Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 24. maí 2004 33 G.I. Joe og Spiderman hafahingað til verið með vinsælli dúkkum sem strákar leika sér með, á meðan Barbie og Bratz er meira keypt fyrir stúlkur. Nú er að koma á markaðinn ný dúkka, sem gengst upp í því að vera nörd. GeekMan dúkkan er kynnt sem ofurhetja allra þeirra sem er strítt á því að eyða meiri tíma við tölvuna en fyrir framan fataskáp- inn sinn. Í stað þess að vera klæddur jakkafötum sem gætu verið frá Armani, er hann því klæddur venjulegum gallabuxum, þægilegum strigaskóm og í svört- um skóm. Með dúkkunni fylgir lít- il fartölva, kaffikanna og þykk gleraugu. Líkt og ofurhetju sæmir hefur hann dulda, eða lítt dulda ofur- krafta samkvæmt því sem höf- undar dúkkunnar segja. Þar á meðal er hæfileikinn til að hrekja frá sér aðila af hinu kyninu, mikla greiningarhæfileika og frekar slaka hreinlætissiði. Dúkkuna má finna í búðum í Bandaríkjunum og Kanada og einnig má finna hana á netinu á happyworker.com. Ekki kemur fram hvort dúkkan sé hönnuð í ímynd höfunda sinna en von er á félaga hans, Peninga- Manninum ásamt öðrum vinum. ■ Gamanleikarinn Bill Cosby tal-aði fremur niðrandi til þeldökkra, fátækra Bandaríkja- manna á málþingi jafnréttissam- taka hörunds- dökkra í land- inu er haldið var á mánudag. Þar sagði hann að forfeður þeirra hefðu verið barðir í mótmælagöng- um í gamla daga einungis til þess að þeir gætu gengið í skóla. Hann sagði að þeir væru ekki að nýta tækifærin sem skyl- di og að þeir þyrftu að vanda málfar sitt ætluðu þeir að láta drauma sína rætast. Hann sagði það svo synd að hinir fátæku væru að skjóta hver annan vegna kökubita eða kókdósa. Gwyneth Paltrow fór í sinnfyrsta göngutúr með dóttur sína Apple um stræti Lundúnar á miðvikudag. Auð- vitað fylgdu papp- arazzi-ljósmynd- arar henni við hvert fótmál en hún er svo ánægð þessa dagana að hún lét það ekkert á sig fá. Hún brosti meira að segja til þeirra og sagðist vera afar hamingjusöm. Skattayfirvöld í Los Angeleseru nú á eftir leikaranum Gary Oldman. Samkvæmt þeim skuldar leikarinn um 288 þúsund dollara í skatta, en það er um 21 milljón íslenskra króna. Skattayfir- völd segjast ítrek- að hafa reynt að ná tali af leikar- anum en án árangurs. Hluti skuldarinnar er gjaldfallinn og ætlar skatturinn að herða inn- heimtuaðgerðir sínar. Leikkonan Kate Bosworth seg-ist hafa tekið þá ákvörðun að láta ekki öfund annarra stúlkna hafa áhrif á ástar- samband sitt við Orlando Bloom. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að stúlkur um allan heim vildu vera í sínum spor- um en segir það ekki vera þess virði að láta öfund annarra draga sig niður. Leikarinn Tom Hanks segist fáallt of mikið borgað fyrir vinnu sína. Leikarinn fær um 1,5 millj- arða króna fyrir hverja mynd og segist ekkert botna í ástæðum þess. Hann segist þó ekki vera tilbúinn til að sleppa greiðslunni því þá myndu peningarnir bara enda í vasa eig- enda kvikmyndaver- anna. Hanks segist ekki vera mikið fyrir glamúr né fína bíla og kjósa frekar að eyða peningum sínum í að fara í ævin- týraleg frí. TRÓJUHESTURINN Í TÓKÍÓ Stór kynningarherferð á kvikmyndinni um Trójustríðið hófst í Japan nú um helgina. Af því tilefni var trójuhesturinn endur- byggður í allri sinni stærð í miðborg Tókíó. GEEKMAN Kynntur sem ofurhetja allra þeirra sem eyða meiri tíma við tölvuna en fataskápinn. Ofurlúðar á markað Ný ofurhetja vopnuð tölvu, kaffibolla og gleraugum er komin á markað. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN ■ FÓLK Í FRÉTTUM 68-69 (32-33) tv 23.5.2004 17:23 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.