ferðamönn-
um, sem hófst upp úr hádegi á fimmtudag
eftir að neyðarkall kom í gegnum samtal á
rás Ferðafélags Íslands, var hætt í gær-
kvöld. Ekkert hafði komið fram sem skýrði
neyðarkallið. Sjá síðu 2
Kvikmyndir 34
Tónlist 33
Leikhús 33
Myndlist 33
Íþróttir 30
Sjónvarp 36
Langflestir þeirra sem leggja land undir fót
um helgina fara á skipulagðar útihátíðir.
Þannig hefur það lengi verið. Sumar hátíðir
lifa góðu lífi í minningunni en aðrar eru
gleymdar.
Ferðin hans Maríusar:
SÍÐA 20 & 21
▲
Verslunarmannahelgar fyrri ára:
SÍÐUR 24 & 25
▲
Maríus Sverrisson varð stjarna í Þýskalandi eftir
leik sinn í söngleiknum Titanic. Nú er hann snú-
inn aftur eftir tíu ára útiveru og vinnur að ýmsum
verkefnum.
SKATTKÓNGUR „Þetta var ansi bólg-
inn dagur,“ sagði Björgólfur Guð-
mundsson, stjórnarformaður
Landsbankans og skatthæsti ein-
staklingur Íslandssögunnar, sam-
kvæmt álagningarseðlum skatt-
stjóraembættanna sem birtir voru
í gær. Björgólfur greiðir 295 millj-
ónir í opinber gjöld, sem að mestu
er fjármagnstekjuskattur vegna
sölu og kaupa á eignarhlutum í fyr-
irtækjum sem eru skráð erlendis.
Það samsvarar 800 þúsund
krónum á dag að meðaltali hvern
dag ársins.
„Ég er sáttur við þetta. Það er
ekkert verið að taka meira af mér
en öðrum. Þetta er auðvitað bara
ákveðin prósenta af tekjum og
gilda sömu lög um mig og aðra, ég
er búinn að hafa miklar tekjur,“
sagði Björgólfur.
„Hið gleðilega við þetta er þó
það að peningarnir koma erlendis
frá. Ég hef starfað erlendis í við-
skiptum og hef tekið þaðan hagnað.
Ég valdi að greiða fjármagnstekju-
skattinn hingað heim. Það fer von-
andi að verða meira um það að Ís-
lendingar með erlendar tekjur
greiði skatta sína hingað til samfé-
lagsins,“ segir hann.
Björgólfur segir að það sé hlut-
verk sitt að styrkja það ágæta
samfélag sem við búum í og stuðla
að uppbyggingu. Áhugi hans bein-
ist að því að koma að rekstri fyrir-
tækja hér á landi og skapa eftir-
sóknarverð störf fyrir ungt fólk.
Spurður hvernig það væri að
horfa nokkur ár til baka til þess
tíma sem gæfan var honum ekki
jafn hliðholl segir Björgólfur að það
sýni einfaldlega hve möguleikarnir
séu miklir í lífinu ef menn gefast
ekki upp og sjá alltaf nýjan dag.
„Ef einar dyr lokast, opnast
nýjar. Ég er þakklátur fyrir að það
skuli ganga vel hjá mér. Mér
finnst ég heppinn að hafa fengið
að vinna með því góða fólki sem
ég hef unnið með síðustu tíu árin.“
sda@frettabladid.is
Sjá nánar á síðu 6.
VERSLUNARMANNAHELGIN Leið
margra hefur legið norður á land
þar sem fjölmargar hátíðir eru
haldnar nú um Verslunarmanna-
helgina. Um átta þúsund manns
eru saman komir á Unglinga-
landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki
að sögn lögreglu sem segir að vel
hafi gengið og að mótsgestir séu
til fyrirmyndar.
Hátt á fjórða þúsund gesta var
saman kominn til Siglufjarðar á
sjöunda tímanum í gær. Lögregl-
an segir að fram að þessu hafi
allt farið vel fram og hegðun
gesta til fyrirmyndar, enda mun
þorri þeirra vera fjölskyldufólk.
Á hátíðinni Einni með öllu á
Akureyri hafa gestir verið
prúðir og spakir. Lögreglan hafði
þó afskipti af einstaka mönnum,
Umferð helgarinnar hófst á
fimmtudag segir lögreglan í
Borgarnesi. Hún segir hana hafa
verið litlu minni þá en í gær. Um-
ferðin hafi verið það mikil að
menn hafi ekki náð að spretta úr
spori og hraði innan hámarka. Þó
nokkrar bílveltur urðu á þjóð-
vegum landsins í gær en engin
alvarleg slys urðu á fólki.
Í Vestmannaeyjum fengust
engar tölur um mannfjölda
nefndar en flug hófst eftir sólar-
hrings stopp um þrjúleytið í gær.
Á Austurlandi kvartaði
lögreglan undan miklum
hraðakstri í umdæminu. Margir
væru saman komnir á Neista-
flugi í Neskaupstað og Vopna-
skaki á Vopnafirði.
Sjá síðu 8
Þúsundir manna á faraldsfæti um Verslunarmannahelgina:
Fjölmenni á leið norður
Sameinuðu þjóðirnar:
Aðgerðum
hótað
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna sam-
þykkti í gær ályktun þar sem hót-
að er að grípa til aðgerða gagn-
vart súdönskum stjórnvöldum ef
sveitir arabískra vígamanna verði
ekki afvopnaðar. Vígamennirnir
eru sakaðir um dráp þúsunda
blökkumanna í Darfur-héraði í
vesturhluta landsins.
Ekki er kveðið á um refsiað-
gerðir í ályktun Sameinuðu þjóð-
anna, það fékkst ekki samþykkt.
Ályktunin felur þó í sér hótun um
afleiðingar, bæði á efnahag og
samskipti Súdans við önnur ríki,
ef ekki verður orðið við kröfum
Sameinuðu þjóðanna. ■
● ferðir ● tilboð
Breytir jeppum
fyrir Norðmenn
Reynir Jónsson:
● fh mætir skoska liðinu dunfermline
ÍA mætir
Hammarby
Dregið í UEFA-bikarnum:
▲
SÍÐA 31
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
MIÐI Á 99KR?VINNINGAR ERU:
MIÐAR Á MYNDINA · BOLIR
VHS OG DVD MYNDIR
FULLT AF GRETTIR VARNINGI · HÚFUR
MARGT FLEIRA
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
SMS-LEIKUR!
MJÁUMST Í BÍÓ! SENDU SMS SKEYTIÐ BT FBG Á NÚMERIÐ
1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ.
11. HVER VINNUR
FLÓTTAMENN
Um milljón blökkumanna hefur þurft að
yfirgefa heimili sín vegna átaka við arab-
íska vígamenn í Darfur-héraði í Súdan.
Ég er sáttur
Björgólfur Guðmundsson er skatthæsti maður Íslandssögunnar. Hann
er sáttur við skattinn og segir það hlutverk sitt að styrkja íslenskt
samfélag og stuðla að uppbyggingu.
BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON:
„Hið gleðilega við þetta er þó það að
peningarnir koma erlendis frá. Ég hef
starfað erlendis í viðskiptum og hef
tekið þaðan hagnað. Ég valdi að greiða
fjármagnstekjuskattinn hingað heim.“