Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 10
10 24. maí 2004 MÁNUDAGUR LESTARSLYS Einn maður lést og fjórir slösuðust þegar tvær flutningalestir rákust á skammt frá smábænum Gunter í Texas. Að minnsta kosti tuttugu lestarvagnar gereyðilögðust í slysinu. Viðamikil leit að tveimur mönnum í fyrrinótt: Fundust heilir á húfi við Grímsvötn LEIT VIÐ GRÍMSVÖTN Tveir menn fundust heilir á húfi við Gríms- vötn um klukkan sjö í gærmorgun en þeirra hafði verið saknað frá því á laugardagskvöld. Jeppi þeirra bilaði og gátu þeir ekki lát- ið vita af vandræðum sínum því símasambandslaust var þar sem þeir voru staddir. Mennirnir voru í ágætis ástandi en orðnir kaldir eftir vistina í jeppanum. Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar á Austur- landi, allt frá Bakkafirði til Breið- dalsvíkur, ásamt Björgunarfélagi Hornafjarðar og Hjálparsveit skáta í Reykjavík leituðu að mönnunum og komu hátt í 50 björgunarsveitarmenn að leitinni. Snjóbíll Hjálparsveitar skáta dró jeppann niður af jöklinum í gærdag. ■ MENNTAMÁL Fjölbrautaskóli Snæ- fellinga í Grundarfjarðarbæ tekur til starfa í lok ágúst og ganga bygg- ingarframkvæmdir vel. Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari seg- ir að búið sé að ráða í flestar kenn- arastöður. „Við skólann munu star- fa um tólf manns, þar af sjö kennar- ar, og búið er að ráða í flestar stöð- ur. Innritun nemanda er ekki hafin en áætlanir gera ráð fyrir að þeir verði fimmtíu til sextíu. Við byrjum haustönnina í hluta byggingarinnar en um áramót verður öll byggingin tekin í notkun,“ segir hún. Fjölbrautaskólinn verður leið- andi í breyttum kennsluháttum. Mikil vinna hefur verið lögð í hug- myndafræði skólans og er skóla- byggingin unnin út frá henni. „Hugmyndafræðin gengur út á að nemendur læra að mestu leyti í gegnum verkefni sem þeir vinna, annað hvort hver og einn eða í hópum og verða kennarar þeim til aðstoðar. Með þessu skipulagi verður mikil áhersla lögð á ein- staklingsbundið nám og að auka sjálfstæði og frumkvæði nem- enda“, segir Guðbjörg. Stærstu námsgreinarnar verða kenndar í staðbundinni kennslu en aðrar námsgreinar verða kenndar ann- að hvort í fjarkennslu eða dreif- kennslu. „Dreifkennsla er blanda af staðbundinni kennslu og fjar- kennslu og er ætlunin að fá kenn- ara víðsvegar af landinu til að taka að sér að dreifkenna tiltekna áfanga og þá verður kennarinn eins konar gestakennari við skól- ann. Þá kemur hann í einn til tvo daga í upphafi annar, verður í sambandi við nemendur í gegnum kennsluumhverfi og í tölvupósti en hefur einnig regluleg raun- tímasamskipti við nemendur til dæmis með hjálp tölvutækni eins og MSN,“ segir Guðbjörg. Jeratún ehf. annast byggingu skólans en fyrirtækið er bygging- arfélag í eigu sveitafélaganna á Snæfellsnesi. halldora@frettabladid.is Bresk kona: Seldi dóttur sína tvisvar LONDON, AP Bresk kona sem hefur játað að hafa selt ófætt barn sitt tvisvar á netinu var í gær dæmd í tveggja ára fangelsi. Konan, sem er 33 ára gömul, græddi 2.500 pund, rúmlega 300.000 íslenskar krónur, eftir að hafa samþykkt að láta frá sér barn sitt til paranna tveggja. Stuttu áður en konunni fædd- ist dóttir sagði hún hins vegar upp báðum samningunum. Þá voru pörin tvö hins vegar búin að greiða hluta kostnaðarins og leit- uðu til lögreglu. Konan var hand- tekin stuttu eftir að dóttirin fæddist. ■ Gleypti hníf til að forðast handtöku: Fastur í hálsi í nær ár KÍNA Maður í Kína gleypti tíu sentímetra langan hníf til að forð- ast að vera handtekinn. Læknar í Kína sögðu að maðurinn væri heppinn að vera enn á lífi, en hníf- urinn hafði verið fastur í hálsi mannsins í átta mánuði. Maðurinn er á fertugsaldri og gleypti hníf- inn þegar lögregla réðist inn í íbúð hans í leit að fíkniefnum. Hann vildi ekki eiga á hættu að verða einnig ákærður fyrir að hafa ólögleg vopn undir höndum. Maðurinn hélt að hann hefði náð að gleypa hnífinn að fullu og að hnífurinn hefði á einhvern hátt leyst upp í maga hans. Hann fór á sjúkrahús átta mánuðum síðar því að hann var farinn að finna til í hálsinum. Læknar skáru hann upp um leið og