Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 12
12 3. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR HITABYLGJA Þessi ungi piltur er meðal þeirra Svisslendinga sem leituðu sér kælingar í Lemanvatni í gær. Mjög heitt hefur verið í Sviss undanfarna daga og hefur hitinn farið í allt að 35 gráður. Tyrknesk vörubílasamtök hætta að flytja vistir til bandaríska heraflans í Írak: Aftaka veldur stefnubreytingu TYRKLAND-AP Samtök tyrkneskra vörubílstjóra hafa tilkynnt að þau hætti að flytja vistir til bandaríska herliðsins í Írak. Milli tvö og þrjú hundruð vöru- bílar í eigu tyrkneskra fyrir- tækja færa bandaríska herliðinu í Írak vistir dag hvern. Tilkynningin fylgir í kjölfarið á birtingu upptöku sem sett var á alnetið þar sem mannræningj- ar sjást taka af lífi tyrkneskan vörubílstjóra sem hafði verið rænt í Írak. Á upptökunni sést tyrkneski gíslinn, Murat Yuce, lesa upp orðsendingu þar sem tyrknesk fyrirtæki eru vöruð við að aðstoða herafla Bandaríkj- anna í Írak. Talið er að mann- ræningjarnir tilheyri jórdönsk- um hryðjuverkasamtökum sem tengjast al-Kaída. Yfirmaður alþjóðlegra vöru- flutningasamtakanna segist vona að stefnubreyting samtak- anna leiði til þess að mannræn- ingjar í Írak sleppi úr haldi tveimur öðrum tyrkneskum bíl- stjórum sem teknir hafa verið í gíslingu. ■ Vel heppnuð þjóð- hátíð í Eyjum Hátt í tíu þúsund manns voru í brekkusöng á lokakvöldi þjóðhátíðar. Hátíðin gekk vel. Formaður þjóðhátíðarnefndar hrósar lögreglu fyrir vel unnin störf. Hljómsveitin Egó kom, sá og sigraði. ÞJÓÐHÁTÍÐ Talið er að hátt í tíu þús- und manns hafi tekið þátt í brekkusöngi á sunnudagskvöldi á þjóðhátíð í Eyjum. Árni Johnsen stjórnaði kórnum, sem hann sagði vera hinn stærsta í Evrópu, og skapaði mikla stemningu meðal hátíðargesta. Að loknum brekku- söng voru 130 blys kveikt í brekkunni og mynduð eldborg um dalinn. Þrátt fyrir fremur hráslaga- lega veðurspá skein skólin á þjóð- hátíðargesti og var sérstaklega blítt í veðri á laugardeginum. Veðrið varð nokkuð vont aðfara- nótt sunnudags, rigning og rok, en upp úr hádegi á sunnudag hafði aftur ræst úr veðrinu og var áfram hið besta fram undir mánudagsmorgun þótt geng- ið hafi á með nokkrum smá skúrum. Í gær kom hins veg- ar þokuslæðingur yfir Vesta- mannaeyjar og urðu miklar raskanir á flugáætlun. Dagskráin var með hefð- bundnu sniði og mest áhersla lögð á tónlistina og voru flest- ir mótsgestir sammála um að hápunktur hátíðarinnar hafi verið tónleikar Egó á laugar- dagskvöldið. Vanir þjóðhátíð- argestir telja að aldrei hafi jafn- margir safnast í brekkuna fyrir framan sviðið á laugardagskvöldi eins og nú. Eftir að hafa tekið nokk- ur af sínum þekktustu lögum sló Egó botn í tónleikana með laginu „Fjöllin hafa vakað“ við mikinn fögnuð áhorfenda og þegar síðasti tónninn var sleginn upphófst til- komumikil flugeldasýning. Sýning- in var glæsileg og aðstæður góðar enda gátu íbúar á Suðurlandi notið sýningarinnar. Á stóra sviðinu í