Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.07.2004, Blaðsíða 18
www.li.is Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I 25 23 0 7/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I 25 23 0 7/ 20 04 Banki allra landsmanna 6,6%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.06.2004–30.06.2004 á ársgrundvelli. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Á TALI Í KÍNA Kínverskur farsímaeigandi fyrir framan aug- lýsingaskilti í Peking. Kína er nú orðinn stærsti markaður farsímafyrirtækja og enn er búist við miklum vexti. Afkoma bankanna hefur aldrei verið betri. Hagnaðarmetin hafa fallið eitt af öðru. Mikill vöxtur er í fjármálakerfinu og fjármála- þjónusta er þegar orðin útflutn- ingsgrein í örum vexti. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í fjármálastarfsemi hér á landi undanfarin misseri. Eftir einkavæðingu ríkisbankanna virðist hafa losnað úr læðingi mikil orka sem hefur haft mikil áhrif á viðskiptalífið í heild. Bankarnir dýrir Uppgjör fyrstu þrjá mánuði ársins einkenndust af miklum gengishagnaði vegna sölu stórra eigna. Íslandsbanki seldi hlut sinn í Straumi og Landsbankinn naut mikils gengishagnaðar af Burðar- ási sem seldi sjávarútvegshluta sinn í upphafi árs. Samhliða góðum hagnaði bank- anna hefur verð hlutabréfa þeirra hækkað verulega. Verðlagning þeirra er há ef miðað er við er- lenda banka. Jafet Ólafsson, for- stjóri Verðbréfastofunnar, telur að almennt séð standi bankarnir undir þessari verðlagningu. „Með þessum hagnaði þá gerir hún það.“ Hann segir erfitt að bera bankana saman við erlenda banka, þar sem fjárfestingar- bankastarfsemi þeirra sé oft í sér- stökum félögum. „Hér er þetta sambland af hvoru tveggja.“ Þegar litið er á uppgjör bank- anna má greina ólíka stefnu þeirra. Landsbankinn hefur lagt höfuðárherslu á vöxt. Íslands- banki hefur lagt mikið upp úr stöðugri arðsemi eiginfjár og KB banki hefur lagt áherslu á erlend- an vöxt í fjárfestingarbankastarf- semi. Uppgjör Íslandsbanka var yfir væntingum á markaði. „Það kom ánægjulega á óvart að sjá vöxtinn á fyrirtækjasviði bankans.“ Jafet segir einnig ánægjulegt að sjá vöxt erlendrar starfsemi, bæði hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Af 106 milljarða útlánaaukningu Landsbankans fóru 40 milljarðar til erlendra viðskiptavina. Af heildar lánum Íslandsbanka eru 22 prósent til erlendra aðila. Allir í útrás KB banki er hins vegar kominn lengst í erlendri starfsemi. Meiri- hluti tekna bankans kemur að utan. Eftir að yfirtöku á danska bankanum FIH verður lokið mun innlend starfsemi standa undir tæpum fjórðungi af tekjum bank- ans. Hinir bankarnir hafa boðað erlenda útrás. Landsbankinn reyn- di við kaup á FIH og þar á bæ meta menn það svo að bankinn muni ráða við kaup á banka fyrir allt að einum milljarði evra eða 86 millj- arða íslenskra króna. Í undanförn- um tveimur kynningum á uppgjöri Íslandsbanka hefur kveðið við nýj- an og áhættusæknari tón. Bjarni Ármannsson, hefur boðað að bank- inn muni í auknum mæli taka áhættu með viðskiptavinum sínum líkt og KB banki hefur gert með fé- lögum eins og Bakkavör, Össuri og fleiri fyrirtækjum sem náð hafa góðum árangri í útrás. Íslands- banki er í mjög traustum rekstri og hefur því góðar forsendur til þess að auka áhættu sína. Banka- kerfið í heild sinni hefur aldrei verið eins vel í stakk búið til þess að taka áhættu með viðskiptavin- um sínum og styðja við vöxt at- vinnulífsins. „Þessi umbreyting sem hefur orðið að fjármálafyrir- tækin taki á með mönnum í út- rásinni er mjög jákvæð.