Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 25
25MÁNUDAGUR 24. maí 2004                                                 !     "     #$            % &'$$$$(            )     +,-      , . *&//0#11 23                 !"" #$ " % #  & ' ! ()) "" & #$  $                      4 5       ",    4 5                4 5                !  6        ",  ",   ",          Koma Cissé til bítlaborgarinnar ekki háð framtíð Houlliers: Hlakkar til að spila með Liverpool FÓTBOLTI Aðdáendur Liverpool geta nú andað léttar því Djibril Cissé, sóknarmaður Auxerre og markakóngur frönsku 1.deildar- innar, segist leika með Liverpool á næstu leiktíð hvort sem Gerard Houllier verður við stjórnvölinn eða ekki. Mikið hefur verið skeggrætt um framtíð Houlliers og margir stuðningsmenn félagsins höfðu af því stórar áhyggjur að koma Cissé til bítlaborgarinnar væri fyrst og fremst háð veru stjórans franska en raunin virðist vera önnur sé eitthvað að marka orð hans á heimasíðu Liverpool: „Það er ekki höfuðatriði að Gerald Houllier verði við stjórn- völinn. Ég vil spila undir merkj- um Liverpool á næstu leiktíð og hver sem staða Houlliers verður þá kemur hún ekki til með að hafa áhrif á það“. Liverpool og Auxerre hafa þeg- ar komist að samkomulagi um verðmiðann á Cissé sem hljóðar upp á 14 milljónir punda og hann segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að komast til Liverpool. Framtíð Houlliers gæti ráðist á stjórnarfundi Liverpool sem hald- inn verður á fimmtudag en sjálfur er fransmaðurinn pollrólegur yfir öllum þessum vangaveltum og segir einfaldlega ekki annað hægt - lífið haldi áfram og víst er að hann hefur séð það svartara enda hér maður á ferð sem hefur kom- ið ansi nálægt grafarbakkanum. Eins og venjulega eru hugsan- legir arftakar Houlliers nefndir til sögunnar og þá helstir þeir Kenny Dalglish, José Mourinho, Alan Curbishley, Martin O’Neill og Steve McClaren. ■ DJIBRIL CISSE Framtíð Gerards Houllier hjá Liverpool skiptir hann ekki öllu máli. Undur og stórmerki í Formúlunni: Trulli tók fyrsta sætið FORMÚLA 1 Timi kraftaverkanna er greinilega ekki enn liðinn því í gær gerðist sá merkilegi atburður í fyrsta sinn á þessu tímabili að einhver annar en Michael Schumacher stóð á pallinum sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstrinum. Ítalski ökuþórinn Jarno Trulli, sem ekur fyrir Renault, fór með sigur af hólmi í Mónakó- kappakstrinum. Trulli var fyrstur á ráspól eftir að hafa náð besta tímanum í tímatökunni á laugar- daginn og leiddi keppnina frá byrjun til enda. Það mátti þó ekki miklu muna því BAR-ökumaður- inn Jenson Button var aðeins 0,4 skúndum á eftir Trulli og hékk bókstaflega í rassgatinu á Ítalan- um síðustu hringina. Rubens Barrichello á Ferrari, sem hélt upp á 32 ára afmælisdag sinn, varð þriðji. Michael Schumacher, sem hafði unnið fyrstu fimm keppnir ársins, keyrði utan í vegg á 46. hring, varð að hætta keppni og bókstaflega trylltist á viðgerðar- svæði Ferrari-liðsins. Þetta var fyrsti sigur Trullis í Formúlu 1 kappakstrinum en hann hafði þrívegis komist á verð- launapall í 118 keppnum á ferlin- um. „Ég er ótrúlega hamingjusam- ur, bæði fyrir mína hönd og liðs- ins. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum sigri og hann kom á besta stað, á brautinni í Mónakó,“ sagði Trulli eftir keppnina. Hann vildi ekki gera mikið úr því að Michael Schumacher hefði hætt keppni. „Ég hefði unnið hvort sem Schumacher hefði klárað eða ekki. Hann átti eitt við- gerðarhlé eftir og ég hefði aldrei látið forystuna af hendi.“ Jenson Button hrósaði Trulli og sagðist einfaldlega ekki hafa get- að náð honum. „Ég gerði mitt besta en gat ekki náð Trulli. Hann keyrði frábærlega,“ sagði Button. Schumacher hefur nú 50 stig í keppni ökumanna, Rubens Barrichello hefur 38 stig, Jenson Button er með 32 stig og Trulli er einu stigi á eftir með 31 stig. ■ TRULLI MEÐ BIKARINN Ítalinn Jarno Trulli sést hér fagna sínum fyrsta sigri í Formúlu 1 kappakstrinum. Indiana Pacers með frumkvæðið í einvíginu gegn Detroit Pistons: Miller tryggði sigurinn KÖRFUBOLTI Indiana Pacers náði undirtökunum í einvíginu gegn Detroit Pistons í úrslitum austur- deildarinnar í NBA þegar liðið bar sigur úr býtum, 78-74, í fyrsta leik liðanna í Conseco Fieldhouse-höll- inni í Indianapolis. Lokamínúta leiksins var æsispennandi en það var gamli refurinn Reggie Miller sem tryggði Indiana sigurinn með því að skora fjögur síðustu stig leikisins. Jeff Foster, sem átti sín annars lítils undur körfunni gegn hinum frábæra Ben Wallace hjá Detroit, jafnaði metin fyrir Indiana í 74-74 þegar tæp ein og hálf mínúta var eftir. Þegar 31 sekúnda var eftir skoraði síðan Reggie Miller þrigg- ja stiga körfu og hann gulltryggði síðan sigurinn með einu vítaskoti rétt undir lokin. „Þetta var tíminn hans. Það virðist vera að hann verði ein- beittari eftir því sem meira er undir,“ sagði Rick Carlisle, þjálf- ari Indiana, um Miller eftir leik- inn en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Miller bjargar Indiana undir lok leiks á 17 ára ferli sínum hjá félaginu. Miller skoraði aðeins sex stig í leiknum en það var nóg, hann var hetjan. Jermaine O’Neal var með 21 stig fyrir Indiana og tók 14 frá- köst, Ron Artest var með 17 stig, Al Harrington 14 og Jamaal Tinsley með 13 stig. Richard Hamilton var stiga- hæstur hjá Detroit með 23 stig, Chauncey Billups 18 stig og Ben Wallace var með 11 stig, tók 22 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 5 skot. „Þeir vinna ekki annan leikinn. Þið getið haft það eftir mér á bak- síðu, forsíðu eða hvar sem þið vilj- ið. Þeir vinna ekki annan leikinn,“ sagði Rasheed Wallace, leikmaður Detroit, við blaðamenn eftir leik- inn. ■ HETJAN REGGIE MILLER Fagnar hér eftir að hafa tryggt Indiana Pacers sigurinn gegn Detroit Pistons með þriggja stiga körfu. 60-61 (24-25) Sport 23.5.2004 21:26 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.