Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 29
CHARLIZE THERON Í CANNES Leikkonan suður-afríska, Charlize Theron, mætti á kvikmyndahátíðina í Cannes í gær ásamt Emily Watson og Geoffrey Rush. Tilefnið var kynning á sjónvarpsmynd þeirra, The Life and Death of Peter Sellers, sem er sýnd á hátíðinni. Rush fer með hlutverk Sellers í myndinni en Theron leikur Britt Ekland, eina af fyrrverandi konum hans. MÁNUDAGUR 24. maí 2004 Tvær bækur frá Keys TÓNLIST Söngkonan Alicia Keys ætlar að gefa út tvær bækur á næstu árum. Önnur þeirra, „Song- book“, er ljóða- og textasafn henn- ar sem kemur út í nóvember á þessu ári. Hin bókin, sem kemur út á næsta ári og kallast The Diary Of Alicia Keys, mun fjalla um æsku- ár hennar er hún bjó í hverfinu Hell¥s Kitchen í New York. „Það er ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri til að gefa út bók eftir jafnhæfileikaríkan lista- mann og Alicia Keys er,“ sagði Carole Baron hjá Putman-útgáf- unni. „Saga hennar er stórmerki- leg og við erum stolt af því að gefa út bókina hennar, með henn- ar eigin orðum.“ ■ Reggígoðsögn borin til grafar FÓLK Frumherji Reggítónlistar- innar, Clement „Sir Coxsone“ Dodd, var borinn til grafar að viðstöddum hundruðum aðdá- enda, tónlistarmanna og stjórn- málamanna í Kingston, Jamaíku síðastliðinn laugardag. Dodd lést fyrr í þessum mánuði, 72 ára gamall. Hann er frægastur fyrir að hafa komið af stað tónlistarferli Bob Marley og Lee „Scratch“ Perry. Sem ungur maður yfirgaf Dodd heimaland sitt til að vinna á sykurökrum í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem hann kynntist ryþma- og blústónlist- inni sem var vinsæl meðal fá- tækra svartra vinnumanna. Síðar snéri hann aftur til Kingston og opnaði Studio One árið 1963. Stuttu síðar var hann kynntur fyrir óásjárlegum söngvara sem kallaði sig Bob Marley sem spilaði fyrir hann ásamt hljómsveit sinni, The Wailers. Dodd varð það hrifinn af þessum söngvara að hann skrifaði undir fimm ára samn- ing við Marley og hóf þar með þriggja áratuga tónlistarferil hans. Á meðal syrgjenda í Kingston voru reggístjörnurnar Shaggy og Beenie Man, ásamt fyrrum forseta Jamaíku, Edward Seaga. Í ræðu sinni sagði séra Oswald Tie að Dodd hafi verið mikill maður sem tókst að gera tónlist Jamaíkubúa heims- fræga. ■ ALICIA KEYS Lætur sér ekki nægja að semja tónlist og gefa út plötur. SIR COXSONE Uppgötvaði Bob Marley og gerði við hann fyrsta útgáfusamninginn. 64-65 (28-29) fólk 23.5.2004 19:46 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.