Fréttablaðið - 31.07.2004, Page 6

Fréttablaðið - 31.07.2004, Page 6
6 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR Pétur H. Blöndal um vörugjöld: Lítur á þau sem þjónustugjöld STJÓRNMÁL Pétur H. Blöndal, alþingis- maður Sjálfstæðisflokks og formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að gera verði greinar- mun á þjónustugjöldum og sköttum þegar lagt er mat á réttmæti hækk- unar gjaldskrár Reykjavíkurhafnar. Gjöld á innflutta vöru í Reykjavíkur- höfn hafa hækkað mjög eftir að hafnir fengu sjálfstæðan rétt til þess að ákvarða þau. Meðal annars hefur vörugjald á bensín hækkað um 23 prósent og segja forsvarsmenn olíufélaganna að sú hækkun fari beint út í verðlag. Að sögn Péturs liggur munurinn á skattheimtu og þjónustugjöldum í því að þegar um þjónustugjöld sé að ræða sé verið að standa straum af tilteknum kostnaði og að þjón- ustugjöld megi ekki skila stofnun- um afgangi. Skatta megi hins vegar ekki leggja á nema með lögum. Hann bendir á að hafnir hafi þurft að taka á sig töluverðan kostnaðarauka vegna öryggis- krafna í kjölfar hryðjuverka- árásanna á turnana tvo í New York í september árið 2001. Pétur segist hafa litið svo á að gjöld hafnanna séu þjónustugjöld. ■ SKATTUR Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbank- ans, er skatthæsti einstaklingur sögunnar. Samkvæmt upplýsing- um frá Skattstjóranum í Reykja- vík greiðir Björgólfur 295 millj- ónir króna í opinber gjöld. Hann greiðir því um 800 þúsund krónur í skatt á degi hverjum. Í umdæmi Skattstjórans í Reykjavík koma næstir á eftir Björgólfi, Bogi Óskar Pálsson, fyrrum forstjóri Toyota-umboðs- ins, með rúma 81 milljón og Jón Ásgeir Jóhannesson með tæpar 79 milljónir í gjöld. Skatthæsti einstaklingurinn á Reykjanesi er Árný Enoksdóttir, ekkja Guðmundar Þorsteinssonar, útgerðarmanns í Hópi í Grinda- vík, með rúmar 102 milljónir og greiðir hún því næsthæstu opin- beru gjöldin á landinu. Fast á hæla hennar eru bræð- urnir Einar Sveinsson með um 100 milljónir og Benedikt Sveinsson með tæpar 98 milljónir, báðir í Garðabæ. Skattahæstur Vestmannaey- inga er Gunnar Jónsson með um 42 milljónir. Hæstu gjöld á Austurlandi greiða bræðurnir Örn Þór og Ágúst Hilmar Þorbjörnssynir í Höfn í Hornafirði en greiða þeir um og yfir 30 milljónir hvor. Guðmundur A. Birgisson er skattkóngur Suðurlands með rúmar 16 milljónir en Gunnar A. Jóhannsson í Árbæ og Guðmund- ur Jónsson á Selfossi greiða báðir rúmar 15 milljónir. Skatthæstir á Norðurlandi eystra eru bræðurninr Birgir og Vilhelm Ágústssynir frá Akureyri með tæpar 15 milljónir hvor. Skattkóngur Vesturlands er Páll Valdimar Stefánsson frá Munaðarhóli í Snæfellsbæ. Hann greiðir rúmar 33 milljónir. Leifur Halldórsson frá Patreksfirði greiðir hæstu gjöld á Vestfjörðum, eða rúmar níu millj- ónir en annar Patreksfirðingur, Jón Björgvin G. Jónsson, fylgir fast á eftir með níu milljónir. Gísli Ólafsson, læknir á Blöndu- ósi, er skatthæstur á Norðurlandi vestra með sjö og hálfa milljón. sda@frettabladid.is Bobby Fischer: Fær fram- lengingu TÓKÝÓ, AP Bandaríski skákmaður- inn Bobby Fischer hefur fengið framlengingu til þess að áfrýja framsali til Bandaríkjanna. Fischer hefur verið eftirlýstur af bandarískum stjórnvöldum síðan árið 1992 þegar hann rauf sam- skiptabann við Júgóslavíu með því að tefla skák við Boris Spassky. Fischer hafði verið gefinn tíminn til miðnættis í gærkvöldi til þess að berjast gegn úrskurði um framsal til Bandaríkjanna en hann framvísaði ógildu vegabréfi við brottför frá Japan fyrr í þessum mánuði. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,6 -0,33% Sterlingspund 129,94 -0,38% Dönsk króna 11,61 -0,16% Evra 86,3 -0,20% Gengisvísitala krónu 121,11 -0,11% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 273 Velta 2.936 milljónir ICEX-15 3.085 -0,39% Mestu viðskiptin Burðarás hf. 1.203.700 Landsbanki Íslands 808.760 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 494.050 Mesta hækkun Fiskmarkaður Íslands 11,36% Burðarás hf. 10,09% Sæplast hf. 9,09% Mesta lækkun Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans -4,72% Íslandsbanki hf. -1,60% Austurbakki hf. -1,08% Erlendar vísitölur DJ* 10.093,8 -0,3% Nasdaq* 1.887,3 0,3% FTSE 4.413,1 -0,1% DAX 3.895,6 0,1% NIKKEI 11.325,8 1.88% S&P* 1.100,0 -0,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hversu mikið högnuðust bankarnir áfyrri hluta ársins? 