Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2004, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 31.07.2004, Qupperneq 38
Landsliðsþjálfun - já, takk Jose Mourinho, stjóri Chelsea, tjáði sig í gær um Sven Göran Eriksson, þjálfara enska landsliðsins, og vandræðin sem hann er búinn að koma sér í vegna meint ástarsambands við ritara enska knattspyrnusambandsins. Mourinho er á því að landsliðþjálfari eigi ávallt að vera sömu þjóðar og landsliðið sjálft. „Að þjálfa landslið kemur miklu meira frá hjart- anu. Besti þjálfar- inn fyrir Portúgal er portúgalskur þjálfari og besti þjálfarinn fyrir Frakka er einhver franskur,“ sagði Mourinho. Það hefur margsannað sig að fáir stjórar í veröld- inni eru jafn hreinskilnir þegar kemur að tilsvörum eins og Mourinho. Á því var engin undantekning þegar hann var spurður um hvort hann gæti hugsað sér að gerast landsliðsþjálfari einn daginn. „Já, en ekki næstu 20 árin. Þegar ég verð sextugur langar mig að stýra Portú- gal. Í því felst lítil vinna, þú getur sofið til hádegis alla daga og kíkt á leiki um helgar. Á tveggja mánaða fresti spilar liðið æfingaleiki og á tveggja ára fresti er stórmót,“ segir Mourinho og er ekk- ert að skafa utan af því. En þótt hann hafi samúð með Eriksson segist Mour- inho aldrei vilja taka við Englandi. „Að vera þjálfari Portúgals er besta starf í heimi en að vera þjálfari Englands? Ó, nei.“ Kezman sá rautt Mateja Kezman hélt áfram að skora mörk en var jafnframt rekinn út af fyrir Chelsea í æfingaleik gegn Roma í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Þótt að um æfingamót sé að ræða gæti rauða spjaldið þýtt að Kezman verði í banni í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar sem hefst eftir tvær vikur og missi þannig af fyrsta leik liðsins við Manchester United. Kezman hlaut spjaldið eft- ir að hafa veist að franska miðju- manninum Oliver Dacourt en hann tæklaði niður Hol- lendinginn Arjen Robben að óþörfu. Dacourt brást hinn versti við og þurftu samherjar beggja leikmanna að slíta þá í sundur rétt áður en alvörugötuslags- mál voru um það bil að hefjast. Báðir fengu þeir rautt spjald. Leikurinn sjálfur var hinsvegar eign Chelsea frá upphafi og fór liðið með ör- uggan 3-0 sigur af hólmi. Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrri hálfleikinn en náði ekki að skora mark. Joe Cole skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Kezman og Didier Drogba, sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Chelsea, við einu marki hvor. ÍBV hafnaði tilboði KR-inga í marka-hrókinn Gunnar Heiðar Þorvalds- son á fimmtudags- kvöldið. KR-ingar hugðust tryggja sér Gunnar Heiðar fyrir lokaátökin í Lands- bankadeildinni en Eyjamenn vildu ekki selja sinn besta mann á meðan þeir eiga enn mögu- leika á titlinum. Samningur Gunnars Heiðars við félagið rennur út í haust og getur hann þá farið frítt frá liðinu. ÍBV hefur fengið liðsstyrk fyrir loka-átökin í Landsbankadeild kvenna í fótbolta. Ensku stúlkurnar Rachel Brown og Samantha Britton gengu í gær frá félagsskiptum yfir í ÍBV en Brown, sem er markvörður, lék sjö leiki með liðinu í fyrra. Britton, sem er framherji, lék með ÍBV á árunum 2000 og 2001 og skoraði tólf mörk í átján leikjum. KR-stúlkur hafa einnig fengið liðs-styrk en hinar serbnesku Vanja Stefanovic og Ratka Zivkovic, sem hafa verið í lykilhlut- verkum hjá Fjölni í sumar, gengu í raðir félagsins í gær. KR mun missa átta leikmenn til Banda- ríkjanna í ágúst og þurftu því nauð- synlega að styrkja sig fyrir lokasprett- inn í Landsbankadeild kvenna. Skagamenn hafa fengið til sínenskan framherja sem heitir Ric- hard Barnwell fyrir lokaátökin í Landsbankadeild karla í fótbolta. Barnwell, sem er 25 ára, spilaði síð- ast í Eistlandi með FC Levedia, topp- liðinu í eistnesku 1. deildinni, og skoraði sjö mörk í tólf leikjum. Kári Árnason, miðjumaðurinnsterki hjá Víkingi, dvelur nú hjá sænska liðinu Gautaborg þar sem hann verður til reynslu næstu daga. Kári hefur átt frá- bært tímabil með Víkingi og hefur frammistaða hans vakið áhuga norska liðsins Sogndal og