Fréttablaðið - 31.07.2004, Síða 13

Fréttablaðið - 31.07.2004, Síða 13
H im in n o g h af - 9 04 05 10 Ferðaþjónusta Iceland Express, Suðurlandsbraut 24, Sími 5 500 600, icelandexpress.is Sólin virðist hafa tekið sér bólfestu yfir Englandi og skín skært þessa dagana. Bongóblíða alla daga og nóg um að vera. Skemmtilegir viðburðir í ágúst: Hin árlega breska bjórhátíð Skoðunarferðir um Buckingham-höll Portobello-kvikmyndahátíðin Tónleikar með Gipsy Kings Tónleikar með Madonnu Götuhátíð í Notting Hill V-tónlistarhátíðin Reading-tónlistarhátíðin Creamfields-tónlistarhátíðin Fullt af spennandi söngleikjum Endalausir möguleikar á skoðunarferðum og skemmtilegri afþreyingu ... og svo er enski boltinn auðvitað að byrja! Skoðaðu alla ferðamöguleikana á icelandexpress.is Veðrið í London næstu daga: 22–28°C hiti, sól og skyggni ágætt Bókaðu ódýrustu flugsætin á icelandexpress.is London Sól í Slysa- og bráðadeild er ólík öðrum deildum að því leyti, að hvorki er hægt að loka vegna sumarleyfa né draga úr aðsókn enda deildin opin allan sólarhringinn árið um kring og engum vísað frá. Um biðtíma á slysa- og bráðadeild Landspítalans Í Fréttablaðinu 26. júlí sl. veður Jóhannes Gunnarsson, lækningar- forstjóri Landspítala, elginn ótæpilega. Hann segir slysa- og bráðadeild ekki veita fullnægj- andi þjónustu. Hann er undrandi á biðtímum á biðstofum deildarinn- ar þar sem hann viti ekki til þess að neitt sérstakt sé að gerast í starfseminni, annað en það, að slíkir álagspunktar gætu komið upp hvenær sem væri. Jóhannes hefði sloppið fyrir horn með ofan- skráð, en í framhaldinu segir hann orðrétt: „Það er full mönnun á slysa- og bráðadeild og þar hef- ur ekkert verið dregið úr. Sú þjón- usta á því að vera því sem næst eða alveg eins og hún er venju- lega“. Af þessum orðum má þann- ig ætla, að skýringin á biðtíma á biðstofu deildarinnar sé slæping- ur starfsfólks hinnar fullmönnuðu deildar. Jóhannesi til upplýsingar og öðrum til hugarhægðar skal bent á eftirfarandi: 1. Til þess að fullyrða að deild- in sé fullmönnuð þarf að tína til stúdenta og lærlinga ýmiskonar og dugir þó ekki til. 2. Til undantekningar heyrir, að sérfræðingar fáist í afleysing- ar. Veikist læknir deildarinnar eða fari hann í lögboðið frí, færist starfsemin óhjákvæmilega til þeirra, sem ekki eru í fríi. Afleið- ingin er aukið álag og lengri bið- tími á biðstofu. 3. Slysa- og bráðadeild er ólík öðrum deildum að því leyti, að hvorki er hægt að loka vegna sum- arleyfa né draga úr aðsókn enda deildin opin allan sólarhringinn árið um kring og engum vísað frá. 4. Samkvæmt íslenzkum lögum og samningum skal eftir beztu getu taka sumarfrí á sumrin og á það einnig við um starfsfólk deild- arinnar. Margendurteknar kann- anir hafa sýnt, að meðalbiðtími á biðstofu slysadeildar við eðlilega mönnun er 10 mínútur og gerist ekki minni á byggðu bóli. Þriggja stunda biðtími á slysadeild þykir hvergi fréttnæmur nema hér á landi, en ekki er þar með sagt, að hann sé eftirsóknarverður. Í stað þokukenndra aðdróttana í garð starfsfólks, væri lækninga- forstjóranum nær að skýra