Herjólfsdal spiluðu hljómsveitirnar Á móti Sól, Land og synir og á föstudags- kvöldinu tróð hljómsveitin Í svörtum fötum upp og vöktu mikla hrifningu meðal þjóðhátíð- argesta á öllum aldri. „Egó var frábær og Árni [John- son] rosalegur í gærkvöld. Endur- koman var frábær. Þetta var gargandi snilld,“ segir Páll Schev- ing, formaður þjóðhátíðarnefnd- ar, himinlifandi Hann segir hátíðarhöldin hafa gengið vel þótt nokkur fjöldi fíkniefnamála hafi komið upp. Páll segir að hafa verði í huga að málin hafi flest verið vegna einkaneyslu og segir að fjöldi fíkniefnamála beri þess fyrst og fremst vitni að lögreglan hafi staðið sig mjög vel í eftirliti. thkjart@frettabladid.is Landmælingar Íslands: Ísland endurmælt RANNSÓKNIR Landhnitakerfi Ís- lands verður endurmælt næstu tvær vikurnar af Landmælingum Íslands. Um er að ræða mælingu á grunnstöðvarnetinu en núverandi mælistöðvar eru um 119 talsins og voru síðast mældar fyrir 10 árum. Grunnstöðvanetið gegnir mikil- vægu hlutverki í ýmsum verkefn- um sem snúa að öryggi og stór- framkvæmdum en vegna hreyfing- ar landsins er nauðsynlegt að end- urtaka mælingar reglulega. Áætlað er að verkinu ljúki 14. ágúst en þetta er í fyrsta skipti sem Íslend- ingar sjá alfarið um undirbúning og framkvæmd mælinganna. ■ ■ EVRÓPA KYNFERÐISLEGA MISNOTKUN PRESTS Þekktur pólskur prests, Henryk Jankowski, sem var einn af leiðtogum Samstöðu, stjórnmálaafls Lech Walesa, á níunda áratugnum, hefur verið vændur um kynferðislega mis- notkun á fyrrum altarisdreng sínum. FLÓÐ Í UNGVERJALANDI Um hundrað heimili í norðaustan- verðu Ungverjalandi eru í hættu þar sem áin Hernad hefur flotið yfir bakka sína sökum mikilla rigninga. Íbúar á svæðinu kepp- ast nú við að gera varúðar- ráðstafnir til að koma í veg fyrir frekara tjón af völdum flóða. AFTAKA Tyrkneski gíslinn Murat Yuce tekinn af lífi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ó R LI N D U R BRENNAN Á FJÓSAKLETTI Tryggvi Þór Hafstein og Jens Þór Jensson fylgdust með brennunni á Fjósakletti á föstudagskvöld. BLYSBORG UM DALINN Það var tilkomumikil sjón þegar kveikt var á 130 blysum í hlíðum Herjólfsdals að loknum brekkusöng á sunnudagskvöld. Talið er að nálægt tíu þúsund manns hafi tekið undir með Árna Johnsen. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ó R LI N D U R BÚSÆLDARLEGIR Í BLÍÐUNNI Kristján, Gulli, Gummi, Stefnir úr Garða- bæ voru búsældarlegir á laugardeginum og höfðu hengt föt sín til þerris á tjaldsnúrunum. Þeir sögðu tónleikana hjá Egó hafa staðið upp úr þjóðhátíðinni. SÁTTAR EFTIR GÓÐA HELGI Mæja og Rannveig frá Akureyri voru á sinni fyrstu þjóðhátíð og voru sáttar í gær. „Þetta var alveg rosa- lega gaman,“ sögðu þær og gera ráð fyrir að koma aftur á þjóðhátíð í Eyjum. Á LEIÐ Í DALINN Þessar þrjár stúlkur komu til Eyja á laugardeginum og voru að koma sér fyrir á hátíðarsvæðinu upp úr hádegi á laugardag. Þá lék veðrið við Eyjamenn og gesti þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.