danska liðsins FC Kaupmanna- höfn. Víkingar hafa einnig fengið til liðsvið sig tvo nýja leikmenn fyrir lokaátökin í Landsbankadeildinni. Framherjinn Dejan Miljanic og miðjumaðurinn Borko Marinkovic, sem eru báðir B o s n í u - S e r b a r , komu til landsins í gær og sagði að Sigurður Jónsson, þjálfari Víkinga, að hann teldi að þeir myndu styrkja lið- ið mikið sem væri ekki vanþörf á þar sem Víkingar ættu eftir að missa marga leikmenn áður en tímabilinu lyki. FÓTBOLTI Að geta ekki haldið sér á toppnum hefur verið eitt af meg- megineinkennum Fylkismanna í Landsbankadeildinni undanfarin ár, allt frá því að þeir komu upp í efstu deild haustið 1999 hafa þeir nær undantekningarlaust verið í toppbaráttunni lengi móts, oft í toppsætinu og síðan gefið eftir á lokasprettinum. Í ár virðast þeir hins vegar ætla að vera í fyrra fallinu með að klúðra toppsætinu því þeir hafa ekki unnið leik í rúman mánuð, frá 23. júní, og aðeins krækt sér í þrjú stig á þeim tíma. Þeir hafa horft upp á fimm stiga forystu sem þeir höfðu miðvikudags- kvöldið 23. júní gufa upp og gott betur því FH-ingar eru komnir með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og til að bæta gráu ofan á svart komust Eyjamenn upp fyrir þá í annað sæti deildar- innar á miðvikudagskvöldið þegar þeir lögðu KA-menn, 4–0, í Vestmannaeyjum en Eyjamenn eru, líkt og FH-ingar, á miklu flugi í deildinni. Framan af móti virtist ekkert geta stöðvað Fylkismenn. Þeir spiluðu afskaplega þétta vörn og voru stórhættulegir í skyndisókn- um .Þeir sýndu yfirleitt engin snilldartilþrif en þeir gerðu það sem þurftu, nokkuð sem er yfir- leitt einkenni meistaraliða. Það var svokallaður meistarabragur á liðinu. Hann hefur hins vegar horfið eins og dögg fyrir sólu í undanförnum leikjum og sjálfs- traust leikmanna með. Sá draugur, að hafa aldrei náð að klára heilt mót til enda, vofir yfir Árbænum en það sem er þó jákvætt fyrir Fylkismenn er að niðursveiflan þetta árið kemur fyrr en vanalega og þeir hafa enn tíma og tækifæri til að hysja upp um sig buxurnar og fara að spila eins og menn á nýjan leik. Á síðustu árum hefur allt leikið í lyndi á þessum tíma ársins og það hefur ekki verið fyrr en eftir verslunarmannahelgi sem liðið hefur gefið eftir. Fylkismenn hafa fest sig í sessi sem eitt af topplið- um deildarinnar, umgjörðin er glæsileg í kringum liðið og hvergi er unnið jafn fagmannlegt yngri flokka starf. Þeim hefur hins veg- ar enn ekki tekist að landa Ís- landsmeistaratitlinum þrátt fyrir margar misgóðar tilraun- ir. Það tekur tíma að festa sig í sessi sem sigurlið í knattspyr- nunni á Íslandi, það geta þau lið sem hafa gengið þá göngu á undan Fylkismönnum vitnað um en hér fyrir neðan má sjá þrautagöngu Fylkismanna undanfarin ár. 2000 Fylkismenn voru ný- liðar í deildinni en komu gífurlega á óvart undir stjórn Bjarna Jóhannes- sonar. Þeir mættu Íslands- meisturum KR á KR-velli í fimmtándu umferð og gátu með sigri náð átta stiga forystu á KR, sem átti reyndar einn leik til góða, á toppi deildarinnar og nánast tryggt sér titilinn. Fylkir tapaði hins vegar leiknum og missti síðan toppsætið til KR-inga í sautjándu umferð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Grindavík. KR-ingar tryggðu sér síðan titil- inn með sigri á Stjörnunni í 18. umferð. 2001 Fylkismenn voru á toppi deild- arinnar eftir tólf umferðir með tveggja stiga forystu á Skaga- menn. Þá kom hlé vegna verslun- armannahelgarinnar og eftir hana töpuðu Fylkismenn öllum sex leikjum sínum í deildinni og höfn- uðu í fimmta sæti. Í kjölfar þessa hörmulega gengis á lokakaflanum hætti Bjarni Jóhannsson með liðið og Aðalsteinn Víglundsson tók við. 2002 Þetta ár háðu Fylkismenn og KR-ingar einvígi um Íslands- meistaratitilinn. Liðin skiptust á að leiða mótið og þegar sextán umferðir voru búnar höfðu Fylk- ismenn eins stigs forystu á KR- inga. Fylk- i s - menn fengu tvö tækifæri til að klára mótið. Fyrst á heimavelli gegn KR-ingum en þar voru þeir aðeins sjö mínútum frá því að vinna leikinn og tryggja sér titil- inn. Það var aðeins jöfnunarmark Jóns Skaftasonar fyrir KR sjö mínútum fyrir leikslok sem gerði þann draum að engu. Í lokaum- ferðinni fóru Fylkismenn upp á Akranes og vissu að titillinn væri þeirra með sigri. Þeir töpuðu hins vegar leiknum og KR-ingar tryggðu sér titilinn með því að vinna Þór, 5-0, á KR-vellinum. 