Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 2
2 24. maí 2004 MÁNUDAGUR Mjög vel. Hann er mjög þægilegur í umgengi. Ingibergur Sigurðsson er kosningastjóri forseta- framboðs Ástþórs Magnússonar. Ingibergur er glímukappi mikill og hefur unnið sjö Íslandsmeist- aratitla á ferli sínum. SPURNING DAGSINS Ingibergur, hvernig gengur þér að glíma við Ástþór? Þak nýbyggingar á flugvelli hrundi Allt að sex fórust í slysi á Charles de Gaulle-flugvelli í París í gærmorg- un. Talið er að hönnunargalli hafi valdið slysinu. Byggingin var opnuð fyrir minna en ári síðan. PARÍS, AP Stór hluti þaks nýbygg- ingar á Charles de Gaulle-flug- vellinum í París hrundi fyrir- varalaust klukkan 7 í gærmorg- un að staðartíma. Að minnsta kosti fimm fórust og þrír slösuð- ust. Talið var hugsanlegt að tala látinna færi upp í sex. Slysið varð í þrjátíu metra löngum tengigöngum en fáir voru á ferli þegar slysið varð. Yfirvöld sögðu í gær að ekk- ert benti til þess að um hryðju- eða skemmdarverk væri að ræða en yfirgripsmikil rann- sókn var sett af stað um leið og slysið varð. Líklegt er að ástæða slyssins sé hönnunargalli. Sumir sjónarvottar sögðust hafa heyrt brak og bresti úr loft- inu en yfirmaður flugvallarins sagði ekkert hafa bent til þess að líklegt væri að þakið gæfi sig. Þá sáu sumir sementsryk mylj- ast úr loftinu skömmu fyrir hrunið. Álman sem hrundi var opnuð fyrir aðeins ellefu mánuðum. Töluverðar tafir urðu á opnun álmunnar og sögðu franskir fjöl- miðlar í gær að það hafi meðal annars komið til þegar eftirlits- menn urðu vitni af því að ljósa- virki hrundi úr loftinu. Álman sem hrundi, álma 2-E, var álitin djásn flugvallarins og kostaði yfir sextíu milljarða króna. Var svæðið einkum notað fyrir ìfínniî gesti flugvallarins. Við álmuna voru stæði fyrir sautján flugvélar en álmunni hefur nú verið lokað og mun lok- unin valda auknu álagi og töfum á flugvellinum. Álmunni sem hrundi var ætlað að taka við um tíu milljónum gesta á ári. Slysið er talið geta haft vond áhrif á upphaf ferðamannatímabilsins í Frakklandi. Jacques Chirac Frakklands- forseti sagði að nauðsynlegt væri að komast til botns í ástæð- um slyssins og vottaði aðstand- endum þeirra sem fórust samúð sína í gær. Bæði innanríkisráð- herrann og samgönguráðherr- ann rannsökuðu vettvang slyss- ins í gær. Að sögn Guðjóns Arngríms- sonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur slysið ekki áhrif á ferðir félagsins til París- ar enda varð það á allt öðrum stað á flugvellinum en vélar Icelandair notast við. ■ Nýr forseti kjörinn í Þýskalandi: Frambjóðandi stjórnar- andstöðunnar náði kjöri BERLÍN, AP Horst Koehler er nýr forseti Þýskalands. Hann var kjörinn þrátt fyrir andstöðu sósí- aldemókrataflokks Gerhards Schröder. Koehler hlaut 604 at- kvæði gegn 589 atkvæðum Gesine Schwan, sem naut stuðnings ríkis- stjórnarflokkanna, á sérstökum fundi sameinaðs þings Þýska- lands. Í sameinuðu þingi hafa kristi- legir demókratar meira vægi en í neðri deild þingsins sökum sterkrar stöðu sinnar í héraðs- stjórnum víða um landið. Angela Merker, formaður kristilegra demókrata, segir kjör Koehler boða gott fyrir stöðu hægri og miðflokka í Þýskalandi. Forsetaembættið í Þýskalandi er mjög valdalítið. Forsetinn gegnir skyldum þjóðhöfðingja við formleg tilefni en er jafnan ekki þátttakandi í daglegu pólitísku argaþrasi. Hins vegar er gjarnan litið til forsetans sem sameining- artákns og fyrirmyndar í siðferð- islegum efnum. Koehler er hagfræðingur og fyrrum yfirmaður alþjóðagjald- eyrissjóðsins IMF. Hann á að baki reynslu innan þýsku stjórnsýsl- unnar áður en hann tók við störf- um á alþjóðlegum vettvagni. Hann er 61 árs gamall. Johannes Rau, sem var kjörinn fyrir fimm árum, lætur af emb- ætti. ■ Noregur: Verkfalli blaða- manna lokið NOREGUR, AP Verkfalli norskra blaðamanna lauk á laugardags- kvöld þegar skrifað var undir nýjan kjarasamning milli blaða- mannafélagsins og samtaka blaðaútgefanda. Samningurinn gildir í tvö ár. Verkfallið stóð í ellefu daga en deilt var um eftir- launamál. Deilendur ákváðu að leggja þann ágreining til hliðar og láta núgildandi eftirlaunafyr- irkomulag haldast óbreytt út samningstímann. Stærstu dagblöðin í Noregi, Aftenposten, Verdens Gang og Dagbladet komu