Fréttablaðið - 31.07.2004, Side 10

Fréttablaðið - 31.07.2004, Side 10
10 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR SAMSTÆÐAR MÆÐGUR Mæðgurnar Lupe og Lilliam Williams skörtuðu höttum með asnanum, tákni demókrata, á ráðstefnu flokksins sem fór fram í Boston í Bandaríkjunum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn um argentínsku efnahagskreppuna: Viðurkennir að hafa gert illt verra EFNAHAGSMÁL Afskipti Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins af efnahags- þrengingunum í Argentínu gerðu illt verra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjóðsins. Sérfræðingar sjóðsins komast að þeirri niðurstöðu að sú stefna hans að halda áfram að lána Argentínu fé þrátt fyrir að land- ið væri orðið verulega skuldsett hafi átt verulegan þátt í kreppu sem varð til þess að milljónir Argentínumanna töpuðu stórfé og lentu undir fátæktarmörkun- um. „Kreppan hefði orðið mjög slæm hvort sem er, en kannski ekki alveg jafn slæm og ef sjóð- urinn hefði stutt við bakið á breyttri stefnu,“ sagði Isabelle Mateos y Lago, hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í viðtali við Washington Post. Argentínsk efnahagslíf hrundi vegna of mikillar lántöku. Há- marki náði kreppan þegar stjórn- völd gátu ekki greitt sjö milljarða króna skuldir. Í kjölfarið jókst at- vinnuleysi verulega og upplausn einkenndi stjórnmálin. ■ Reiðir þorpsbúar: Ferðamenn í gíslingu INDLAND, AP Reiðir þorpsbúar í ind- verska þorpinu Santoshgarh stöðvuðu rútur sem fluttu 37 er- lenda ferðamenn til að vekja at- hygli á kröfum sínum um að þrír indverskir verkamenn sem voru teknir í gíslingu í Írak yrðu leyst- ir úr haldi. Þorpsbúarnir stöðvuðu rúturn- ar á fimmtudagskvöld og hleyptu þeim ekki í gegn fyrr en lögregla kom á vettvang næsta dag. Lög- reglan flutti ferðamennina í must- eri skammt frá og gaf þeim að borða. Þar var beðið eftir liðsauka svo hægt væri að flytja ferða- mennina á leiðarenda. ■ Ólympíuþorpið: Sex fyrstu flytja inn AÞENA, AP Fyrstu íþróttamennirnir fluttust inn í ólympíuþorpið í Aþ- enu í gær. Þar var á ferð sex manna ræðaralið Grikklands. Alls munu 16.000 íþróttamenn og aðrir þátttakendur á ólympíu- leikunum dvelja í ólympíuþorpinu meðan á ólympíuleikunum stendur. Þorpið er vel af girt og verða hund- ruð lögreglumanna á vakt hverju sinni til að gæta öryggis þátttak- enda fyrir hugsanlegum árásum. Búist er við að flestir íþrótta- mennirnir verði komnir í Ólympíu- þorpið áður en opnunarhátíð leik- anna fer fram hinn 13. ágúst. ■ ARGENTÍNSKI FORSETINN OG FLEIRI RÁÐAMENN Efnahagskreppan í Argentínu fyrir þremur árum er ein sú alvarlegasta í sögunni. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn viðurkennir nú að hafa gert illt verra. TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚINN John Kerry heilsaði þinggestum að hermannasið á flokksþingi demókrata þegar hann flutti ræðu sína aðfaranótt föstudags. Kerry stendur ágætlega að vígi í skoðanakönnunum og hart er barist um nokkur lykilsvæði í Bandaríkjunum þar sem úrslitin í kosningunum geta ráðist. BOSTON, WASHINGTON, AP Baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum snýst í auknum mæli um að ná fót- festu í fjórum til fimm ríkjum sem talin eru ráða úrslitum um niður- stöðu kosninganna. John Kerry hef- ur nú tekið formlega við útnefningu demókrata á flokksþingi í Boston en á sama tíma og Kerry baðar sig í sviðsljósinu þar hefur Bush forseti gert víðreist um ríkin sem baráttan stendur um. Staða Kerry er talin vera óvenju- sterk miðað við að hann er að skora sitjandi forseta á hólm. Sérfræðing- ar telja að Kerry eigi stuðning 168 kjörmanna nokkurn veginn vísan en Bush 190. 