hvers vegna biðtímar eru svo sem þeir eru. Engum er greiði gerður með álitsgerð eða yfirlýsingu þeirri, er hér hefur verið vitnað til. Höfundur er sérfræðingur á slysadeild til 28 ára. 13LAUGARDAGUR 31. júlí 2004 Lítill hagnaður sparisjóða Því miður var árið 2003 sparisjóðum mjög í óhag þegar bornar eru saman afkomutölur banka og sparisjóða. Sam- anlagður hagnaður viðskiptabankanna var 16,3 milljarðar kr. og var meðalarð- semi eiginfjár 23,6%. Mestan hagnað sýndi KB banki, sjö og hálfan milljarð kr., en Landsbankinn rak lestina með 2,4 milljarða í hagnað. Arðsemin var hæst hjá Íslandsbanka eða 30,1% en lægst hjá Landsbankanum 17,6%. Samanlagður hagnaður 10 stærstu sparisjóðanna (Sparisjóður Kaupþings er ekki tekinn með) var 2,4 milljarðar, mestur hjá SPRON 804 milljónir en Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 27 millj- óna kr. tapi. Meðalarðsemi eigin fjár var 15,1% hjá átta sparisjóðum en tveir sjóðir í hópi 10 stærstu skiluðu tapi og reiknast því ekki inn í sem þýtt hefði lægra meðaltal. Sparisjóður Keflavíkur skilaði mestri arðsemi - yfir 33%. Eggert Þór Aðalsteinsson á deiglan.com Fimmti hver nauðgar Á Íslandi er að minnsta kosti fimmtu hverri konu nauðgað. Það þýðir að fimmti hver karlmaður er nauðgari. Þrátt fyrir að sumir karlar nauðgi kanns- ki fleiri en einni konu þá er vert að benda á að hópnauðganir eiga sér líka stað. Með þessum tölum er ekki ætlun- in að reyna að ráðast að fólki með lát- um heldur einungis að benda á að augljóslega er um stórt samfélagslegt mein að ræða sem við þurfum öll að taka ábyrgð á og vinna gegn. Um versl- unarmannahelgar, líkt og aðrar helgar, eiga alltof margar nauðganir sér stað. Til þess að vinna gegn nauðgunum þarf fyrst og fremst að setja skömmina þar sem hún á heima; hjá ofbeldis- manninum. Svona ljótan ofbeldisglæp á ekki að líða. Halla Gunnarsdóttir á murinn.is Arfavitlaus staðhæfing Þessari fullyrðingu [á Múrnum um að fimmti hver karlmaður sé nauðgari] var ekki slengt fram í fljótfærni. Seinnipart- inn í gær breyttist fullyrðingin og í stað- inn sagt að það mætti „leiða líkur að því að fimmti hver karlmaður sé nauð- gari“. Það er því algerlega gengið út frá því sem vísu nánast hver einasti nauð- gari fremji slíkt brot einu sinni á lífsleið- inni og þeir sem „kannski“ nauðgi oftar núllist út vegna hópnauðgana. Um 30.000 karlmenn hafi því 30.000 nauðganir á bakinu. Ég veit ekki til þess að neinar rannsóknir liggi fyrir á því hve margar nauðganir meðalnauðgari „framkvæmir“ á lífsleiðinni. En stað- hæfingin um 5. hvern karlmann er svo arfavitlaus, að jafnvel þessi vægast sagt vafasama forsenda nægir ekki til að „leiða líkur“ að einu né neinu. Ef að lít- ið hlutfall nauðgara gerir það oft geta þeir haft miklu stærra hlutfall af nauðg- unum á samviskunni. Guðmundur Svansson á deiglan.com LEIFUR JÓNSSON LÆKNIR UMRÆÐAN BRÁÐAMÓTTAKA ,, AF NETINU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. Á SLYSADEILD Greinarhöfundur segir með- albiðtíma á deildinni við eðlilega mönnun vera 10 mínútur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.