þeir fundu hnífinn og sögðu að það hafi verið krafta- verk að maðurinn skuli vera á lífi og að hann hefði getað látist hvenær sem er. ■ ■ MIÐAUSTURLÖND Leiguflugstjóri Atlanta vildi fljúga á fjall – hefur þú séð DV í dag? SNJÓBÍLL FRÁ HJÁLPARSVEITUM SKÁTA Í REYKJAVÍK Menn frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík voru meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni. Þeir voru í æfingaferð á jöklinum þegar beiðnin um leitina barst. FJÖLBRAUTASKÓLI SNÆFELLINGA Í BYGGINGU Byggingarframkvæmdir við skólann ganga vel. Skólastarf hefst í lok ágúst og búið er að ráða í flestar stöður. Nýr fjölbrautaskóli að rísa í Grundarfjarðarbæ Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur til starfa í lok ágúst. Skólinn er í bygg- ingu og ganga framkvæmdir vel. Búið er að ráða í flestar stöður. Áætl- aður nemandafjöldi er í kringum fimmtíu til sextíu manns. Skoðanakönnun Vef-Þjóðviljans: Tveir turnar KÖNNUN Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mælist álíka mikið samkvæmt skoðanakönnun sem ParX-viðskiptaráðgjöf IBM gerði fyrir netmiðilinn Vef-Þjóðviljann. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 30,6% fylgi, Samfylkingin með 29,9%, Vinstri grænir njóta stuðn- ings 13,7% og Framsóknarflokk- urinn hefur 12% fylgi. Stuðningur Frjálslynda flokksins mælist 5,6%. Úrtakið var 604. Þá kemur fram í könnuninni að innan við 30% landsmanna hafa kynnt sér fjölmiðlafrumvarp rík- isstjórnarinnar og álíka hátt hlut- fall segist hlynnt því og andvígt að svokölluð markaðsráðandi fyr- irtæki megi einnig eiga ráðandi hlut í fjölmiðlum sem reka frétta- stofur. ■ ÞJÓÐVERJI SKOTINN Í RÍAD Þýsk- ur starfsmaður alþjóðaflugfélags Sádi Arabíu var skotinn til bana af óþekktum árásarmanni í Ríad í gær. Maðurinn var myrtur á vin- sælli verslunargötu, en yfirvöld rannsaka hvort morðið tengist hryðjuverkamönnum. SÝRLENDINGUR Í SJÁLFS- MORÐSÁRÁS Sjálfsmorðárás var gerð við eftirlitsstöð ísraelska hersins í Nablus á Vesturbakkan- um í gær. Fyrir utan tilræðis- manninn sjálfan létust þrír Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður. Hópur sem tengist al- Kaída lýsti yfir ábyrgð og sagði sprengjumanninn sýrlenskan. GADDAFI FÚLL Moammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, ákvað í gær að hann ætlaði ekki að sitja leiðtogafund arabaríkja lengur. Gaddafi sagðist vera ósáttur við dagskrá fundarins, sem hófst í Túnis í gær, stóð Gaddafi upp í setningarathöfninni miðri og gekk á dyr. Fjarðabyggð: Fimmtán leiguíbúðir í miðbænum AUSTURLAND Fyrirtækið Trölla- borgir í Neskaupstað er nú að byggja 15 leiguíbúðir í miðbæ Neskaupstaðar. Íbúðirnar sem verða 40 til 80 fermetrar, eru í fyrrum húsi kaupfélagsins og verða á þremur hæðum. Áætlað er að það taki 8 mánuði að ljúka verkinu. Verslun Samkaupa er á neðstu hæð hússins en samkvæmt heim- ildum blaðsins hefur fengist vil- yrði fyrir því að Magni Kristjáns- son, sem er að byggja íbúðirnar, kaupi neðstu hæðina. Húsið sem um ræðir var reist um miðja síðustu öld og var til langs tíma stærsta byggingin í Neskaupstað. Fyrir nokkrum árum keypti Magni svokallað ìinnra kaupfélagî sem er innst við Hafnarbrautina, gerði það upp og rekur þar nú Hótel Capitano. Til langs tíma hefur verið mikil eftirspurn á leiguhúsnæði í Neskaupstað og hefur sú eftir- spurn aukist frekar en hitt. ■ FRÁ FRAMKVÆMDUM Verktakar vinna nú hörðum höndum að því að breyta gamla kaupfélagshúsinu í Neskaup- stað í leiguíbúðir. Flóð í Puerto Rico: Hundrað heimilislaus- ir PUERTO RICO, AP Að minnsta kosti einn lét lífið og yfir hundrað eru heimilislausir eftir flóð í norður- hluta Puerto Rico. Flóðin komu í kjölfar mikillar úrkomu undan- farna daga. Olli rigningin miklum aurflóðum og flóðu ár yfir bakka sína. Bandaríska veðurstofan sendi frá sér varnaðartilkynningu vegna hugsanlegra flóða fram á sunnu- dag. Veðurstofan í Puerto Rico spáði áframhaldandi rigningu í dag. Miklar rigningar hafa verið á þessu svæði allan maímánuð en fjórar milljónir eiga þar heimili sín. ■ 10-11 23.5.2004 22:38 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.