Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 15
15LAUGARDAGUR 12. júní 2004 ■ EYJAÁLFA N‡r Subaru Legacy Ef til vill kanntu vel a› meta dálítinn lúxus, smart- heit og flægindi. Kraftur, snerpa og óbilandi úthald gætu líka veri› eiginleikar sem flú telur me›al höfu›kosta. Hugsanlega ert flú líka einn hinna mörgu sem elskar a› sko›a landi› og stunda útivist. A› sama skapi viltu sjálfsagt líka njóta öryggis og festu. Fyrir svona fólk er n‡i Subaru Legacy bíllinn einmitt sá rétti. Komdu vi› hjá Ingvari Helgasyni og kynntu flér málin nánar. F í t o n / S Í A F I 0 0 8 5 3 3 Sævarhöf›a 2 · Sími 525 8000 · www.ih.is Hvernig mann hefur flú a› geyma? Innifali›: Full fljónusta, leiga til 36 mána›a, akstur allt a› 20.000 km á ári, auka dekkjagangur, umfelgun, smur- og fljónustueftirlit samkvæmt fljónustubók. Kaupver› 2.790.000 kr. Leiga á mánu›i í 36 mánu›i 50.667 kr. LEIKVELLIR „Ég hef fjórum sinnum hringt og beðið um að þetta verði lagað og alltaf segja menn að þeir komi eins og skot, en ekkert ger- ist,“ segir Linda Björk Friðriks- dóttir, dagmamma í Bústaða- hverfi í Reykjavík. Henni og öðrum dagmömmum í hverfinu blöskrar bág aðstaða á leikvöllum í hverfinu og segja leiktæki vera almennt sjúskuð og jafnvel slysagildrur. „Það er bara möl eftir í sandkössum og í köstul- unum er svo breitt bil milli spýtna í handriðunum að það er hætt við að börnin detti á milli.“ Linda seg- ist ekki vita til þess að börn hafi fallið á milli handriðanna, enda sé eftirlit með þeim gott en oft mátt litlu muna. Leikvöllurinn við Bú- staðaveg 103 er mest notaður en Linda telur að tugir barna séu þar við leik daglega. Gatnamálastofa hefur leikvell- ina á sinni könnu en sérstakar hverfisstöðvar sjá um viðhald á þeim. Hverfisstöðin á Miklatúni sér um eftirlit í Bústaðahverfi. Þorgrímur Hallgrímsson verk- stjóri segir að kastalarnir á leik- völlunum séu gerðir eftir sam- þykktum gæðastöðlum Evrópu- sambandsins. „Málið er að börnin sem dagmömmurnar koma með eru mun minni en staðlarnir gera ráð fyrir. Á leikskólunum er börn- um á þessum aldri ekki hleypt í kastalana.“ Þorgrímur segir að ef bilin í handriðunum séu þrengd geti það skapað hættu fyrir eldri börn sem leika sér á völlunum, sem eru oft án eftirlits fullorð- inna. ■ Leikvellir í Reykjavík: Dagmömmur ósáttar LINDA BJÖRK FRIÐRIKSDÓTTIR Segir oft litlu muna að börn detti milli handriðanna. BENSÍNSALI Í NÍGERÍU Flestar bensínstöðvar í borgum Nígeríu voru lokaðar í fyrradag vegna verkfalls. Besta leiðin til að fá bensín var því að skipta við svartamarkaðsbraskara eins og þennan sem gekk um með bensíndunk í Abuja. Fangamisþyrmingar: Danir hefja rannsókn DANMÖRK, AP Dönsk hermálayfir- völd hafa fyrirskipað rannsókn á ásökunum Dana, sem vann sem túlkur fyrir danska og bandaríska hermenn í Afganistan, þess efnis að hann hafi séð fanga pyntaða og myrta. Maðurinn sagði frá þessu skömmu eftir að myndir hófu að birtast af illvirkjum bandarískra hermanna í Abu Ghraib-fangels- inu í Írak. Maðurinn vann í Kandahar, helstu herstöð Bandaríkjahers í Afganistan, þar sem hann aðstoð- aði þá við að yfirheyra fanga, að sögn danska varnarmálaráðherr- ans, Sören Gade. ■ Slasaðist á vinnustað: Krafðist sex milljóna DÓMSMÁL Kjötvinnsla var sýknuð af rúmlega sex milljóna króna skaðabótakröfu, í Héraðsdómi Reykjavíkur, vegna slyss sem fyrrverandi starfskona varð fyrir á vinnustaðnum. Konan steig á mottu í kjöt- vinnslunni sem rann undan fæti hennar þannig að hún skall af nokkru afli í gólfið á hægri öxl. Bæklunarlæknir segir konuna bera varanlegan skaða sökum fallsins. Dómurinn taldi að kon- unni hefði átt að vera kunnugt um aðstæður þar sem hún hafði unnið hjá fyrirtækinu um nokkurt skeið. Þá segir að ekki sé hægt að rekja slysið til slæmra aðstæðna á vinnustaðnum. ■ Lánasýsla ríkisins: Úr halla í hagnað EFNAHAGSMÁL Lánasýsla ríkisins sýndi hagnað í rekstri sínum árið 2003 samkvæmt nýútkominni árs- skýrslu stofnunarinnar um 9,4 milljónir króna. Er það talsverð breyting frá fyrra ári þegar hall- inn nam 37 milljónum króna og þakkar forstjóri stofnunarinnar, Sigurður Árni Kjartansson, að- haldsaðgerðum og hagræðingu við þessar breyttu aðstæður. Hagnaðinn má að mestu þakka fækkun starfa enda kemur fram að launagjöld Lánasýslunnar lækkuðu um rúmlega 21 milljón á þessum tíma. ■ Reykingar: Munaður fátækra LONDON, AP Ummæli heilbrigðis- ráðherra Bretlands um að reyk- ingar séu ein fárra munaðar- vara sem fátækir geta leyft sér hafa valdið deilum í heimalandi hans. Andstæðingar reykinga hafa fordæmt heilbrigðisráðherrann fyrir ummælin, en hann bætti því við að menntað millistéttar- fólk hefði komið sér upp þrá- hyggju um hættuna sem væri samfara reykingum. „Eina ánægjan í lífi fátækra einstæðra mæðra getur verið að kveikja sér í sígarettu,“ sagði ráðherr- ann. ■ ENGIN LÖG OG ENGIN ÁKÆRA Sjö menn sem voru handteknir þegar lögreglan á Fiji réðist inn í fíkni- efnaverksmiðju verða ekki ákærðir. Ástæðan er sú að engin lög ná yfir starfsemi mannanna. Í verksmiðjunni var að finna efni til að framleiða fíkniefni að verð- mæti um 35 milljarða króna. 14-15 11.6.2004 18:05 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.