Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 28
24. maí 2004 MÁNUDAGUR Ert þú búinn að skora á forsetann? a s k o r u n . i s Geirvörtur klipptar burt Breska kvikmyndaauglýs-ingaeftirlitið hefur krafist þess að allir myndrammar þar sem sést í geirvörtur séu klippt- ar úr auglýsingum sem eiga að hvetja Breta til að kjósa til Evr- ópuþingsins. Í auglýsingu frá Evrópuþing- inu, sem sýnd verður óklippt í 24 löndum Evrópusambandsins, sýnir ýmsa valkosti koma til greina í lífinu fyrir kviðdóm, nema og barn á brjósti. Skila- boðin voru: Þú hefur kosið frá því að þú fæddist, ekki hætta því núna - kosningar til Evrópu- þingsins 10. júní. Það var einmitt þegar athygl- in beindist að barninu á brjósti að það sást í örstund glitta í geirvörtur móðurinnar og féll það ekki í góðan farveg hjá kvik- myndaauglýsingaeftirlitinu. Julia Drown, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að þetta sýni ósamræmi í afstöðu fólks til brjóstagjafar í Bret- landi. „Það er lítill hópur sem einhvern veginn móðgast yfir brjóstagjöf á almannafæri,“ sagði hún. „En það gleymir þeirri staðreynd að miljónum brjósta er þröngvað upp á fólk á hverjum degi í síðdegisblöðun- um.“ ■ 50 CENT Kappinn mun rappa af sinni alkunnu snilld í Egilshöllinni þann 11. ágúst. Alvöru rapp í Egilshöll TÓNLIST Staðfest hefur verið að tónlistarmaðurinn 50 Cent, einn heitasti rappari heims, verður með stórtónleika í Egilshöllinni þann 11. ágúst. Það eru enn ein- ir tónleikahaldararnir, OP- Iceland, sem standa fyrir tón- leikunum. Talsmenn OP-Iceland segja að tími til kominn að hingað til lands komi alvöru rapp og hip hop stórstjarna því þrátt fyrir að hróður Íslands sem tónleika- þjóðar hafi borist víða um heim og Íslendingar verið duglegir að sækja tónleika hafi tónleika- haldið í Reykjavík verið frekar einsleitt, þar sem nánast ein- göngu hafi verið boðið upp á rokkara hingað til. Því sé vel við hæfi og ánægjulegt að geta boðið upp á eina heitustu stór- stjörnuna í hipp hopp og rapp geiranum í dag. 50 Cent mun ekki mæta einn, heldur munu félagar hand í G- Unit, þeir Lioyd Banks, Tony Yayo og Young Buck koma fram með honum. Þetta verða fyrstu tónleikar þeirra í Evr- óputúr sínum og munu þeir mæta á svæðið tveimur dögum fyrir tónleikana og reyna að njóta þess besta sem Ísland hef- ur upp á að bjóða ásamt 25 manna fylgdarliði. OP-Iceland hefur unnið að því hörðum höndum að fá þenn- an merka rappara til landsins frá því í janúar og eru þeir því að vonum ánægðir með að áætl- unarverkið hafi loksins tekist. Frá því að fysta plata 50 Cent kom út, hefur verið uppselt á alla tónelika með honum og plata hans með Eminem og Dr. Dre „Get rich or die tryin“ sló öll met með því að selja 1.7 milljónir eintaka fyrstu tvær vikurnar í Bandaríkjunum. Fyr- ir þá plötu hefur hann verið verðlaunaður á öllum helstu tónlistarverðlaunahátíðunum, eins og MTV og Grammy. Rapparinn ætti að vera Ís- lendingum vel kunnur fyrir lög líkt og In da club og P.I.M.P sem slógu rækilega í gegn um allan heim og nú eru lögin hans If I can’t og I wanna get to know you, með 50 Cent og G-Unit, í góðri spilun í íslenskum ljós- vakamiðlum. ■ BARN Á BRJÓSTI Brjóstagjöf þykir víða feimnismál. Myndrammar þar sem geirvörtur sáust klipptar úr breskum auglýsingum. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN 64-65 (28-29) fólk 23.5.2004 19:45 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.