Fréttablaðið - 12.06.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000
LAUGARDAGUR
BIKARVEISLA Átta leikir fara fram í 3.
umferð karla í bikarkeppni KSÍ í dag.
Hæst ber að bikarmeistarar ÍA sækja HK
heim í Kópavogi klukkan tólf og Íslands-
meistarar KR fara í Garðinn og mæta Víði
klukkustund síðar.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
FER AÐ RIGNA SÍÐDEGIS Í kvöld
og nótt verður rigning um meginhluta
landsins. Skúraveður á morgun. Sjá síðu 6
12. júní 2004 – 158. tölublað – 4. árgangur
BÚLGARÍUSÍMINN KLÁR Gengið hef-
ur verið frá kaupum Björgólfs Thors Björg-
ólfssonar og félaga á búlgarska símanum.
Pólitískar deilur höfðu lengi komið í veg fyrir
að hægt væri að ljúka kaupunum. Sjá síðu 2
ÓFRÍSKUR FÍKNIEFNASMYGLARI
Ófrísk kona var tekin á Keflavíkurflugvelli
með um það bil 5.000 e-töflur í farangrinum.
Þetta er mesta magn sem hefur verið reynt
að smygla inn í landið og er verðmæti efn-
anna talið um tíu milljónir króna. Sjá síðu 2
SVÍI DÆMDUR Sænskur ferðalangur
sem var handtekinn í Leifsstöð með tvær
milljónir í reiðufé hefur verið dæmdur til
fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hann játaði
að hafa svikið féð út úr manni sem var kall-
aður til yfirheyrslu á dögunum. Sjá síðu 4
BRAUT Á UMSÆKJANDA Kvikmynda-
eftirlitið braut gegn reglugerðum um starfsemi
stofnunarinnar þegar styrkbeiðni framleiðenda
myndarinnar Þriðja nafnið var hafnað. Ekkert
formlegt mat var gert á beiðninni eins og
reglugerðin kveður á um. Sjá síðu 8
EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur á fyrsta
fjórðungi þessa árs mælist 4,9%
og hefur ekki verið meiri á þess-
um árstíma í þrjú ár. Birgir Ís-
leifur Gunnarsson Seðlabanka-
stjóri segir að bólga sé í öllum
tölum og búast megi við hækkun
stýrivaxta fljótlega ef verðbólgu-
horfur batna ekki. Samkvæmt
Hagtíðindum Hagstofu Íslands
einkennist hagvöxturinn nú af
mikilli aukningu á einkaneyslu og
fjárfestingum. Birgir Ísleifur
segir jafnframt að verðbólgan
hafi farið á meira skrið en bank-
inn reiknaði með fyrr í vetur.
Einar Oddur Kristjánsson,
varaformaður fjárlaganefndar
Alþingis, telur rétt að lækka virð-
isaukaskatt vegna vaxandi verð-
bólgu. Pétur H. Blöndal, formað-
ur efnahags- og viðskiptanefndar,
telur vel koma til greina að lækka
virðisaukaskattinn en megin-
markmiðið sé þó að lækka tekju-
skattinn. Hjálmar Árnason, þing-
flokksformaður Framsóknar-
flokksins, segir að lækkun virðis-
aukaskatts sé ein leið til að
bregðast við aukinni verðbólgu.
Samtök atvinnulífsins vara við
fyrirhugaðri rýmkun á lánaregl-
um Íbúðalánasjóðs og segja vax-
andi verðbólgu einkum tilkomna
vegna verðhækkana á íbúðarhús-
næði. Miðstjórn Alþýðusambands
Íslands segir að áform um skatta-
lækkanir og miklar framkvæmdir
gangi þvert gegn því hlutverki
ríkisvaldsins að draga úr þenslu.
Sjá nánar síðu 4.
Skattalækkun
gegn verðbólgu
Hagvöxtur er á fleygiferð og Seðlabankastjóri segir bólgu í öllum tölum.
Varaformaður fjárlaganefndar vill bregðast við með lækkun virðisaukaskatts.
Kvikmyndir 46
Tónlist 44
Leikhús 44
Myndlist 44
Íþróttir 40
Sjónvarp 48
Margir eru fíknir í kynlíf og hafa jafn-
vel skaðað sjálfa sig af þeim sökum.
Sjálfshjálparhópar eru starfandi og
sumir leita sér meðferðar.