“ Uppgjör Landbankans var einnig gott og í efri hluta vænt- inga. Gríðarlegur vöxtur er í bankanum. „Maður hefur alltaf áhyggjur af því þegar fyrirtæki vaxa svo hratt að eitthvað geti skolast til,“ segir Jafet. Hann seg- ir hins vegar ljóst að í KB banka og Landsbankanum hafi mönnum tekist á hendur endurmat lána- stokksins og fært á afskriftar- reikning meira en almenn varúð- arsjónarmið leyfa. Íslandsbanki hefur ekki þurft á samsvarandi til- tekt að halda. Jafet segir sitt mat að bankarnir séu að mestu búnir að taka á gömlum syndum í lána- safni sínu. Spenna í kringum KB banka KB banki hagnaðist um 3,5 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Greiningardeildir bjuggust við meiru. Einhver skekkja var í for- sendunum og segir Jafet afkomu bankans í samræmi við það sem hann hefði búist við. Mikil spenna er í kringum bankann á næstunni. Eftir hlutafjáraukningu, miðað við gengi dagsins, verður mark- aðsvirði KB banka meira en Lands- bankans, Íslandsbanka og Straums samanlagt. Bankinn verður í flest- um tölum stærri en samanlagðir keppinautarnir. Slagkraftur bank- ans verður því verulegur í sam- keppni um stærstu kúnnana. Búist er við því að lánshæfismat bankans verði hækkað eftir yfirtökuna á FIH. Það mun enn styrkja sam- keppnisstöðu bankans. Í innlendri samkeppni má búast við að Lands- bankinn muni leita leiða til að ná betri áhættudreifingu til þess að fá betra lánshæfismat. Léleg afkoma af einstaklingum Þrátt fyrir yfirlýsingar ýmissa um að íslenskir bankar taki hærri gjöld af viðskiptavinum sínum en erlendir bankar, bendir flest til þess að samkeppnin á bankamark- aði sé mjög hörð. Raunar svo hörð að Seðlabankinn hefur haft af því vissar áhyggjur að bankarnir séu með of lágt álag á útlán sín. Vaxta- munur innlána og útlána bankanna hefur farið minnkandi. Það ber vott um samkeppni. Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri KB banka, segir að afkoman af lánum til einstak- linga og smárra fyrirtækja sé óvið- unandi. Markaðshlutdeild bank- anna í lánum til einstaklinga er ekki mikil. Íbúðalánasjóður er stærstur og bankarnir eru meira í áhættu- samari hluta lána til einstaklinga. Þessi þáttur í rekstri bankanna er því ekki mjög spennandi um þessar mundir. Það er því ekki furða að sumir velti því fyrir sér hvort banki eins og KB banki sem stefnir á að verða stór alþjóðlegur fjárfest- ingarbanki, muni til framtíðar líta á viðskiptabankastarfsemi á Íslandi sem bagga sem gott yrði að losna við. haflidi@frettabladid.is Jólin hjá bönkunum Afkoma bankanna er afar góð og styrkur bankakerfisins hefur sjaldan verið meiri. Útrásin er farin að setja mark sitt á uppgjör bankanna og allir stefna þeir að vexti erlendis. LÍF OG FJÖR Í FJÁRMÁLUM Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, er kátur með stöðu- na hjá bankanum. Bankarnir geta vel við unað, enda hefur afkoma þeirra og styrkur aldrei verið meiri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R 31.12.2002 31.12.2003 30.06.2004 KB-Banki Landsbankinn Íslandsbanki HEILDAREIGNIR BANKANNA Í milljónum króna. * KB BANKI VARÐ TIL VIÐ SAMEININGU KAUPÞINGS OG BÚNAÐARBANKA ÁRIÐ 2003. TALAN FYRIR 2002 ER SAM- ANLAGÐAR EIGNIR BANKANNA TVEGGJA. 4 3 2 .4 12 * 2 77 .8 2 4 3 12 .3 6 7 5 5 8 .5 6 9 4 4 3 .9 4 3 4 4 8 .2 3 9 5 5 8 .4 9 3 5 2 1 .4 0 6 6 4 9 .3 5 8 HAGNAÐUR BANKANNA Í MILLJÓNUM KRÓNA: Jan.-júní Jan.-júní Aukning 2004 2003 Straumur fjárf.banki 3.137 867 2.270 Íslandsbanki hf. 6.825 2.404 4.421 Landsbankinn 6.035 1.22 4.814 KB banki 6.158 3.065 3.093 Samtals 22.155 7.557 14.598

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.