Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 12. júní 2004 BUR‹ARÁS Fjárfestingarfélagi› Bur›arás hefur flutt starfsemi sína úr Pósthússtræti í Sigtún 42 vi› hli› Ásmundarsafns. Símanúmer fyrirtækisins er sem fyrr 578 7800. Bur›arás flytur í Sigtúni› Sigtúni 42 105 Reykjavík Sími 578 7800 Fax 578 7819 www.burdaras.is að maður leyfi sér það. Sýningin á í raun að vera hvatning. Hún á ekki að gera alla að myndlistar- mönnum heldur vera hvatning til fólks um að það fylgi hjarta sínu og geri það sem því dettur í hug. Þorvaldur hefur stigið niður fæti á mörgum sviðum listalífs- ins. Hann hefur málað, teiknað og ljósmyndað, og skrifað sögur, ljóð og leikrit svo eitthvað sé nefnt. Af þessu mætti jafnvel ráða að hann uni sér illa á sama stað til lang- frama. „Nei, það er ekki það. Það sem einmitt gerir líf mitt svo skemmtilega flókið og jafnvel skuggalegt er að ég yfirgef yfir- leitt ekki það sem ég prófa. Það er áfram með mér. Ég reyni hinsveg- ar að fjölga deildunum sífellt af því að það gefur mér mikið að sjá eitthvað virka sem ég vissi ekki að ég gæti. Bjargvætturinn Megas Þorvaldur er frá Akureyri, hin- um blómlega bæ í norðri, og á einum vegg Hafnarhússins má sjá myndir sem tengjast bænum með einum eða öðrum hætti. Hann segir að Akureyringar hafi ekki haft húmor fyrir þeim, þeir hafi í öllu falli ekki keypt þær. Og Þorvaldur á í sérstöku sam- bandi við sinn gamla heimabæ. „Ég þurfti að sætta mig við að vera frá Akureyri og þegar ég loksins gerði það öðlaðist ég mikla orku,“ segir hann. „Fyrst var ég stoltur af því að vera Ak- ureyringur, ég var náttúrlega al- inn þar upp. Svo fattaði ég að það var hallærislegt að vera stoltur af því að vera Akureyr- ingur. Þá hætti ég því auðvitað. Og um leið hætti ég að vera stoltur af því sem ég var. Ég hætti að treysta því sem ég hafði áhuga á, treysti ekki æskuhetj- unum mínum og öðru slíku. Svo fór ég myndlistarskóla til að verða alvöru myndlistarmaður og gera eitthvað sem var alvöru en ekki persónulegt og hallæris- legt. Í skólanum lenti ég við hlið- ina á Megasi og hann bjargaði mér, ásamt reyndar öðru góðu fólki. Hann eygði í mér áhuga þegar hann sá mig mála portrett af Ingibjörgu Þorbergs og vildi fá að sjá meira í sama dúr af því að hann hafði svo einlægan áhuga á þessu. Hann var minn mikli meistari og með því að hafa áhuga á því sem ég var að gera þá gaf hann mér í raun leyfi til að skoða þetta allt saman betur og verða að Akureyringi, verða aðdáandi Matthíasar Jochumssonar og mála portrett af hetjunum mín- um. Megas er því lykilmaður að þessu leyti í mínu lífi því hann hjálpaði mér að gangast við til- finningum mínum. Hefði hans ekki notið við hefði ég auðveld- lega dagað uppi sem einhverskon- ar þriðja kynslóð af Snorra Hjart- arsyni skrifandi og þriðja kynslóð af Súmurum, reynandi að búa til djúp myndverk sem gengju upp hugmyndafræðilega séð. Mikilvæg sýning Sýning Þorvaldar í Hafnarhúsinu nefnist „Ég gerði þetta ekki“ og tekur yfir fimm sali og hluta af opnu rými hússins. Hún er gríð- arumfangsmikil og á henni eru ný og gömul verk. „Þessi sýning er sérstaklega mikilvæg fyrir mig,“ segir Þorvaldur. „Bæði er þetta stærsta sýning sem ég hef haldið og eins hef ég upplifað mikla skekkju í sambandi við bókmenntir annarsvegar og myndlist hinsvegar og þá skekkju langar mig að reyna að leiðrétta. Ég hef, að mínu viti, gert álíka mikið og mikilvægt í báðum greinum en meðferðin á rithöfundinum og myndlistar- manninum er gjörólík. Sem rit- höfundur hef ég fengið mjög fag- lega meðferð, bæði í umræðum og umfjöllun og það gefur mér ákveðið leyfi til að hafa eitthvað að segja. Myndlistarmenn hafa hinsvegar ekki enn skapað sér leyfi til að vera málsmetandi raddir í samfélaginu. Það er aldrei leitað til myndlistarmanna um álit á einu eða neinu. Mér finnst þess vegna mikil- vægt að vera sýnilegur sem myndlistarmaður og reyna að smita einhverju af þeirri viður- kenningu sem mér hefur hlotnast í bókmenntunum yfir í myndlist- ina. Svo hef ég líka sýnt miklu meira erlendis og gefið meira út af textum og leikritum hér heima og það skapar líka ójafnvægi. Það þekkja í raun fáir mig sem mynd- listarmann. Þetta er því gullið tækifæri til að máta mig og kannski kemst ég að því að ég á lítið erindi. En kannski kemur í ljós einhver nýr flötur sem mun gagnast mér í framtíðinni og þá er tilgangnum náð.“ bjorn@frettabladid.is Myndlistarmenn hafa hinsvegar ekki enn skapað sér leyfi til að vera málsmetandi raddir í samfélaginu.“ ,, [ ÞORVALDUR Í HNOTSKURN ] FÆDDUR: 1960 og ólst upp á Akureyri. NÁM: Gekk í Myndlistarskólann á Akureyri og fór síðar í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og enn síðar í framhaldsnám til Hollands. STARFSFERILL: Hefur unnið á mörgum sviðum listalífsins, auk þess að sinna kennslu og starfa á auglýsingastofu. EKKI EINHAMUR: Þorvaldur er ekki aðeins fjölhæfur myndlistarmaður heldur líka rithöfundur og leikskáld, til dæmis hafa bækurnar um Blíðfinn raðað rósum í hnappagöt hans. VÍÐFÖRULL: Myndverk Þorvaldar hafa verið sýnd víða um heim og bækur hans komið út í nokkrum löndum. Hann hefur einnig hlotið verðlaun fyrir myndlist, þar á meðal úr verðlaunasjóði Richards Serra. 22-23 þorvaldur þors- lesið 11.6.2004 18:04 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.