Fornir fjendur
SÍÐUR 36 OG 37
▲
Ray Charles:
● er látinn 73 ára að aldri
Konungur soul-
tónlistarinnar
SÍÐA 46 ▲
● bílar
Stelpur hrifnar
af blæjubílum
Hörður Már Harðarson:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
ATVINNULÍF Methagnaður varð í
rekstri Baugs Group á síðasta ári,
eða 9,5 milljarðar króna eftir
skatta. Hagnaðurinn árið 2002 var
7,4 milljarðar króna.
Eigið fé nemur 27,9 milljörð-
um og eiginfjárhlutfall er 50%, að
því er fram kom á aðalfundi
félagsins í gær.
Enn fremur kom fram að góð
afkoma félagsins stafar að megin-
stofni til af óinnleystum hagnaði
af fjárfestingum félagsins í Bret-
landi, einkum vegna eignar
félagsins á ríflega 22% hlut í Big
Food Group plc. Aðrar fjárfest-
ingar þar í landi hafa einnig skilað
góðri ávöxtun en á árinu 2003 var
fjárfest í Hamleys-leikfanga-
búðunum, Oasis-tískuvörukeðj-
unni, Julian Graves-heilsuvöru-
keðjunni og LxB fasteignafélagi.
Fyrirtækið mun áfram treysta
stoðir kjarnastarfsemi sinnar á Ís-
landi, einkum í verslunar- og fast-
eignarekstri tengdra fyrirtækja,
en draga úr öðrum umsvifum, að
því er fram kom á fundinum. Í
samræmi við þessa stefnumörkun
hafa Baugur Group hf. og tengd
félög selt eignir fyrir um 13 millj-
arða króna á undanförnum vikum,
en innleystur hagnaður af þessari
eignasölu er um 5 milljarðar
króna hjá viðkomandi fyrirtækj-
um. ■
BETUR FÓR EN Á HORFÐIST
Skemmdir urðu á húsnæði Háskólans á Akureyri í gærkvöld þegar eldur kom upp í þakdúk í turni rannsóknarhúss skólans.
Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og urðu skemmdir mun minni en á horfðist um tíma.
Vaxandi vandamál
SÍÐUR 30 OG 31
▲
Veldu
ódýrt
bensín
M
YN
D
/T
RA
U
ST
I
Kynlífsfíkn: Átök:
Óinnleystur hagnaður að meginstofni:
Methagnaður hjá Baugi Group
Breska þingið:
Hafnaði
lágmarks-
þátttöku
ÞJÓÐARATKVÆÐI Breska þingið felldi
fyrr á árinu lagafrumvarp þess
efnis að setja ætti skilyrði um lág-
marksþátttöku í þjóðaratkvæða-
greiðslu ef telja ætti hana gilda.
Þótti það ólýðræðislegt að krefjast
þess að helmingur kosningabærra
manna þyrfti að mæta á kjörstað
svo kosningin teldist gild. Það væri
of stíf og ósveigjanleg nálgun.
Í umræðunum um málið á þing-
inu kom það fram að í grundvall-
aratriðum væri það rangt að hafa
skilyrði um lágmarksþátttöku og
gefa þannig þeim sem ekki kjósa í
raun synjunarvald. Þeir gætu
hafnað lögum með því að mæta
ekki á kjörstað og það væri algjör-
lega ólýðræðisleg nálgun.
Sjá nánar síðu 12.
EM í knattspyrnu hefst í dag. Margir fornir
fjendur eigast við í keppninni. Við spáum
í spilin með fólki frá löndunum.
Háskólinn á Akureyri:
Eldur í
nýbyggingu
ELDSVOÐI Allt tiltækt slökkvilið var
kallað út að nýbyggingu Háskól-
ans á Akureyri við Sólborg rétt
fyrir klukkan níu í gærkvöld. Eld-
urinn kom upp þegar kviknaði í
þakdúk í turni rannsóknarhúss og
steig mikill reykur frá bygging-
unni.
Að sögn Þorsteins Gunnarsson-
ar, rektors Háskólans á Akureyri,
voru skemmdir minni en ætlað
var í fyrstu en aðallega urðu
skemmdir á gleri. Búið var að
ráða niðurlögum eldsins fyrir
klukkan tíu.
Áætlað er að taka nýja hús-
næðið í notkun þann 1. október
næstkomandi og er ekki talið að
eldsvoðinn breyti neinu þar um,
að sögn Þorsteins. Brautskráning
er í skólanum í dag. ■
01 11.6.2004 23:19 Page 1