Fréttablaðið - 31.07.2004, Side 46
„Við gerðum óskalista yfir
nokkrar stjörnur sem við vildum
fá í verkefnið en Julia Stiles var
aldrei laus svo við vorum alveg
búin að útiloka hana,“ segir leik-
stjórinn Baltasar Kormákur, en
eins og greint hefur verið frá
hefur leikkonan Julia Stiles
skrifað undir samning um að
leika í næstu kvikmynd
Baltasars, A Little Trip to Hea-
ven.
„Svo seinkaði tökum á kvik-
myndinni en ég var á leiðinni til
London að reyna að finna aðra
leikkonu þegar umboðsskrifstof-
an mín hringdi og sagði að Julia
Stiles væri búin að lesa handritið
og vildi fá að tala við mig,“ en
Baltasar Kormákur og Julia
Stiles eru hjá sömu umboðsskrif-
stofu, Creative Artists Agency, í
Bandaríkjunum. „Þegar ég fékk
símtalið hafði allt annað verið
upp á teningnum og þetta var því
mjög óvænt. Á sama tíma var
Julia Stiles að leika á West End í
London í verkinu Oleanna eftir
David Mamet og ég notaði tæki-
færið til að sjá hana þar á sviði.“
Umsetin aðdáendum
Julia hafði áður unnið með David
Mamet í kvikmyndinni Sate and
Main en handritshöfundurinn
beið með uppsetningu á Oleanna
í hálft ár til að geta fengið Juliu í
hlutverkið. „Ég fór ásamt Sigur-
jóni Sighvatssyni, framleiðenda
myndarinnar, á West End en var
þá alls ekki viss um að Julia
Stiles passaði í hlutverkið í Little
Trip to Heaven. Í Oleanna lék
Julia á móti bandaríska leikaran-
um Aron Eckhart (sem fór meðal
annars með hlutverk í myndinni
Erin Brockovich) og hún lék hann
gjörsamlega út af sviðsbrúninni
og alveg upp í stúku,“ segir
Baltasar sem sannfærðist um
ágæti leikkonunnar eftir leikhús-
upplifunina í London.
Eftir sýninguna fór Baltasar
baksviðs ásamt Sigurjóni til að
ná tali af Juliu Stiles. „Þegar við
komum út með henni biðu þar
um 300 manns til að fá eigin-
handaráritun en ég hafði þá ekki
alveg áttað mig á vinsældum
hennar.“
Julia Stiles skaust upp á
stjörnuhimininn eftir myndina
Save the Last Dance og á að baki
leik í um tuttugu bíómyndum.
Julia vakti fyrst athygli í mynd-
inni 10 Things I hate About You
en leikur nú á móti Matt Damon í
The Bourne Supremacy sem
trónir á toppnum í Bandaríkjun-
um.
Hin 23 ára gamla leikkona
hefur verið kosin ein af fimmtíu
fegurstu konum heims í tímarit-
inu People og var valin „heitasta
ungstirnið“ í sama blaði.
Á dögunum var Julia Stiles út-
nefnd „The most fearless and tal-
ented actress in Hollywood“ af
L.A Times en það er titill sem
Baltasar tekur undir. „Julia Sti-
les er óhrædd við að ögra ímynd-
inni og á að baki leik í ótrúlega
fjölbreyttum bíómyndum,“ en
Julia Stiles var meðal annars í
myndinni Devil’s Own með þeim
Brad Pitt og Harrison Ford og
fór með hlutverk Ófelíu í kvik-
myndinni Hamlet. „Það býr mik-
il leikkona í Juliu og í Little Trip
to Heaven kemur hún til með að
leika móður sem er sérstakt því
afar fáar stjörnur á hennar aldri
kæra sig um að bregða sér í móð-
urhlutverkið á hvíta tjaldinu.“
Hvalreki fyrir Baltasar
Á kvikmyndavefnum imdb.com
kemur fram að Julia Stiles fær
um fjórar milljónir dollara fyrir
þær bíómyndir sem hún hefur
tekið þátt í að undanförnu en það
er greinilegt að hún lætur pen-
ingana þó ekki ráða ferðinni.
