Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 10
12. júní 2004 LAUGARDAGUR Innheimta skatttekna: Talsverð aukning EFNAHAGSMÁL Innheimta skatt- tekna ríkisins jókst um 14,4 pró- sent á fyrstu fjórum árum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt því sem kemur fram í vefriti fjármálaráðuneyt- isins. Innheimta tekjuskatta er 2,3 milljörðum meiri en í fyrra, raunhækkun innheimtu fjár- magnstekjuskatts var 5,2 pró- sent og tekjur ríkissjóðs af virð- isaukaskatti hækkuðu um 12,5 prósent. Telur fjármálaráðu- neytið þetta spegla áframhald- andi umsvif í efnahagslífinu, einkum í neysluútgjöldum heim- ilanna. ■ Fiskifræði Hafrannsóknastofn- unar gengur alls ekki upp Margir sjómenn furða sig á að árangurinn af 20 ára veiðistjórnun af hálfu yfirvalda skuli vera sá að þorskveiðar séu í sögulegu lágmarki ár eftir ár. Tími sé til kominn að stokka spilin upp á nýtt og hafa samráð við sjómenn sjálfa. SJÁVARÚTVEGUR „Þessar tillögur frá Hafrannsóknarstofnun sanna það enn einu sinni að starfsmenn hennar vita ekkert í þennan heim né annan þegar kemur að fisk- veiðum,“ segir Ásgeir Guð- bjartsson, fyrrverandi skipstjóri á Ísafirði, vegna tillagna Hafró fyrir næsta fiskveiðiár. Meta menn innan hennar það svo að skerða beri þorskkvóta um fjög- ur þúsund tonn þar sem æti fyrir þorskinn sé af s k o r n u m skammti meðan ekki finnst nein loðna. Á móti auka þeir heim- ildir í ýsu og ufsa en það er skamm- góður vermir þar sem verð á mörk- uðum fyrir þess- ar tegundir eru lág. Margir sjó- menn sem Frétta- blaðið hefur rætt við eru orðnir langþreyttir á hugmynda- og samstarfsleysi Hafrannsókna- stofnunarinnar. Ásgeir segir víst að haldi sjór áfram að hlýna við landið eins og vísindamenn telja sé næsta víst að þorskurinn hverfi lengra norður í kaldari sjó en nú er. „Það er ekki mikill þorskur hér á miðum fyrir vestan og austan eins og sakir standa og það er fyrirséð að veið- ar á þorski minnka mikið næstu ár hlýni sjórinn meira. Ég held ein- dregið að þessir blessuðu fiski- fræðingar eigi að víkka sjóndeild- arhring sinn og jafnvel taka mark á Jóni Kristjánssyni. Tuttugu ár er nægur tími til að sjá að þessi fiskifræði Hafrannsóknarstofn- unar gengur alls ekki upp.“ Sigurður Sigurðsson, skipstjóri á Brettingi frá Vopnafirði, tekur alls hugar undir orð Ásgeirs. „Það er fleira undarlegt á seyði en hvarf loðnunnar. Hér fyrir austan finnst ekki grálúðan lengur og karfinn er ekki á sínum venju- bundnu stöðum heldur. Hafró hef- ur engar kenningar eða hugmynd- ir um hvað þarna er á seyði og virðist ótrúlega oft úti á þekju í spám sínum og tillögum. Ráðgjöf þeirra fyrir næsta fiskveiðiár er út í hött og mér eru minnisstæð orð Jakobs Jakobssonar, fyrrum forstjóra Hafró, fyrir nokkrum árum þegar hann dásamaði fisk- veiðistefnu Kanadamanna á sama tíma og hann fann veiðum í Barentshafi allt til foráttu. Þrem- ur árum síðar fannst ekki hornsíli við Kanada en hvert metið af fæt- ur öðru var slegið í Barentshafi. Þetta segir allt sem segja þarf um stofnunina.“ albert@frettabladid.is ,,Þremur árum síðar fannst ekki hornsíli við Kanada en hvert metið af fætur öðru var slegið í Barentshafi. Þau eru ekki gift Samkynhneigðir viljaJóhönnu í forystusveit TENGDAPABBI ÓLAFS: Reyndi að fyrirfara sér vegna offitu Dagnýer 149,5 kílóa Borgarnesmær Bls. 20-21 MANNRÉTTINDABARÁTTA HOMMA OG LESBÍA Bls. 23-26 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 132. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 ] VERÐ KR. 295 South Beach megrunar-kúrinn tekur við af Atkins Bls. 45 Í mínum augum er Dorrit ekki gift kona Líkfundur í Japan: Fundu 20 ára gamalt lík JAPAN, AP Lík karlmanns fannst í yfirgefnu fjölbýlishúsi á dögun- um, rúmlega tuttugu árum eftir að hann er talinn hafa látist. Líkið fannst þegar verkamenn voru að ganga frá húsinu til niður- rifs. Ekkert var eftir af mannin- um nema beinagrindin og náttföt sem hann var klæddur í. Á borði við hlið hans var dagblað frá 20. febrúar 1984 og á veggnum var dagatal fyrir febrúar 1984. Talið er að líkið sé af fyrrver- andi starfsmanni fyrirtækisins sem byggði fjölbýlishúsið. Það fór á hausinn án þess að byggingin væri tekin í notkun. ■ Júrí Andropov: Deilt á minnisvarða RÚSSLAND, AP Yfirvöld í Karelíu- héraði í Rússlandi hafa reist minnisvarða til heiðurs Júrí An- dropov, fyrrum leiðtoga Sovét- ríkjanna, sem var um fimmtán ára skeið yfirmaður leyniþjónust- unnar KGB. Fjöldi ungmenna mótmælti þessu við afhjúpun minnisvarðans og færði lögregla fólkið á brott. Andropov tók við leiðtoga- embætti Sovétríkjanna árið 1982 en sást lítið opinberlega eftir það, enda veikur mestan hluta valdaferils síns sem lauk árið 1984. Meðal þess sem hans er minnst fyrir er að fyrirskipa lögreglunni að leita uppi þá sem svikust um að mæta í vinnu, var það hluti af herferð hans gegn spillingu. ■ UNNIÐ HÖRÐUM HÖNDUM Í SKÓLAGÖRÐUNUM Þessir hressu krakkar voru í óða önn að setja niður grænmæti í skólagörðum í Grafarvogi þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar þar að. Stúlkan fremst á myndinni heitir Berglind og var hún að setja niður rauðkál. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / G VA MINNISVARÐINN Sovétleiðtoginn fyrrverandi, Júrí Andropov, var heiðraður á heimaslóðum. FISKVEIÐAR Þorsteinn Pálsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra, spáði því fyrir nokkrum árum að kringum 2001 -2002 yrðu veiðar íslenska fiskiskipaflotans rúmlega 400 þúsund tonn af þorski. Staðreyndin er allt önnur og veiðiheimildir verða áfram í lágmarki næstu árin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 10-11 11.6.2004 21:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.