2003 Enn og aftur voru það Fylkir og KR sem börðust um Íslands- meistaratitilinn. Þau voru jöfn að stigum eftir þrettán umferð- ir en þá tóku Fylkismenn sig til og töpuðu næstu fjórum leikj- um, þar á meðal, 4-0, gegn KR, í fimmtándu umferð. KR-ing- ar tryggðu sér titilinn í sext- ándu umferð en Fylk- ismenn höfnuðu í fjórða sæti deildar- innar eftir sigur á Val í síðasta leikn- um. Aðalsteinn V í g l u n d s s o n hætti með lið- ið og Þorlák- ur Árna- son tók við. 30 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR Við hrósum... ... Steinari Ingimundarsyni og lærisveinum hans í 1. deildarliði Fjölnis í fót- boltanum sem hafa verið á mikilli siglingu upp á síðkastið. Þeir hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og eru komnir í annað sætið. Það er ekki síst að þakka þremur Serbum sem komu til félagsins fyrir tímabilið og hafa farið á kost- um með félaginu. Góður innflutningur í Grafarvoginum þetta árið!sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 28 29 30 31 25 26 27 Laugardagur JÚLÍ Við mælum með... ... að aðstoðardómarar og dómarar í efstu deildinni í fótbolta láti ljósabekkina vera í vetur. Skjannahvítir og fagrir fótleggir þeirra virka eins og fljóðljós þegar rökkva tekur, nokkuð sem getur komið sér vel seinni hluta sumars auk þess sem þessir fagursköpuðu limir trekkja að kvenfólk í löngum röðum. Sigrarnir farnir og toppsætið með Fylkismenn hafa ekki unnið leik í rúman mánuð og eru þremur stigum á eftir FH-ingum eftir að hafa haft fimm stiga forystu á toppnum eftir sjöundu umferð Landsbankadeildarinnar. ■ ■ SJÓNVARP  15.00 Heimsmeistaramótið 9 Ball á Skjá einum.  15.05 Amsterdam Tournament 2004 á Sýn. Sýnt frá leik Arsenal og River Plate sem fram fór í gær á Amsterdam-mótinu í fótbolta.  16.50 Champions World 2004 á Sýn. Bein útsending frá leik Manchester United og AC Milan í Champions World mótinu í fót- bolta.  18.55 Champions World 2004 á Sýn. Bein útsending frá leik Liverpool og Porto í Champions World mótinu í fótbolta.  20.35 World’s Strongest Man á sýn. Sýnt frá keppni um Sterkasta mann heims.  23.40 Hnefaleikar á Sýn. Sýnt frá viðureign Erik Morales og MA Barrera.  01.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein útsending frá viðureign Erik Morales og Carlos Hernandez. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM ÞRAUTAGANGA ÞORLÁKS ÁRNASONAR Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkismanna, á mikið verk fyrir höndum við að koma sjálfstrausti í sína menn fyrir lokasprettinn í Landsbankadeild- inni en gengi liðsins í undanförnum leikjum hefur verið afskaplega dapurt. STAÐAN EFTIR SJÖ UMFERÐIR Fylkir 7 5 2 0 11:3 17 FH 7 3 3 1 11:7 12 ÍA 7 3 3 1 9:5 12 KR 7 3 2 2 9:7 11 Keflavík 7 3 1 3 7:11 10 STAÐAN EFTIR TÓLF UMFERÐIR FH 12 6 5 1 18:11 23 ÍBV 12 6 3 3 22.12 21 Fylkir 12 5 5 2 16:10 20 KR 12 4 5 3 16:14 17 ÍA 12 4 5 3 13:14 17 Promotion Cup: Ísland í úrslit eftir sigur á Möltu KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfuknattleik tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Promotion Cup í Andorra með því að leggja Möltu að velli, 84-58, í úrslitaleik um hvort liðið kæmist í úrslita- leikinn gegn Lúxemburg sem fram fer í dag kl. 17. Íslenska liðið var betri aðilinn allan leikinn og leiddi í hálfleik, 46-26. Malta byrjaði seinni hálf- leikinn ágætlega og minnkaði muninn mest niður fimmtán stig en íslenska liðið átti samt ekki í vandræðum með að innbyrða ör- uggan sigur. Birna Valgarðsdóttir var stiga- hæst hjá íslenska liðinu með 25 stig, Anna María Sveinsdóttir skoraði 12, Signý Hermannsdóttir skoraði 10 stig, tók 13 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og varði 8 skot, Erla Þorsteinsdóttir skoraði 9 stig og Alda Leif Jónsdóttir skoraði 8 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.