Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 54
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Egó. Björgólfur Guðmundsson. Hammarby. Gísli um alla Evrópu Hot Damn! er dúett Jenna, söngv- ara Brain Police, og Smára Tarfs gítarleikara sem leikið hefur með fjölda sveita í gegnum tíðina. Það sem er sérstakt við sveitina er að hún leikur blúsrokk í sínu ber- strípaðasta formi, aðeins söng og kassagítar. Lag þeirra Hot Damn!, That Woman is a Man situr nú í öðru sæti vinsældalista X-sins 977. Piltarnir strunsuðu á dögunum til Akureyrar, heimabæjar Jenna, og tóku upp myndband við lagið í partí á þeim tíma sem gleðskapur- inn var við það að renna út. „Þetta var bara eitthvað lið sem var þarna í partíinu sem við þekkt- um í rauninni ekkert,“ segir Jenni. „Allir orðnir blindfullir og svo var Díana Ómel þarna líka.“ Það hlýtur að teljast skemmtileg tilviljun að einn frægasti kynskipt- ingur landsins skuli hafa endað í myndbandinu. Texti þess fjallar nefnilega um það þegar karlmaður áttar sig á því að konan sem kom heim með honum er alls ekki kona. „Það kæmi okkur ekkert á óvart að strákarnir í Geimstofunni, sem gerðu myndbandið, hafi verið búnir að plana þetta. Hún vissi alveg ná- kvæmlega um hvað málið snerist og var rosalega ánægð með það að fá að vera í myndbandinu í síðasta skiptið sem hún er kall. Hún er núna með nett kombakk áður en hún missir typpið,“ segir Jenni og hlær. Báðir eru þeir félagar á því að hún verði hinn vænsti kvenkostur og efast ekki um að margir karl- menn eigi eftir að falla kylliflatir. Myndbandið er sýnt á Skjá einum og á rokk.is, þar sem 3000 manns hafa þegar nálgast lagið. Myndbandið hefur þó ekki enn hlot- ið náð þeirra sem velja lögin inn á PoppTívi, þrátt fyrir vinsældir þess. „Við höfum hvorki fengið já eða nei, bara loðin og leiðinleg svör. Kannski myndu þeir spila þetta ef ég færi í klippingu og Smári myndi raka af sér skeggið?“ Fyrsta breiðskífa Hot Damn! kemur út um miðjan september og mun hún bera heitið The Big'n Nasty Groove'O Mutha. ■ Í partí með Díönu Ómel 34 3. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Velgengni Gísla Kristjánssonar hefur að mestu farið fram hjá Ís- lendingum en tónlistarmaðurinn hefur verið búsettur í Noregi undanfarin tíu ár. Hann öðlaðist vinsældir sem lagasmiður og trommuleikari norsku hljóm- sveitarinnar Pornshot en sagði skilið við hana fyrir skemmstu og gerði sjálfur fimm platna samning við útgáfurisann EMI. Gísli lauk við sína fyrstu sóló- plötu, How About That, fyrir nokkrum árum síðan en hún verður gefin út í september og dreift um Evrópu. Að sögn Gísla er draumurinn að rætast. „Ég geri ekkert nema spila á gítar all- an daginn og fæ borgað fyrir, ein- mitt það sem mig hefur alltaf langað til. Eftir að ég fór að vinna fyrir EMI fæ ég að ferðast um allt, halda tónleika og þeir skipta sér ekkert af því hvernig tónlist- in mín er. Ég sem lögin og flyt þau sjálfur, reyndar með aðstoð hljómsveitar en það segir mér enginn hvernig ég á að gera hlut- ina sem er mjög gott.