Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 10
3. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR FORSETI Ólafur Ragnar Grímsson var settur forseti Íslands í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í dómkirkjunni og á Alþingi á sunnudag. Í innsetn- ingarræðu hélt forsetinn í alþingishúsinu. „Þjóðin hefur nú í þriðja sinn falið mér að gegna embætti forseta Íslands og bera ábyrgð og skyldur sem traustinu fylgja. Þakklæti til fólksins í landinu og virðing fyrir arfleifð Íslendinga og væntingum almennings um farsæla framtíð eru mér efst í huga á þessari stundu. Árin sem liðin eru frá því ég stóð fyrst í þessum sporum hafa verið lærdómsrík og gefandi, oft erfið en líka auðug af gleðistundum. Vonandi nýtist sú reynsla mér á þeirri göngu sem framund- an er,“ sagði forsetinn í upp- hafi ávarps síns. „Embætti forseta Ís- lands hefur breyst í tím- ans rás og svo mun ein- nig verða um ókomin ár. Mikilvægt er þó að varðveita rætur þess í vitund þjóðarinnar og sess þess í stjórnskip- un landsins um leið og tekist er á við um- breytingarnar sem einkenna framrás heimsins og fram- tíð Íslendinga,“ sagð forsetinn jafnframt. „Kjarni lýðræðisins er að for- seti, Alþingi og stjórnvöld öll lúti vilja þjóðarinnar og leiðsögn, starfi í þágu markmiða sem hún hefur með sam- ræðum og víðtækri þátttöku gert að sínum. „Trúin á þjóðina, traust á almenningi, er grund- völlur stjórnskipulags vors,“ sagði Ásgeir Ás- geirsson þegar hann tók við embætti forseta hið fyrsta sinn. Lýðræðisandi Íslendinga er leiðarljósið sem vísar veginn,“ sagði Ólafur Ragnar. ■ INNSETNING Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur inn í embætti í þriðja sinn á sunnudag. Athöfnin hófst kl. 15 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék ætt- jarðarlög á Austurvelli. Helgi- stund hófst í dómkirkjunni kl. 15.30. Auk boðsgesta var almenn- ingi leyfður aðgangur meðan hús- rúm leyfði. Rétt eftir kl. 16 var gengið úr kirkju til alþingishúss, en lögreglu- menn stóðu þar heiðursvörð. Fremstir gengu forseti Íslands og forseti Hæstaréttar, Markús Sigur- björnsson, en á eftir þeim gengu Dorrit Moussaieff forsetafrú og biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigur- björnsson, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, og Hall- dór Blöndal, forseti Alþingis. Meðal gesta við athöfnina í al- þingishúsinu voru Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti, Stein- grímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, alþingismenn, hæstaréttardómarar, biskupar landsins, Þórólfur Árnason borgar- stjóri, erlendir sendiherrar og full- trúar úr félagasamtökum og at- vinnulífinu. Auk þess var nánasta fjölskylda forsetans og forsetafrú- arinnar viðstödd. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því að Ólafur Kjartan Sigurðarson söng einsöng. Forseti Hæstaréttar lýsti því næst yfir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs og mælti fram drengskaparheit að stjórnar- skránni, sem forsetinn síðan undir- ritaði. Forseti Hæstaréttar afhenti forseta kjörbréfið með árnaðarósk- um og gekk forseti þá ásamt for- setafrú fram á svalir alþingishúss- ins þar sem hann minntist fóst- urjarðarinnar. Tekið var undir fer- föld húrrarhróp bæði á Austurvelli og í þingsal. Þá flutti forseti ávarp þar sem hann sagði meðal annars: „Stuðningur fólks um landið allt, til sjávar og sveita, í þéttbýli og fá- mennum byggðum, hlýhugur ykkar og velvild hafa veitt mér styrk til að takast á við vandasöm verkefni og ég flyt ykkur öllum einlægar þakk- ir“. Athöfninni lauk með því að dómkórinn flutti þjóðsönginn. Forsetafrúin klæddist skaut- búningi, sem er mesti viðhafnar- búningur íslenskra kvenna, en upp- haf hans má rekja til 1857. Skaut- búningurinn sem forsetafrúin klæddist var saumaður 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu, samkvæmt upplýs- ingum frá forsetaskrifstofunni. Búningurinn var saumaður á Jós- efínu Helgadóttur, eiginkonu Skúla Guðmundssonar, fyrrum alþing- manns, ráðherra og kaupfélags- stjóra í Húnavatnssýslu. sda@frettabladid.is Forseti í þriðja sinn Innsetningarathöfn forseta fór fram á sunnudag við hátíðlega athöfn. Í ávarpi sínu þakkaði forsetinn stuðning fólks um landið allt. Forsetafrú klæddist mesta viðhafnarbúningi íslenskra kvenna, skautbúningnum. FORSETI ÍSLANDS, ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON OG DORRIT MOUSSAIEFF FORSETAFRÚ Eftir að hafa unnið drengskaparheit að stjórnarskránni gekk forseti ásamt forsetafrú fram á svalir alþingishússins þar sem hann minntist fósturjarðarinnar. Tekið var undir ferföld húrrarhróp bæði á Austurvelli og í þingsal. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N LÖGREGLA STENDUR HEIÐURSVÖRÐ Forseti Íslands var settur í embætti í þriðja sinn á sunnudag. GENGIÐ FRÁ DÓMKIRKJU Í ALÞINGISHÚS Forseti Íslands og forseti Hæstaréttar fremstir í fylkingu. Úr innsetningarræðu forsetans: Lýðræðisandi er leiðarljósið G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.