Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 19
19MÁNUDAGUR 24. maí 2004 Baldur, sjómælingabátur Land-helgisgæslunnar, er nú við Austfjarðasvæðið, annað árið í röð. Tilgangur ferðarinnar er að ljúka við dýptarmælingar á hafsvæðinu frá Glettinganesi að Hlöðu vegna endurútgáfu á sjókorti númer 73 sem nær yfir firðina og hafsvæðið austur af þeim. Á þriðjudaginn í síðustu viku kom Baldur til hafnar á Seyðisfirði og segir Ásgrímur Ásgrímsson, deildarstjóri sjómælingadeildar, að þetta hafi verið í fyrsta sinn í 13 ár og 10 daga sem sjómælingabátur- inn vitjaði heimahagana. Baldur var smíðaður í Vélsmiðju Seyðis- fjarðar á árunum 1990-1991 og var næstsíðasta skipið sem þar var smíðað. Við þetta tækifæri fengu sumir sem komu að smíði bátsins að skoða hann að nýju, þeirra á meðal forsvarsmenn Vélsmiðjunnar. Út- litslega séð hefur Baldur ekki mikið breyst á þessum 13 árum en ein- hverjar endurbætur hafa þó verið gerðar á honum til að báturinn sé nýtanlegri fyrir sjómælingar. Á leið frá Seyðisfirði renndi Baldur yfir flakið af olíuskipinu El Grillo sem liggur á botni fjarð- arins rétt utan bryggjunnar og var fjölgeislamælir bátsins látinn ganga. Með endurvarpi hljóðs var hægt að framkalla skýrar myndir af flakinu. ■ Baldur á heimahaga 24. MAÍ SJÓMÆLINGABÁTURINN BALDUR Við höfn á Seyðisfirði en hann var smíðað- ur í Vélsmiðju Seyðisfjarðar. PRISCILLA PRESLEY Leikkonan og ekkja rokkgoðsins Elvis Presley er 59 ára í dag. TÍMAMÓT SJÓMÆLINGABÁTUR LAND- HELGISGÆSLUNNAR ■ kom til Seyðisfjarðar í fyrsta sinn í 13 ár. EL GRILLO Fjölgeislamælir Baldurs náði skýrum myndum af flaki olíuskipsins. FINNBOGI MARINÓSSON Verður með þætti um hljómsveitina Deep Purple á Rás 2 næstu fjóra laugardaga. Hver? Finnbogi Marinósson ljósmyndari á Ak- ureyri. Hvar? Á Íslandi. Hvaðan? Er rokkari úr Breiðholtinu. Hvað? Verð með fjóra þætti á Rás 2 sem heita Sometimes I feel like screaming og þar verður fjallað um sögu hljómsveitarinnar Deep Purple. Í þáttunum verður kafað eins langt aftur og hægt er og fram til dagsins í dag og hoppað og skoppað um ferilinn. Hvenær? Fyrsti þátturinn fer í loftið 29. maí á laugardegi klukkan fimm og svo eru þeir í þrjá laugardaga þar á eftir. Hvernig? Ég reyni að láta tónlistina tala og hafa blaður í lágmarki þó það sé nauðsynlegt að hafa það með. Þetta eru skemmtileg- ir og fróðlegir þættir og ég sem áhuga- maður um rokksöguna hef ég sankað að mér efni í gegnum tíðina og þangað sæki ég lög, texta og fróðleik. Hvers vegna? Ég vann við dagskrárgerð á Rás 2 í gamla daga og á Akureyri. Útvarpsþátta- gerð er skemmtileg og þar sem Deep Purple er besta bandið ákvað ég að taka fyrir sögu bandsins þegar mér var út- hlutað fjórum þáttum á Rás 2. Það var svo tilviljun að þættirnir skyldu tengjast komu Deep Purple til landsins. ■ PERSÓNAN 18-55 Tímamót 23.5.2004 17:19 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.