Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 26
Teiknimyndasöguhetjan Frank Castle, sem er bestur þekktur sem The Punisher, fékk sig fullsaddan af dugleysi yfirvalda og þeim vettlingatökum sem dómkerfið tekur á glæpamönnum þegar fjöl- skylda hans féll fyrir hendi mafíósa. Þá gaf sig eitthvað í höfði þessa fyrrverandi land- gönguliða í Bandaríkjaher, hann klæddi sig í svartan galla með risastórri hauskúpu á maganum, dustaði rykið af stærstu byssun- um í vopnabúrinu sínu og hélt út í nóttina til þess að leita hefnda að hætti kappa Íslendingasagnanna. Hann var ekki lengi að koma banamönnum konu sinnar og barna í hel en hélt samt áfram að drepa misindismenn og er enn að. Drápin byrjuðu 1974 Refsarinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í Spiderman-blaðinu The Amazing Spiderman #129 í febrúar 1974. Þar lýsti J. Jonah Jameson, ritstjóri The Daily Bugle, honum sem „...fréttnæm- asta fyrirbærinu sem skotið hefur upp kollinum í New York síðan Boss Tweed var og hét“. Jameson er eins og flestir vita yfirmaður ljósmyndarans Peter Parker, sem breytir sér í Köngulóarmanninn utan vinnutíma. Lói og Refsarinn lenda að sjálfsögðu upp á kant enda er Köngulóarmaðurinn góð- ur gæi sem kemur skúrkunum bara í hendur lögreglunnar á með- an The Punisher drepur þá. Þegar Refsarinn mætti til leiks í Spiderman #129 var ekkert vitað um hann annað en það að hann var leigumorðingi sem drap aðeins glæpamenn. Hann væri hand- bendi annars skúrks, Sjakalans, sem taldi honum trú um að Köngulóarmaðurinn væri morð- ingi sem ætti skilið að deyja. „Ég drep aðeins þá sem eiga skilið að deyja og Spiderman er einn af þeim.“ Þegar þessir andstæðingar hittast augliti til auglitis gerir The Punisher frekari grein fyrir starfi sínu: „Þetta er ekkert sem ég nýt þess að gera heldur er þetta bara einfaldlega eitthvað sem verður að gera. Og ég hef engu að tapa þó ég hætti því sem eftir er af lífi mínu til þess að útrýma meindýr- um á borð við þig“. Misskilningurinn var þó leið- réttur og síðan þá hafa Spiderman og The Punisher stundum neyðst til að snúa bökum saman í barátt- unni gegn glæpum þó þeim sé það báðum þvert um geð enda engir kærleikar á milli þeirra. Þess á milli reynir Spiderman svo að koma lögum yfir Refsarann þar sem hann er vissulega lögbrjótur þó hann hljóti að vera aðalstjarn- an í blautum draumum öfga- hægrimanna út um allan heim. Dýrið gengur laust Það var myndasöguhöfundur- inn Gerry Conway sem skóp The Punisher og ætlaði honum ekki stórt hlutverk í upphafi. „Hann var peð í höndum annars illmenn- is, The Jackal, átti bara að vera skúrkur í þessu eina blaði og vera sigraður í lokin.“ Þetta gekk þó ekki eftir þar sem höfundurinn féll fyrir sköpunarverki sínu. „Rödd hans varð sterkari en ég átti von á svo ég gerði meira úr honum.“ Lesendur deildu tilfinningum Conway og The Punisher sló strax í gegn og þau fantabrögð sem hann bætti glæpalýðinn féllu í kramið hjá myndasögunördum. Hann var vinsælasta gestastjarn- an hjá Marvel og skaut upp kollin- um í sögum um Spiderman, Daredevil og Captain America sem allir reyndu að binda endi á morðæði Refsarans. Vinsældir Refsarans héldu áfram að vaxa en þrátt fyrir það treysti Marvel sér ekki til að sleppa honum lausum í eigin blaði vegna þess hversu ofbeldisfullur hann var. Þetta breyttist árið 1986 þegar tíðni glæpa í Bandaríkjun- um hafði snaraukist og fólk óttað- ist stöðugt um öryggi sitt á förn- um vegi. Þá greip Marvel tæki- færið og sleppti The Punisher lausum og fólki virtist líka það