því út í gær eft- ir tveggja vikna hlé. ■ LANDSBANKINN Þrír menn eru í haldi lögreglu vegna bankaránsins í útibúi Landsbankans í Graf- arvogi. Bankaránið við Gullinbrú: Þriðji mað- urinn í haldi BANKARÁN 26 ára gamall karlmaður gaf sig fram við lögreglu í fyrra- kvöld vegna bankaránsins í Grafar- vogi á föstudag. Hann var úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 26. maí. Hann var í vitorði með tveimur mönnum sem sitja nú þegar í haldi lögreglunnar. Annar þeirra ógnaði starfsmanni bankans með öxi og náðist á hlaupum nokkrum mínút- um síðar. Hinn var tekinn síðar sama dag. Karl Steinar Valsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, telur ekki fleiri viðriðna málið þó að það hafi ekki verið útilokað. ■ Ráðherra í Ísrael: Ummæli valda reiði JERÚSALEM, AP Yosef Lapid, dóms- málaráðherra Ísraels, segir að mynd- ir af eyðileggingu palestínskra heim- ila minni sig á það sem amma hans hafi gengið í gegnum í Þýskalandi er gyðingar voru ofsóttir af nasistum. Ráðherrann hefur ekki viljað líkja aðgerðum ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum við hel- förina en ofangreind ummæli hans hafa vakið mikla reiði meðal annarra meðlima ríkisstjórnarinnar. Ariel Sharon forsætisráðherra segir ummælin varpa olíu á eld deilna í landinu og harðlínumenn í röðum Likúdflokksins vilja að Lapid dragi samlíkinguna til baka. ■ Breska sendiráðið í Íran: Mótmæli vegna her- námsins í Írak MÓTMÆLI Í ÍRAN Talið er að um 400 manns hafi mótmælt fyrir fram- an breska sendiráðið í Teheran í Íran í gær vegna hernáms Bandaríkjamanna, Breta og bandalagsþjóða í nágrannarík- inu Írak. Fólkið kastaði steinum að sendiráðinu og krafðist þess að sendiherra Breta í Íran yrði vísað úr landi vegna hernáms- ins. Lögreglan í borginni reyndi allt sem hún gat til að halda fólk- inu frá. Mótmælin fóru fram fyrir utan sendiráð Breta því Bandaríkjamenn hafa ekki rekið sendiráð í Íran frá því að þeir slitu stjórnmálasambandi við landið árið 1980. ■ Sprengjuárás í Kasmírhéraði á Indlandi Tuttugu og átta létust og tugir særðust SPRENGJUÁRÁS Í KASMÍR Tuttugu og átta manns létu lífið og tugir særðust í sprengjuárás á rútu í Kasmírhéraði á Indlandi í gær. Fórnarlömbin eru hermenn og fjölskyldur þeirra sem voru í rút- unni og eru sex konur og tvö börn á meðal þeirra látnu. Árásin er sú alvarlegasta í langan tíma, voru líkin illa leikin og erfiðlega gekk að bera kennsl á þau. Rútan var að keyra yfir brú nálægt þorpinu Lower Munda en búið var að koma sprengjunni fyrir undir henni. Árásarmennirnir koma úr röð- um þeirra sem berjast fyrir að- skilnaði Kasmírhéraðs frá Ind- landi og hafa þeir lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin átti sér stað að- eins klukkutíma eftir að nýkjörin stjórn Manmohan Singh tók við völdum en eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar er að leysa úr deilunni um Kasmír. ■ Sovéskur herforingi: Bjargaði heiminum MOSKVA, AP Fyrrverandi yfir- maður í kjarnorkuvopnasveit- um Sovétríkjanna hefur verið heiðraður fyrir að koma í veg fyrir kjarnorkustríð. Stanislav Petrov stýrði varn- arkerfi Sovétríkjanna í septem- ber 1983 þegar kerfið gaf til kynna að Bandaríkin hefðu skotið kjarnorkuflaugum í átt til Sovétríkjanna. Petrov hafði innan við 20 mínútur til að ákveða að skjóta kjarn- orkuflaugum Sovétmanna eða aðhafast ekkert. Hann komst að þeirri niðurstöðu að kerfið hefði brugðist og gerði því ekk- ert. Bandarísku friðarsamtökin Borgarar heimsins heiðruðu hann á dögunum fyrir þetta. ■ NÝR FORSETI ÞÝSKALANDS Horst Koehler þakkar stuðning þingmanna í sameinuðu þingi Þýskalands í gær eftir að hann vann atkvæðagreiðslu gegn Gesine Schwan. HERMENN OG SJÁLFBOÐALIÐAR VIÐ BJÖRGUNARSTÖRF Í LOWER MUNDA 28 manns biðu bana og tugir særðust þegar sprengjuárás var gerð á rútu í Kasmírhéraði í gær. Aðskilnaðarsinnar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. VIÐ ÁLMUNA SEM HRUNDI Slökkviliðsmenn og rannsóknarmenn standa fyrir framan rústirnar af álmu 2E á Charles de Gaulle-flugvellinum í gær. MIKIL EYÐILEGGING Ekki er vitað hvað olli því að þak í álmu 2E hrundi í gær en fullyrt er að ekki sé um skemmdar- eða hryðjuverk að ræða. 02-03 23.5.2004 22:44 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.