270 atkvæði þarf til að sigra í kosningunum. Baráttan stendur hins vegar um nokkur stór ríki. Ohio skilar tuttugu kjörmönnum, Pennsylvanía 21 og Flórída hefur 27 kjörmenn. Staðan í öllum þessum ríkjum er jöfn; sér- staklega í Ohio og Pennsylvaníu . Í ræðu sinni við útnefninguna lagði Kerry áherslu á að Bandaríkin þyrftu að endurheimta virðingu í al- þjóðasamfélaginu. Harðasta gagn- rýni Kerry á Bush í ræðunni var varðandi gjöreyðingarvopn Íraka og stríðsreksturinn þar. Jafnframt lagði hann áherslu á fjölskyldugildi og talaði mikið um foreldra sína. Kosningasérfræðingar Demókrata- flokksins vildu varpa upp mynd af Kerry sem ákveðnum og heiðvirð- um manni sem hefði sannfæringu og viljastyrk til að veita Bandaríkja- mönnum forystu í stríðinu á hendur hryðjuverkum. Kerry lagði einnig áherslu á efnahagsmál og sérstaklega stöðu þeirra verkamanna sem eiga í al- þjóðlegri samkeppni. Demókratar hafa gert sér mat úr óánægju al- mennings með að bandarísk fyrir- tæki flytji í auknum mæli starfsemi sína til útlanda. Demókratar vilja nýta sér þessa óánægju en jafn- framt þurfa þeir að taka tillit til þess að stór hópur kjósenda þeirra eru fríverslunarsinnar, enda var frí- verslun einn af hornsteinum vel- gengni Bill Clinton. Búist er við tímabundinni upp- sveiflu í fylgi Kerry í kjölfar flokks- þingsins en reynslan segir að slíkt hjaðni þegar frá líður auk þess sem repúblikanar geta átt von á upp- sveiflu í sínu gengi þegar þeirra flokksþing verður haldið í New York um næstu mánaðamót. ■ Staða Kerry sterk en baráttan hörð John Kerry lagði áherslu á alþjóðlega ímynd Bandaríkjanna og efna- hagsmál í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. Skoðanakannanir sýna að hann hefur góða stöðu en allir búast við spennandi kosningum. Vatíkanið: Gagnrýnir femínista BERLÍN, AP Vatíkanið gagnrýnir femínista fyrir að líta fram hjá líf- f r æ ð i l e g u m mismun kynj- anna í yfirlýs- ingu sem væntanleg er frá páfagarði. Í skýrslu Vatíkansins, sem áætlað er að gefin verði út á sunnudag, eru stjórnvöld hvött til þess að skapa aðstæður til þess að konur neyðist ekki til þess að afneita fjölskyldu sínum vilji þær sækja um vinnu. Þá er sú skoðun ítrekuð að konur skuli ekki gegna embætti presta auk þess sem lögð er áhersla á að kristin hjónabönd séu milli karls og konu, ekki milli fólks af sama kyni. ■ Kona í Washington: Handtekin fyrir að borða súkkulaði WASHINGTON, AP Kona var handtek- in af lögreglu og haldið í gæslu í þrjár klukkustundir fyrir að borða súkkulaðistöng á neðan- jarðarlestarstöð í Washington þar sem neysla matvæla er bönnuð. Konan var að maula súkkulað- ið í rúllustiga á leið á lestarstöð- ina og var búin að stinga upp í sig síðasta bitanum þegar hún gekk inn. Þar sem hún hafði ekki kyngt var hún handtekin. Lög- reglan í Washington hefur verið gagnrýnd fyrir offors í málum sem þessum. Í fyrra var tólf ára stúlka handjárnuð fyrir að borða franskar kartöflur á lestarstöð og maður í hjólastól sektaður fyrir að blóta þegar allar lyftur fyrir fatlaða reyndust bilaðar. ■ Ástralskur maður: Sá hund drepa barn ÁSTRALÍA, AP Ástralskur karlmaður sem sagði í viðtali á dögunum að hann hefði skotið dingóhund sem var með lík ungs barns í skoltinum árið 1980 hefur neitað að ræða við lögreglu. Hefði maðurinn greint frá þessu á sínum tíma hefði það getað komið í veg fyrir ein verstu réttarmistök í sögu Ástralíu. 1982 var Lindy Chamberlain fundin sek um að hafa myrt níu vikna barn sitt tveimur árum áður. Hún hélt því fram að dingóhundur hefði borið barn sitt á brott. Fjór- um árum eftir dóminn komu fram nýjar upplýsingar sem leiddu til þess að Lindy var náðuð. ■ ■ EVRÓPA GÆTI FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG Króötum gæti fækkað um þriðj- ung á næstu fimmtíu árum vegna fallandi fæðingartíðni að sögn yfirmanns þarlendu hagstofunn- ar. Meira var um dauðsföll en fæðingar í Króatíu í fyrra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.