býsna vel að vita af morðóðum brjálæðingi sem kálaði glæpa- mönnum í kippum á götum New York-borgar. Refsarinn gekk þó of langt og missti til að mynda vitið algerlega um tíma og fór að skjóta fólk sem henti rusli á förnum vegi og gekk yfir götur á rauðu ljósi. Þessi magnaða persóna varð skyndilega of stór biti fyrir fólk að kyngja og árið 1996 var framleiðslu á öllum Punisher-bókum hætt. Versta stund Refsarans var líklega bíó- mynd um hann með sænska vöðvatröllinu Dolph Lundgren í hlutverki Castles. Myndin var vonlaus og fékk dóma og viðtökur eftir því. Tími Refsarans var greinilega liðinn. Velkominn aftur, Frank Það segir því líklega mest um kraftinn í The Punisher að hann hefur aftur endurheimt fyrri vin- sældir sínar og gott betur og er mættur til leiks í nýrri stórmynd sem verður frumsýnd á Íslandi að viku liðinni. Það er töffarinn Tom Jane sem hefur tekið að sér að hressa upp á ímynd Refsarans sem Lundgren gekk algerlega frá á sín- um tíma. Jane virðist hafa tekist þetta ætlunarverk en hann þykir standa sig með mikilli prýði í þess- ari öflugu mynd sem hefur það fyrst og fremst umfram aðrar teiknimyndasöuhetjumyndir að hún er miklu ruddalegri sem er í fullkomnu samræmi við eðli aðal- persónunnar. Nýja myndin byggir að hluta til á bókinni Welcome Back Frank eftir Garth Ennis, höfund The Preacher, en hann hóf Punisher til virðingar á pappírnum á ný. Ennis gengur út frá því að Frank sé geð- bilaður fjöldamorðingi og morðið á fjölskyldu hans hafi ekki ráðið úr- slitum. Í sögunni Born fylgir hann Frank eftir í Víetnam og þar birtist hann sem snarbrjálaður morðingi. Hann kemur heim blóðugur upp að öxlum og gerist ábyrgur fjöl- skyldufaðir en það er deginum ljósara að innra með honum blund- ar óður morðingi sem býður eftir tilefni til að brjótast út. „Ennis gerði stóra breytingu á persónunni og hann er orðinn rosa- lega vinsæll aftur,“ segir Pétur Yamagata, umsjónarmaður myndasögudeildar Nexus. „Á ní- unda áratugnum varð hann venju- leg andhetja, svolítið líkur Batman og fleirum. Þetta varð þurrt og leiðinlegt efni sem hætti að selj- ast.“ thorarinn@frettabladid.is 26 12. júní 2004 LAUGARDAGUR TILBÚNIR OG ELDAÐIR KJÚKLINGARÉTTIR Kjúklingur sem framleiddur er undir vörumerkinu Eldfugl hefur verið eldaður og er tilbúinn til notkunar. Eldfugl í magnpokum fæst með Hunangssósu, Hvítlaukssósu og Buffalósósu. Reykjagarður hf Eldfugl - Tilbúinn á grillið TOM JANE Þykir ofurtöff í hlutverki The Punisher og valtar yfir minninguna um Dolph Lundgren sem lék Refsarann í ömurlegri mynd árið 1989. Þar virtust menn skammast sín fyrir að vera að gera bíómynd byggða á myndasögu og tónuðu alla helstu kosti persónunnar niður en nú er Refsarinn mættur til leiks í öllu sínu veldi og sallar niður bófa undir merkjum hauskúpunnar. Myndasögupersónan The Punisher birtist fyrst með hauskúpuna framan á bolnum sínum í Spiderman-blaði árið 1974. Hann sló í gegn en hvarf af sjónarsviðinu á tíunda áratugnum. Hann er nú kominn aftur bæði í bíómynd og bókum og hefur aldrei verið öflugri. Refsarinn er kominn aftur og er öskureiður THE PUNISHER Er orðinn kolbrjálaður fjöldamorðingi í meðförum myndasöguhöfundarins Garth Ennis. Hann gætir þess þó enn að drepa ekki saklaust fólk en menn þurfa ekki að gera mikið af sér til að komast á dauðalistann. Refsarinn hefur þó líklega aldrei verið í meira stuði og aðdáendur hans fylgjast spenntir með þjóðfélagshreinsunum hans. 26-39 (26-27) Punisher/Kristinn 11.6.2004 15:35 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.