Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 4
4 24. maí 2004 MÁNUDAGUR Berðu virðingu fyrir Alþingi og al- þingismönnum? Spurning dagsins í dag: Mun forsetinn staðfesta fjölmiðlalög- in? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 72% 28% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Nefndir og ráð á vegum ríkisins: Tíu hæstlaunuðustu með fimm milljónir hver ALÞINGI Sá sem fékk hæstu nefndar- launin á árunum 2001-2003 fékk nærri tíu milljónir fyrir að starfa í sjö nefndum. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins. Á árunum 2001-2003 störfuðu 4.496 manns í verkefnanefndum á vegum ráðuneyta, þar af 2.897 karlar og 1.599 konur. Opinberir starfsmenn úr hópi nefndarmanna voru alls 2.126. Alls voru greiddar rúmar þrjúhundruð milljónir fyrir nefndarsetu. Er meðaltalið því hundrað milljónir á ári. Alls fengu 1.185 nefndarmenn greidda nefndarþóknun sam- kvæmt úrskurði þóknananefndar þessi ár. Nefndarmenn er fengu laun sem ekki tóku mið af ákvörð- un þóknananefndar árin 2001- 2003 voru 108. Tíu hæstlaunuðustu nefndar- mennirnir fengu alls rúmar fimm- tíu milljónir á tímabilinu. Störf- uðu þeir í þremur til sjö nefndum hver og fengu á bilinu þrjár til tíu milljónir. Alls sátu 706 manns í fleiri en einni nefnd á tímabilinu, þar af 176 í fleiri en þremur nefndum. Þar sem um þriggja ára tímabil er að ræða þarf viðkomandi nefndarmaður ekki að hafa átt sæti í fleiri en einni nefnd í einu. Einn átti sæti í tuttugu og einni nefnd og áttu sautján sæti í tíu nefndum eða fleiri. ■ Fjölskylda á Bræðraborgar- stíg óttast um líf sitt Sambýlisfólki hefur verið hótað lífláti og kveikt var í íbúð þeirra á fimmtudagskvöld þegar flösku með eldfimu efni var hent inn um gluggann hjá þeim. Þau telja líf sitt í hættu og hafa kært til lögreglu en fá ekki vernd þar sem málið er ekki talið nægilega alvarlegt. ÍKVEIKJA Sambýlisfólk sem fékk molotoff-kokteil inn um gluggann á íbúð sinni við Bræðraborgarstíg á fimmtudagskvöld óttast um líf sitt. Þau segja lögregluna ekki vilja aðhafast í málinu og taka gerandann úr umferð þótt hann hafi reynt að kveikja í heimili þeirra og þau hafi fengið lífláts- hótanir. Aðdagandi málsins er sá að á miðvikudagskvöld fór sambýlis- fólkið, Rakel Þrándardóttir og Örvar Ólafsson, á skemmtistaðinn Nasa þar sem Rakel sá til manns sem hún þekkti til fyrir nokkrum árum. „Þessi maður hafði gert mér mjög ljótan hlut sem ég vil ekki fara út í,“ segir hún. Maður- inn hennar hafi séð að ekki var allt með felldu og hafi í kjölfarið farið og rætt við manninn. „Þeim lendir saman og við förum heim. Á sunnudaginn mætir hann hér í tvígang með öðrum manni. Í fyrra skiptið börðu þeir allt að utan og þessi maður braut rúðu í húsinu. Í seinna skiptið reyndu þeir að komast upp á aðra hæðina þar sem við búum og við hringdum á lögregluna. Mennirnir létu sig hverfa í kjölfarið,“ segir Rakel. Um kvöldið ákvað sambýlis- fólkið að fara á leiklistarsýningu sem þau áttu miða á. Þau skildu eftir ljós í íbúðinni. „Þegar við komum heim aftur er lögreglan hér og hún sagði okk- ur að reynt hafi verið að kveikja í,“ segir Rakel. Hún segir lögregl- una ekki telja atvikið það alvar- legt að þau verðskuldi vernd. Parið segist hafa kært manninn. „Við vitum það að ef að lögreglan tekur hann getur málið haldið áfram að vinda upp á sig. Svona menn gefast ekkert upp og verða ennþá reiðari ef þeir eru teknir í sólarhring og sleppt. Við óttumst um líf okkar og barnanna okkar þriggja,“ segir Rakel og bætir við: „Ég skil ekki að þetta sé ekki nægi- leg ástæða fyrir handtökuskipun.“ Karl Steinar Valsson, aðstoðar- lögreglustjóri í Reykjavík, segir að þar sem enginn hafi verið í húsinu hafi ekki skapast almanna- hætta og því ekki um morðtilraun að ræða. Karl Steinar segir að málið verði skoðað á morgun, mánudag. „Það er ekkert nýtt í þessu máli. Við þurfum að ná tali af ákveðnum manni en við höfum ekki viljað kveða sterkar til orða en það,“ segir Karl Steinar. gag@frettabladid.is JOHN SNOW, RITARI BANDARÍSKA FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS, RÆÐIR VIÐ FJÖLMIÐLA Fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims hittust í New York um helgina til að ræða olíuverð í heiminum sem er nú nær sögu- legu hámarki. Fjármálaráðherrar sjö iðn- ríkja heims um hátt olíuverð: Þrýsta á OPEC um meiri olíu- framleiðslu AUKINN ÞRÝSTINGUR Á OPEC Fjármála- ráðherrar sjö helstu iðnríkja heims juku þrýsting