Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 39
Eftir viðburðaríkasta tímabil forsetaembættis íslenska lýð- veldisins frá upphafi hafa lík- lega margir lagt við hlustir þegar Ólafur Ragnar Grímsson flutti innsetningarræðu sína í alþingishúsinu á laugardaginn. Ýmsir veltu því fyrir sér hvort hann mundi víkja að fjölmiðla- málinu, hugmyndum stjórnar- flokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar eða reyna að skilgreina frekar skilning sinn á núverandi stöðu embættisins í íslenskri stjórnskipan. Þeir sem þannig hugsuðu urðu fyrir von- brigðum. Ræða Ólafs Ragnars var hefðbundin hátíðarræða, ágæt út af fyrir sig en svo al- mennt orðuð að hún gefur ekki mikið tilefni til útlegginga eða umþenkinga. Þó er ástæða til að vekja athygli á þremur atriðum sem forsetinn hafði orð á. Í fyrsta lagi vék hann að inn- flytjendum á Íslandi og fram- lagi þeirra til íslensks þjóð- félags á mjög lofsverðan hátt sem uppörvandi er fyrir ört vaxandi hóp aðfluttra Íslend- inga: Hinir nýju landnemar Íslands sem hingað hafa komið á síðari árum hafa auðgað samfélag okk- ar að grósku og fjölbreytileika. Þáttur þeirra í umsköpun Ís- lands mun verða æ ríkari og er það vel. Það hefur ætíð verið styrkur íslenskrar menningar að þiggja eins og Kristján Eldjárn sagði þegar hann í fyrsta sinn stóð í þessum sporum „frjóvg- andi áhrif frá menningu annarra þjóða, hún hefur ekki einangr- ast, jafnvel á þeirri tíð, þegar landið var langt úr þjóðbraut“. Ummæli sem þessi hafa sína þýðingu og leggja lóð á vogar- skál umburðarlyndis og víð- sýnis í íslensku þjóðfélagi. Þá vék Ólafur Ragnar að verkefnum sem Íslendingar hafa tekið að sér utan land- steinanna í þágu alþjóðasam- félagsins: Við erum nú alþjóðlegri en nokkru sinni og höfum sýnt að við eigum erindi í hóp hinna fremstu, að við skiptum máli þegar þörfin er brýnust. Við stundum hjálparstörf víða um heim, leggjum lið í baráttu gegn fátækt og hungri. Við tökum aukinn þátt í friðargæslu og reynum að miðla af reynslu okk- ar við að varðveita samfélag án ótta og áleitni, ógnar og vopna- skaks. Við leitum samstarfs í fjarlægum álfum og höfum tekið forystu um þróun aukinna tengsla á Norðurslóðum. Allt vitnar þetta um breytta heims- mynd og nýjar áherslur í utan- ríkismálum, sýnir hvernig lítil þjóð getur látið til sín taka í ver- öldinni. Það hefði áður þótt framandi hugsun en er nú ög- randi veruleiki. Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að nokkur pólitískur ágreiningur hefur verið um þessi nýju verkefni Íslendinga, sérstak- lega friðargæsluna í Afganistan, en því hefur verið haldið fram að hún væri vísir að íslenskum her. Forseti Íslands er greinilega þeirrar skoðunar að hér séu stjórnvöld á réttri braut. Loks voru í ræðu Ólafs Ragn- ars nokkur orð um forsetaemb- ættið og lýðræðið. Snemma í ræðunni komst hann svo að orði: Embætti forseta Íslands hefur breyst í tímans rás og svo mun einnig verða um ókomin ár. Mikilvægt er þó að varðveita rætur þess í vitund þjóðarinnar og sess þess í stjórnskipun landsins um leið og tekist er á við umbreytingarnar sem ein- kenna framrás heimsins og framtíð Íslendinga. Og síðar sagði hann, þegar hann vék að því hvernig heim Íslendingar vildu skapa, hvert erindi þjóðar- innar væri: Slíkum spurningum svarar þjóðin sjálf. Kjarni lýð- ræðisins er að forseti, Alþingi og stjórnvöld öll lúti vilja þjóðar- innar og leiðsögn, starfi í þágu markmiða sem hún hefur með samræðum og víðtækri þátttöku gert að sínum. Þau ummæli Ólafs Ragnar að mikilvægt sé að treysta sess for- setaembættisins í stjórnskipan landsins verða ekki skilin öðru vísi en sem stefnuyfirlýsing hans um að halda beri völdum embætt- isins óbreyttum eins og þau hafa þróast í meðförum hans og fyrri forseta. Ljóst er því að hann er andvígur fyrirhuguðum breyt- ingum stjórnarflokkanna á stjórnarskránni hvað þetta varð- ar – og kemur víst engum á óvart. Það er út af fyrir sig vel mælt þegar sagt er að kjarni lýðræðis- ins sé að forseti, Alþingi og stjórnvöld öll lúti vilji þjóðarinn- ar og leiðsögn. Vandinn í þessu er hvernig nákvæmlega menn finna út hver vilji þjóðarinnar er hver- ju sinni og hvernig átta má sig á leiðsögn hennar. Hvernig ná- kvæmlega finnur til dæmis for- seti Íslands að „gjá“ er á milli þingvilja og þjóðarvilja? Um þetta hefði verið áhugavert að heyra hugleiðingar forseta Ís- lands, en líklega hefur hann ekki talið að þetta væri staður og stund fyrir þær. En hvenær þá? má spyrja. Fjarvera nokkurra ráðherra og þingmanna úr stjórnarliðinu, einkum Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli. „Þögul mótmæli“ af þessu tagi eru skiljanleg eftir átök undanfarinna vikna og mán- uða og sýna djúpstæða reiði og biturleika. En tæpast er hægt að telja þetta sérstakt styrkleika- merki. Viðeigandi hefði verið að Ólafur Ragnar hefði notað tæki- færið við embættistökuna og sent Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra, sem á við veikindi að stríða, kveðju. Þjóðin þarf á því að halda að forystumenn hennar láti ágreining um stjórnmál og stjórnskipan ekki eyðileggja mannlega þætti og persónuleg samskipti. Klæðnaður boðsgesta var gerður að umtalsefni í fréttum Stöðvar 2 um helgina. Gerð er krafa um að gestir við athöfnina mæti í hátíðarbúningum, karlar í kjólfötum og konur í síðum kjól- um. Finnst sumum þetta hégóm- legt, en þá er nú æði margt í félagslífi og tyllidagastandi þjóð- arinnar undir sömu sök selt. Hafa ber í huga að klæðnaðurinn er hefð frá upphafi forsetaem- bættisins og gefur athöfninni, sem er afar mikilvæg, óneitan- lega hátíðlegan blæ og virðuleg- an. Svolítið skondið var að fylgj- ast með þeirri upprifjun Stöðvar 2 að árið 1988 hefði þáverandi al- þingismaður og formaður Al- þýðubandalagsins mætt við em- bættistöku Vigdísar Finnboga- dóttur í hversdagsfötum og þannig viljað mótmæla „hégóm- anum“. Þar var á ferð enginn annar en núverandi forseti Ólaf- ur Ragnar Grímsson! gm@frettabladid.is 19ÞRIÐJUDAGUR 3. ágúst 2004 Hefðbundin hátíðarræða við embættistöku INNSETNINGARRÆÐAN Ekki verður vart við gleðisvip á andliti handhafa forsetavalds. GREINING FBL FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.