Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 12. júní 2004 27                                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ Ég grobba mig stundum af því við Spánverja að þrjú orð í spænsku séu komin úr íslensku: saga, géis- er og edredón. Tvö fyrstu þarf ekki að útlista; þau hafa smogið inní mörg tungumál. Það þriðja er öllu myrkara við fyrstu sýn en er auðvitað sama orð og æðardúnn og einskonar hluti fyrir heild því að hér hefur innvolsið farið að tákna bæði innihald og ílát: edredón þýðir nefnilega sæng á spænsku. Ekki þekki ég eftir hvaða leiðum þetta orð hefur komist inní málið. Orðabók Hinn- ar konunglegu spænsku málaka- demíu rekur það ekki lengra en til frönsku. Tapas dregið af tappa Fáein spænsk orð virðast vera að ná nokkurri málfestu meðal Ís- lendinga. Þar á ég aðallega við þau sem íslensk átvögl taka sér bókstaflega í munn þegar þau úða t.d. í sig mexíkóskum mat og nota um hann þarlend orð. En einkum finnst mér hið alspænska tapas vera orðið fólki tamt og þá notað sem hvorugkynsorð í eintölu, lík- tog tópas: það tapasið, þótt tapas sé í raun fleirtalan af tapa sem (svona til upplýsingar) er skylt orðinu tappi. Ég hef reyndar leyft mér að kalla þessa spænsku smá- rétti smættlur á íslensku, sbr eitt- hvað smátt, en það er önnur saga. Hreintungumaður Ekkert tungumál er óspjölluð mær – sem betur fer. Ekki ís- lenska heldur. Hún hefur alla tíð tekið erlend orð uppí til sín, gert að sínum, ok urðu samfarar þeirra góðar. Sum líta jafnvel svo ís- lenskulega út eftir þau beðmál að fæsta grunar að þar séu ekkisins útlendingar á ferð. Nægir þar að nefna orðin keðja eða skóli. Ég sé á vefstæði eins forsetaframbjóð- andans að hann varar við því mál- farslega lauslæti sem honum þyk- ir skína útúr ýmsu á Íslandi nú: erlendar nafngiftir á fyrirtækjum og svo framvegis. Ég er í grund- vallaratriðum hreintungumaður – einhverstaðar finnst mér ég hafa lesið að Jón heitinn Helgason skáld og fræðimaður í Kaup- mannahöfn hafi sagt að annað- hvort héldu Íslendingar í útlönd- um tungu sinni hreinni eða glopr- uðu henni niður – en þó held ég að hæfilegt málfarslegt lauslæti sé upplífgandi, stundum meirað- segja nauðsynlegt. Engum dettur t.a.m. í hug að amast við orðum einsog jeppi sem er líklega um- þaðbil sextugt eða miklu eldri tökuorðum einsog tafl, herbergi, gjalt, frú, kurteis eða öllum kristi- legu orðunum, t.d. kristni, obláta, kaleikur, kirkja, engill, djöfull, prestur eða biskup, hvort heldur hann er barinn eða óbarinn. En eitt er að stunda heilsusamlegt framhjáhald með öðrum tungu- málum og taka einstaka erlent orð uppí til sín þegar þörf krefur og annað að stunda einhvern déskot- ans undirlægjuhátt, liggja kylli- flatur með allt niðrum sig og gley- pa hvaðeina sem að kjafti kemur hrátt og ótuggið, stunda einhvers- konar subbulegar munngælur og þá aðallega við vesturheimska ensku sem nú lemst yfir Ísland einsog uppstyttulaus húðarrign- ing. Þessari þýlund fylgir nefni- lega ekki aukin gróska heldur gelding og sauðgrátleg vönun ef ekki andleg fötlun. Og æ fleiri geldingartöngum virðist mér sveiflað svo að orð verða stein- runnin og þau dagar uppi í einni stellingu einsog nátttröll í birt- ingu. Ósama Fyrir allmörgum árum heyrði ég heima á Íslandi ónefndan mann hringja í Flugfélagið og spyrja: Er ekki fært til Akureyri? Mér hrein- lega brá. Þetta er að vísu skiljan- leg setning en svo steingeld að manni sígur allur larður, enn geld- ari en þegar fólk segist vera að fara í frí til Portúgal, Mexíkó, Osló eða í flugumsjón og friðar- gæslu til Afganistan í stað Portú- gals, Mexíkós, Óslóar, Afganist- ans. Hvað eftir annað rekst ég á það í íslenskum vefritum að geld- ingartöngunum hefur verið beitt, einkum þó þegar um erlend nöfn er að ræða: lög John Lennon, ræða Tony Blair, flugferðir Icelandair, í þjóðarpúlsi Gallup... í stað þess að gera þeim það hátt undir höfði að gefa þeim a.m.k. eignarfall: Johns Lennons, Tonys Blairs, Icelanda- irs, Gallups. Og þetta síast líka inní þau íslensku: húsið hennar Sirrý, með Ingveldi Ýr... þótt Ýr beygist Ýr, Ýri, Ýri, Ýrar... Þó eru sumir einnig líktog að troða í punginn aftur með því að klína einhverju undarlegu eignarfall- sessi, líklega enskættuðu, aftaná erlend karlamannsnöfn sem enda á a-i: Osamas bin Laden… hef ég séð einhverstaðar… þegar hér færi best að hafa þetta óbeygt eða hneigja til kvenkyns, sbr Sturla, Sturlu... Það væri a.m.k. gott á helvítið hann Osama að svín- beygja hann á kvenveg og kalla Ósömu… ■ Og æ fleiri geldingartöngum virðist mér sveiflað svo að orð verða steinrunnin og þau dagar uppi í einni stellingu einsog nátttröll í birtingu. ,, ÓSAMA„Það væri a.m.k. gott á helvítið hann Osama að svínbeygja hann á kvenveg og kallaÓsömu,“ segir Kristinn R. meðal annars í pistli sínum. KRISTINN R. ÓLAFSSON skrifar frá Madríd. ■ Skámánifrá Spáni Lauslæti og geldingartangir 26-39 (26-27) Punisher/Kristinn 11.6.2004 15:41 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.