2Hversu mörg íslensk fótboltaliðkomust áfram í Evrópukeppni? 3Hvaða fyrrverandi stjórnandi Kast-ljóss Sjónvarpsins hefur störf á Stöð 2 í haust? Svörin eru á bls. 22                                                                     !                   "            # $   ## $     ## $    #% $   !  #& $    ' $    # $    #% $  "  # ' $    # $  $ %& #& $  ' '# $                                              (    $               PÉTUR H. BLÖNDAL Segir skýr skil á milli þjónustugjalda og skattlagningar og bendir á að hafnir hafi þurft að takast á við kostnaðarauka vegna aukinna öryggiskrafna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Skattkóngur Íslandssögunnar Björgólfur Guðmundsson er skatthæsti maður sögunnar og greiðir 295 milljónir í opinber gjöld, eða um 800 þúsund krónur á dag. Skattar hans duga fyrir öllum útgjöldum ríkisstjórnarinnar og Hæstaréttar. Til samanburðar má geta að í síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir því að útgjöld ríkis- stjórnarinnar og Hæstaréttar yrðu 295 milljónir. Skattur Björgólfs gæti greitt árleg útgjöld einnar af eftirfarandi stofnunum: Ríkisendur- skoðun, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, Menntaskólans á Akureyri, Heilbrigðis- stofnunarinnar á Siglufirði eða Orkustofnun. Skattpeningar Björgólfs nægðu jafnframt fyrir rekstri sex íslenskra sendiráða í útlöndum, svo og gætu þeir greitt fyrir alla sjúkra- flutninga á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru opinber gjöld Björgólfs mjög nálægt þeirri upphæð sem tíu skatthæstu einstak- lingarnir á Suðurlandi, tíu á Austurlandi og tíu á Vesturlandi greiða samanlagt. TÍU SKATTHÆSTU EINSTAKLINGAR LANDSINS: 1. Björgólfur Guðmundsson, Reykjavík 295 millj. 2. Árný Enoksdóttir, Grindavík 102 millj. 3. Einar Sveinsson, Garðabæ 100 millj. 4. Benedikt Sveinsson, Garðabæ 98 millj. 5. Bogi Óskar Pálsson, Reykjavík 81 millj. 6. Jón Ásgeir Jóhannesson, Reykjavík 79 millj. 7. Þórarinn Kristinsson, Reykjavík 68 millj. 8. Kristinn G. Kristinsson, Garðabæ 67 millj. 9. Ingimundur Sveinsson, Reykjavík 65 millj. 10. Guðný O. Halldórsdóttir, Reykjavík 60 millj. Flóttafólkið: Lugu til um þjóðerni HÆLISBEIÐNI Búlgörskum hjónum með tvær dætur var synjað um hæli í fyrrakvöld. Fjölskyldan kom hingað til lands á fimmtudag með Norrænu frá Noregi og gáfu sig fram við lögregluna á Egilsstöðum. Fjölskyldan sagðist vera frá Albaníu en þegar betur var að gáð reyndust þau öll vera með fullgild vegabréf frá Búlgaríu. Hælis- beiðnin fékk flýtimeðferð hjá Útlendingastofnun. Þótti ástand í Búlgaríu ekki vera með þeim hætti að fjölskyldunni yrði veitt hæli hér á landi. Fjölskyldan verður send til heimalands síns með fyrstu mögu- legu ferð. ■ TUGIR LÉTUST Nær þrjátíu manns létust í þriggja bíla árekstri í austanverðu Tyrklandi. Ökumað- ur rútunnar og 23 farþegar voru meðal þeirra sem létust. Öku- maður flutningabílsins og farþegi hans létust einnig en ökumaður og farþegar í smárútu sluppu lifandi, sum þó alvarlega meidd. LÉST Í DYRUM LESTAR Þýskur karlmaður lést eftir að hann festist í dyrum neðanjarðarlestar í Munchen um það leyti sem hún var að leggja af stað. Aðrir far- þegar reyndu að koma honum til bjargar en áður en það tókst rakst hann á spegil á miklum hraða og lést samstundis. ■ EVRÓPA ■ VIÐSKIPTI ÍBÚÐAVEXTIR ÁKVEÐNIR Vextir á almennum útlánum Íbúðalána- sjóðs frá 1. ágúst 2004 hafa verið ákvarðaðir 4,5%. Vextir veðbréfa sem afhent voru fyrir 31.júlí munu bera vexti júlímánaðar sem voru 4,80%, þó þau verði ekki keypt fyrr en í ágústmánuði. Vextir á almennum útlánum Íbúðalánasjóðs munu verða ákvarðaðir mánaðarlega. OG FJARSKIPTI Á ÁÆTLUN Og Vodafone hagnaðist um 207 millj- ónir fyrir skatta á fyrri helmingi ársins 2004. Reiknaður tekju- skattur félagsins nam 38 m.kr. á tímabilinu en félagið greiðir ekki skatt vegna uppsafnaðs taps fyrri ára. Afkoma félagsins er í góðu samræmi við væntingar. Tekjur félagsins jukust um ellefu prósent milli ára. BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Greiðir hæsta skatta allra Íslendinga. BOBBY FISCHER Fær lengri frest til að berjast gegn fram- salsbeiðni Bandaríkjastjórnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.