„Julia sýndi Little Trip to Heaven
áhuga að fyrra bragði og því var
hún til í að gera þetta fyrir langt-
um minni upphæð en hún fékk
fyrir síðustu mynd,“ segir
Baltasar sem er að vonum hæstá-
nægður með að hafa náð samn-
ingum við stórstjörnuna. „Þetta
er hvalreki fyrir bíómyndina
eins og Sigurjón Sighvatsson
orðaði það.“
Baltasar er nú að leggja loka-
hönd á ráðningu leikara við
myndina og á meðal annars í við-
ræðum við leikkonuna Phyllidu
Law sem fyrir utan störf sín er
þekkt fyrir að vera móðir bresku
leikkonunnar Emmu Thompson.
Baltasar bíður einnig eftir
svari frá heimsfrægum banda-
rískum leikara, sem ekki er hægt
að nafngreina að svo stöddu, til
að fara með mikilvægt aukahlut-
verk í myndinni. Von er svo á öll-
um stjörnunum, þar á meðal For-
est Whitaker, til Íslands um miðj-
an næsta mánuð en tökur á Little
Trip to Heaven hefjast í Garða-
bænum, Hollywood Íslands,
þann 24. ágúst.
tora@frettabladid.is
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Um 22 milljarða.
Tvö, FH og ÍA.
Eva María Jónsdóttir.
Hæfileikarík Hollywood-
leikkona í Garðabænum
Árum saman var ég nikkari en
nikkarar eru þeir sem hittast annan
hvern sunnudag niðri við Tjörnina
þar sem börnin gefa bra bra brauð.
Þangað koma nikkararnir með eitt
eða tvö börn og nikka hver til ann-
ars, stundum þunnir, stundum ekki,
stundum að fara í mat til móður
sinnar, stundum að koma úr mat hjá
móður sinni. Þeir staldra við tjarn-
arbakkann í tíu, fimmtán mínútur,
nikka og láta sig svo hverfa með
börnin. Orðaskipin eru í mesta lagi
góðan daginn, yfirleitt er nikkið
látið duga.
Þetta er góður félagsskapur,
engu síðri en Lions eins og
Svavar Gests lýsir því
ágæta félagi í merki-
legri ævisögu sinni:
Hugsað upphátt, það má kannski
segja að nikkarar vinni á persónu-
legri nótum en Lions en áhrif þeirra
eru engu að síður gríðarleg í þjóð-
félaginu. Nikkarar vilja vel.
Þeir koma úr öllum stéttum, eru
á ýmsum aldri og eiga sér mismun-
andi sögu að baki. Það er algengur
misskilningur að halda að þeir séu
miklir drykkjumenn, jafnvel
kvennamenn, það er yfirleitt
langt í frá. Nikkarar horfa mikið
á vídeó. Og aðra hvora
helgi, þegar það er
þeirra helgi, fá
þeir allir sömu hugmynd-
ina: að gefa öndunum og leig-
ja vídeó. Nikk, niður við
Tjörnina, nikk, úti á vídeó-
leigu, nikk, nikk; nikkarar eru
fljótir að koma auga á aðra nikkar-
ar og nikka til þeirra. Nikkið er
þeirra ósýnilega handaband.
En nú er unglingadrykkjuhelgi.
Nikkarar í bænum, leigja sér
kannski vídeó, kíkja á barinn, fara
kannski í mat til mömmu. Og gaml-
ir nikkarar fyllast kvíða, þeir hugsa
með hryllingi til afkomanda sinna
einhvers staðar í tjaldi, við ömur-
legar aðstæður, fullum, örvuðum,
jafnvel að hlusta á hljómsveitina Í
svörtum fötum og nikkarar hrylla
sig og hitti þeir hver annan nikka
þeir á samúðarfullan hátt. Þeir
vona það besta; að helgin sleppi, að
það bætist ekki hópinn, því nikk-
arar eru hógvær hópur sem
kærir sig ekki um of marga
nýja félaga. ■
38 31. júlí 2004 LAUGARDAGUR
KVIKMYNDIR
BALTASAR KORMÁKUR
■ Var búinn að útiloka Juliu Stiles úr
leikarahóp A Little Trip to Heaven er
hann fékk símtal frá sameiginlegri um-
boðsskrifstofu þeirra í USA.
LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ
Kl. 14:00 Helga Ingólfsdóttir flytur
minningabrot úr 30 sumra sögu.
Kl. 15:00 Ítölsk strengjatónlist frá
17. öld. Bachsveitin í Skálholti
Kl. 17:00 Strengjakvartettar eftir
L. Boccherini og J. Haydn.
Skálholtskvartettinn
Kl. 21:00 Íslensk og evrópsk tónlist
frá endurreisn og barokktíma.
Eyjólfur Eyjólfsson tenór,
Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla og
Arngeir H. Hauksson teorbe.
SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST
KL. 15:00 Sjá laugard. kl. 21:00.
Kl. 17:00 Messa með þátttöku
Eyjólfs Eyjólfss. og hljóðfæraleikara.
MÁNUDAGUR 2. ÁGÚST
KL. 15:00 Sjá laugard. kl. 15:00.
AÐGANGUR ÓKEYPIS
SUMARTÓNLEIKAR Í
SKÁLHOLTSSKIRKJU
26. júní - 2. ágúst 2004
VIÐEY
Gönguferðir öll þriðjudagskvöld
kl 19:30.
Fjölskyldudagar á sunnudögum.
Ljósmyndasýning í skólahúsinu um
Viðey á fyrri hluta 20. aldar.
Tuttugu ný fræðsluskilti í þorpinu.
Minnum á listaverk Richard Serra, nýjan
upplýsingabækling, ókeypis hjólalán,
grillaðstöðu, tjaldstæði, veitingasölu, fjölda
gönguleiða, óspillta náttúru og friðsæld.
Nánari upplýsingar:
arbaejarsafn.is,
videy@rvk.is og s: 693-1444.
ÚTIMÁLNING
OG
VIÐARVÖRN HELGARPISTILLINN Lifi nikkarar
„Nikkarar eru fljótir að koma
auga á aðra nikkarar og nikka til
þeirra. Nikkið er þeirra ósýnilega
handaband.“
■
Sem er? Sniðug hugmynd fyrir þá sem þola ekki olíu-
borna saltputta eftir poppát. Poppgaffallinn er þríarma
plastgaffall sem stungið er ofan í popppoka. Halda skal
á poppgafflinum með þumalputta, vísifingri og löngu-
töng og stinga á kaf í popppokann. Ýmist er hægt að
veiða mörg popp úr pokanum í einu eða fá sér eitt og
eitt í einu allt eftir lystugleika. Þetta stórfína hjálpartæki
hentar líka sérstaklega vel fyrir þá sem finnst poppið
aldrei nógu salt því á toppi gaffalsins er saltbaukur með
loki.
Saga? Poppgaffallinn sást fyrst í búðum hér á landi í vor
við kynningu á Orville-örbylgjupoppi en gaffallinn fylgdi
þá frítt með popppokanum úti í búð. Eftir því sem best er
vitað á poppgaffallinn uppruna sinn í Belgíu.
Fáanlegt? Hægt er að panta poppgaffalinn í gegnum
heimasíðuna popcornfork.com.
Kostar? 12 í pakka kosta um 700 íslenskar krónur.
| DÓTAKASSINN |
FOREST WHITAKER
Verður í Garðabænum í ágúst.
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM HELGARPABBA
BALTASAR KORMÁKUR
Segir Juliu Stiles hafa leikið Aron Eckhart
út af sviðsbrúninni og upp í stúku.
Dótið? Poppgaffall
JULIA STILES
Ein heitasta leikkona í heimi heillaði
Baltasar er hann sá hana á sviði í London.