“ Gísli hefur kynnt efni nýju plötunnar, m.a. á Hróarskeldu, Quart og Glastonbury-hátíðunum Myndband við titillagið hefur fengið mikla spilun á evrópsku MTV-sjónvarpsstöðinni. Hann hefur einnig eytt miklum tíma við lagasmíðar og á nú efni í tvær nýjar plötur sem óvíst er hvenær gefnar verða út. Í kjölfar How About That fylgir langt tónleika- ferli og mun Gísli þá m.a. fara til Þýskalands, Frakklands og úti- lokar ekki Ástralíu eða Banda- ríkin. Titillagið hefur hljómað á útvarpsstöðvum í Ástralíu en að sögn Gísla tekur skipulagning á slíkum viðburðum alltof langan tíma. Airwaves í fyrra var fyrsta og eina skiptið sem Gísli lék á Ís- landi. „Aðallega er það vegna þess hve dýrt er að fljúga með heila hljómsveit til landsins. Mér fannst hins vegar rosalega gaman að spila á Íslandi en var mjög stressaður að þekkja alla í saln- um. Ég held að það hafi verið auð- veldara að spila fyrir sjö þúsund manns í Bretlandi en fyrir fjöru- tíu íslenska vini sína!“ Gísli segir það ekki á döfinni að flytja til Íslands. „Eins og stendur á ég hvergi heima, ég er alltaf á ferðalögum og hef það bara gott á hótelum og flug- völlum.“ ■ TÓNLIST ■ Fyrsta sólóplata Gísla kemur út í september. í dag Dorrit blómstraði en hálfur þingheimur í fríi Reykhólar Prestssonur gekk berserksgang Stuðmenn fylltu Laugardalinn 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Lárétt: 1sori,5ans,6no,7ko,8fár, 9gölt,10au,12leu,13und,15gg, 16saur, 18gaur. Lóðrétt: 1saklausi,2ono,3rs,4hortug- ur, 6náleg,8, föl, 11una,14dug,17ra. Lárétt: 1 groms, 5 svar, 6 nafnorð, skst., 7 rothögg, 8 drepsótt, 9 svín, 10 tvíhljóði, 12 konunnafn (þf), 13 sár, 15 tveir eins, 16 skítur, 18 nagli. Lóðrétt: 1 óseki, 2 yoko Ö, 3 í röð, 4 ósvífinn, 6 ótuktarleg, 8 snjóhula, 11 dvelja, 14 kraft, 17 sólguð. Lausn: „Ég myndi velja eina litla, meiri- háttar mynd. Hún heitir Mjólkur- stúlkan eftir Jan Vermeer. Það er stúlka sem er að hella mjólk í skál. Hún er gersamlega tímalaus, það hvílir alger friðsæld yfir þessari mynd,“ segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafns Akureyr- ar. „Að horfa á þessa mynd í tíu mínútur kemur í staðinn fyrir marga tíma í jóga. Kyrrðin er yfir- gengileg,“ segir Hannes og lætur fylgja með að nýlega hafi verið skrifuð skáldsaga um samband Vermeer og stúlkunnar á mynd- inni, Stúlkan með perlueyrnalokk, sem einnig hefur verið kvikmynd- uð. „Það er búið að skrifa mikið um þetta verk, um mynduppbygg- inguna, ljósið í myndinni og fleiri slíka þætti. Ekkert af þessu skiptir hins vegar máli. Það er kjarninn í myndinni sem skiptir mestu máli og hann verður ekki fangaður með orðum,“ segir listfræðingurinn að lokum. | SÉRFRÆÐINGURINN | Uppáhaldslistaverk: Hannes Sigurðsson listfræðingur MJÓLKURSTÚLKAN Uppáhaldslistaverk Hannesar Sigurðs- sonar er þessi mynd eftir Jan Vermeer. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L HOT DAMN Vingjarnlegir, loðnir menn. GÍSLI KRISTJÁNSSON Íslendingurinn segir drauminn loksins vera að rætast, sólóplötu hans verður dreift víðsvegar um Evrópu. Vísnaskáldið og leikstjórinn HörðurTorfason var vígður í hjónaband með hinum ítalska Massimo í fyrra en parið ákvað að halda ærlega brúðkaupsveislu í október á þessu ári. Ástæðuna segir Hörður vera að mikið af erlendum vinum er boðið í veisluna og erfitt var að finna hentuga tímasetningu. Heimildir Frétta-blaðsins herma að meðal þeirra er- lendu gesta séu að finna nöfn á borð við ástralska tónlist- armanninn Nick Cave og Danann Kim Larsen. Eftir langa dvöl er- lendis hefur Hörður kynnst mörgum úr tón- listarbransanum og sögur fara af því að Nick Cave hafi áður mætt á tónleika vísna- skáldsins. FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.