Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 LAUGARDAGUR BIKARVEISLA Átta leikir fara fram í 3. umferð karla í bikarkeppni KSÍ í dag. Hæst ber að bikarmeistarar ÍA sækja HK heim í Kópavogi klukkan tólf og Íslands- meistarar KR fara í Garðinn og mæta Víði klukkustund síðar. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FER AÐ RIGNA SÍÐDEGIS Í kvöld og nótt verður rigning um meginhluta landsins. Skúraveður á morgun. Sjá síðu 6 12. júní 2004 – 158. tölublað – 4. árgangur BÚLGARÍUSÍMINN KLÁR Gengið hef- ur verið frá kaupum Björgólfs Thors Björg- ólfssonar og félaga á búlgarska símanum. Pólitískar deilur höfðu lengi komið í veg fyrir að hægt væri að ljúka kaupunum. Sjá síðu 2 ÓFRÍSKUR FÍKNIEFNASMYGLARI Ófrísk kona var tekin á Keflavíkurflugvelli með um það bil 5.000 e-töflur í farangrinum. Þetta er mesta magn sem hefur verið reynt að smygla inn í landið og er verðmæti efn- anna talið um tíu milljónir króna. Sjá síðu 2 SVÍI DÆMDUR Sænskur ferðalangur sem var handtekinn í Leifsstöð með tvær milljónir í reiðufé hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hann játaði að hafa svikið féð út úr manni sem var kall- aður til yfirheyrslu á dögunum. Sjá síðu 4 BRAUT Á UMSÆKJANDA Kvikmynda- eftirlitið braut gegn reglugerðum um starfsemi stofnunarinnar þegar styrkbeiðni framleiðenda myndarinnar Þriðja nafnið var hafnað. Ekkert formlegt mat var gert á beiðninni eins og reglugerðin kveður á um. Sjá síðu 8 EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur á fyrsta fjórðungi þessa árs mælist 4,9% og hefur ekki verið meiri á þess- um árstíma í þrjú ár. Birgir Ís- leifur Gunnarsson Seðlabanka- stjóri segir að bólga sé í öllum tölum og búast megi við hækkun stýrivaxta fljótlega ef verðbólgu- horfur batna ekki. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands einkennist hagvöxturinn nú af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum. Birgir Ísleifur segir jafnframt að verðbólgan hafi farið á meira skrið en bank- inn reiknaði með fyrr í vetur. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur rétt að lækka virð- isaukaskatt vegna vaxandi verð- bólgu. Pétur H. Blöndal, formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar, telur vel koma til greina að lækka virðisaukaskattinn en megin- markmiðið sé þó að lækka tekju- skattinn. Hjálmar Árnason, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins, segir að lækkun virðis- aukaskatts sé ein leið til að bregðast við aukinni verðbólgu. Samtök atvinnulífsins vara við fyrirhugaðri rýmkun á lánaregl- um Íbúðalánasjóðs og segja vax- andi verðbólgu einkum tilkomna vegna verðhækkana á íbúðarhús- næði. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að áform um skatta- lækkanir og miklar framkvæmdir gangi þvert gegn því hlutverki ríkisvaldsins að draga úr þenslu. Sjá nánar síðu 4. Skattalækkun gegn verðbólgu Hagvöxtur er á fleygiferð og Seðlabankastjóri segir bólgu í öllum tölum. Varaformaður fjárlaganefndar vill bregðast við með lækkun virðisaukaskatts. Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 40 Sjónvarp 48 Margir eru fíknir í kynlíf og hafa jafn- vel skaðað sjálfa sig af þeim sökum. Sjálfshjálparhópar eru starfandi og sumir leita sér meðferðar. Fornir fjendur SÍÐUR 36 OG 37 ▲ Ray Charles: ● er látinn 73 ára að aldri Konungur soul- tónlistarinnar SÍÐA 46 ▲ ● bílar Stelpur hrifnar af blæjubílum Hörður Már Harðarson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ATVINNULÍF Methagnaður varð í rekstri Baugs Group á síðasta ári, eða 9,5 milljarðar króna eftir skatta. Hagnaðurinn árið 2002 var 7,4 milljarðar króna. Eigið fé nemur 27,9 milljörð- um og eiginfjárhlutfall er 50%, að því er fram kom á aðalfundi félagsins í gær. Enn fremur kom fram að góð afkoma félagsins stafar að megin- stofni til af óinnleystum hagnaði af fjárfestingum félagsins í Bret- landi, einkum vegna eignar félagsins á ríflega 22% hlut í Big Food Group plc. Aðrar fjárfest- ingar þar í landi hafa einnig skilað góðri ávöxtun en á árinu 2003 var fjárfest í Hamleys-leikfanga- búðunum, Oasis-tískuvörukeðj- unni, Julian Graves-heilsuvöru- keðjunni og LxB fasteignafélagi. Fyrirtækið mun áfram treysta stoðir kjarnastarfsemi sinnar á Ís- landi, einkum í verslunar- og fast- eignarekstri tengdra fyrirtækja, en draga úr öðrum umsvifum, að því er fram kom á fundinum. Í samræmi við þessa stefnumörkun hafa Baugur Group hf. og tengd félög selt eignir fyrir um 13 millj- arða króna á undanförnum vikum, en innleystur hagnaður af þessari eignasölu er um 5 milljarðar króna hjá viðkomandi fyrirtækj- um. ■ BETUR FÓR EN Á HORFÐIST Skemmdir urðu á húsnæði Háskólans á Akureyri í gærkvöld þegar eldur kom upp í þakdúk í turni rannsóknarhúss skólans. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og urðu skemmdir mun minni en á horfðist um tíma. Vaxandi vandamál SÍÐUR 30 OG 31 ▲ Veldu ódýrt bensín M YN D /T RA U ST I Kynlífsfíkn: Átök: Óinnleystur hagnaður að meginstofni: Methagnaður hjá Baugi Group Breska þingið: Hafnaði lágmarks- þátttöku ÞJÓÐARATKVÆÐI Breska þingið felldi fyrr á árinu lagafrumvarp þess efnis að setja ætti skilyrði um lág- marksþátttöku í þjóðaratkvæða- greiðslu ef telja ætti hana gilda. Þótti það ólýðræðislegt að krefjast þess að helmingur kosningabærra manna þyrfti að mæta á kjörstað svo kosningin teldist gild. Það væri of stíf og ósveigjanleg nálgun. Í umræðunum um málið á þing- inu kom það fram að í grundvall- aratriðum væri það rangt að hafa skilyrði um lágmarksþátttöku og gefa þannig þeim sem ekki kjósa í raun synjunarvald. Þeir gætu hafnað lögum með því að mæta ekki á kjörstað og það væri algjör- lega ólýðræðisleg nálgun. Sjá nánar síðu 12. EM í knattspyrnu hefst í dag. Margir fornir fjendur eigast við í keppninni. Við spáum í spilin með fólki frá löndunum. Háskólinn á Akureyri: Eldur í nýbyggingu ELDSVOÐI Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að nýbyggingu Háskól- ans á Akureyri við Sólborg rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld. Eld- urinn kom upp þegar kviknaði í þakdúk í turni rannsóknarhúss og steig mikill reykur frá bygging- unni. Að sögn Þorsteins Gunnarsson- ar, rektors Háskólans á Akureyri, voru skemmdir minni en ætlað var í fyrstu en aðallega urðu skemmdir á gleri. Búið var að ráða niðurlögum eldsins fyrir klukkan tíu. Áætlað er að taka nýja hús- næðið í notkun þann 1. október næstkomandi og er ekki talið að eldsvoðinn breyti neinu þar um, að sögn Þorsteins. Brautskráning er í skólanum í dag. ■ 01 11.6.2004 23:19 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.