sinn á OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, til að auka olíuframleiðslu sína á fundi sínum í New York í gær. Eru fjármálaráð- herrarnir að vonast til að það muni duga til að lækka verð á olíu í heim- inum sem er um þessar mundir ná- lægt sögulegu hámarki. Óttast ráð- herrarnir að vegna þessa háa olíu- verðs kunni að hægja á hagvexti í heiminum og því sé nauðsynlegt að sporna við. Sádi-Arabar hafa lagt til að sam- tök olíuframleiðenda (OPEC) auki framleiðslu sína í tvær milljónir tunna á dag til þess að jafna sveifl- ur á markaði og tryggja nægt fram- boð af hráolíu. OPEC hefur lýst yfir miklum áhyggjum af háu verði á olíu en stjórn samtakanna hyggst ekki taka afstöðu til málsins fyrr en á formlegum fundi þeirra í Beirút hinn 3. júní næstkomandi. Fulltrúar OPEC hafa bent á að þeir beri ekki einir ábyrgð á mikl- um verðhækkunum á olíu því þær megi einnig rekja til aukinnar eftir- spurnar. ■ MOAMMAR GADDAFI, LEIÐTOGI LÍBÍU Talið er að Líbía hafi keypt nálægt tveimur tonnum af úraníum af Norður-Kóreu- mönnum til kjarnavopnaframleiðslu. Norður-Kórea: Seldi úraní- um til Líbíu KJARNAVOPN Líklegt þykir að Norð- ur-Kórea hefi selt nálægt tvö tonn af úraníum til Líbíu, sem keypt voru með það fyrir augum að framleiða kjarnavopn. Líbía hefur nú hætt við þau áform. Diplómatar sem ræddu við AP- fréttastofuna sögðu að sönnunar- gögn beindust æ meir gegn Norð- ur-Kóreu og hætta væri á að fleiri lönd gætu hafa keypt eldsneyti, efni og þekkingu til framleiðslu kjarnavopna frá Norður-Kóreu. ■ REYKJAVÍK Hurð var brotin upp á heimili í Breiðholti um hálf- sjöleytið. Enn er óljóst hverju var stolið en lögreglan í Reykja- vík var kölluð á staðinn. Þá var tilkynnt um hund sem hafði verið lokaður inni í bifreið daglangt og kom lögreglan honum til bjargar. Hún tók einnig á þjófnuðum en lögreglan fæst við nokkra slíka á dag. Bíll ók af bensínstöð Skelj- ungs í Grafarvogi án þess að borga. Þar eru myndavélar og náðust fínar myndir af verknað- inum sem leiddu til handtöku. Tónlistartorg Listahátíðar í Kringlunni Dagskrá í dag kl. 17 Berrössuð á tánum Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Áskorun á forseta að synja fjölmiðlalögum: Tæplega 20 þúsund hafa skráð sig ÁSKORUN Tæplega 20 þúsund manns höfðu í gær skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að neita að staðfesta fjölmiðlalögin. Alþingi kemur saman í dag klukkan 13.30 þar sem atkvæði verða greidd um lögin. Samþykki þingmenn lögin verða þau færð Óalfi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, til und- irskriftar mjög fljótlega. Fjölmiðlasambandið stendur fyrir undirskriftunum, en í því eru meðal annars Félag bókagerðar- manna, Blaðamannafélag Íslands, Rafiðnaðarsamband Íslands og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélagsins, segir að allt frá því á föstudag hafi aðstandend- ur söfnunarinnar fundið fyrir mikl- um skriðþunga á heimasíðu söfn- unarinnar, askorun.is, eftir að ljóst varð að málið yrði lögfest. „Þetta hefur gengið mjög vel um helgina. Það hefur mikið bæst við og maður sér þetta hækka með hverri mínútunni sem líður,“ seg- ir Róbert Marshall. Hann segir að lengi vel hafi vonir verið bundnar við að meiri- hluti þingmanna myndi sjá að sér og að ríkisstjórnin myndi efna til samstarfs við hagsmunaaðila um smíði löggjafar um eignarhald á fjölmiðlum. „En óbilgirnin blasir við og mað- ur finnur að þjóðin er að bylta sér í þessu máli. Nú er þetta kapphlaup við tímann. Við munum safna þar til málið hefur verið afgreitt frá Al- þingi. Í kjölfarið munum við af- henda forsetanum undirskriftirn- ar,“ segir Róbert Marshall. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K SKEMMDIR EFTIR ÍKVEIKJUTILRAUN Fimm manna fjölskylda óttast mann sem henti flösku með eldfimu efni inn í íbúð þeirra. Þau vilja sjá manninn í haldi lögreglu eða fá vernd, en lögreglan telur íkveikjutilraunina ekki það alvarlega. DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Sá sem fékk hæstu nefndarlaunin á árunum 2001-2003 fékk nærri tíu milljónir fyrir að starfa í sjö nefndum. Alls voru greiddar rúmar þrjúhundruð milljónir fyrir nefndarsetu. Er meðaltalið því hundrað milljónir á ári. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR RÓBERT MARSHALL, FORMAÐUR BLAÐAMANNAFÉLAGS ÍSLANDS Maður finnur það að þjóðin er að bylta sér í þessu máli. 04-05 23.5.2004 22:45 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.