Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 25
þeir afslappaðir. Mér finnst oft vanta þá hugsun í hönnun öldur- húsa,“ segir Sissa, sem er orðin þreytt á að vera boðið til sætis á prikum við alltof há borð. „Þannig líður manni ekki vel. Fær ekki þessa tilfinningu að maður sé heima í stofu.“ Niðri í kjallara ríkir austur- lensk stemning innan um kelerís- legar lokrekkjur og þrjú hundruð vindlahólf úr dýrindis harðviði, eitt af þremur ummerkjum hönn- uðarins Terence Conran, sem fengin var til að skapa hinn upp- runalega Rex. Reyndar eru marg- ir lyklanna týndir og engir afsag- aðir puttar í þeim hólfum sem tek- ist hefur að opna. Mafíósasögurn- ar úr kjallaraherbergjum Rex reynast uppspuni eða ýkjur. Hinar tvær heimildirnar um sköpunar- verk Conrans eru stálklæddur símaklefi og náðhúsin, sem fá að haldast óbreytt. „Rex var á sínum tíma óhemju kaldur staður og ópersónulegur. Helst þurfti maður að mæta í kór- ónafötunum og leið alls ekki eins og heima hjá sér,“ segir Leifur og telur að í því felist skýringin á hvers vegna hin mikils metna hönnun Conrans fékk ekki að standa tímans tönn og verða sí- gild, en var þess í stað sópað á haugana af nýjum eigendum þeir- ra tíma. „Feillinn hjá Conran lá í kuld- anum. Hann notaði mikið málm og hvítt, og niðurstaðan var skortur á hlýleika. Auk þess bergmálaði hljóðið milli veggja, sem var bein- línis óþægilegt,“ bætir Sissa við. „Ég held að sá góði hönnuður hafi ekki hugsað út í hvernig veturnir eru hér á landi. Það fór ekki nógu vel um gestina, þrátt fyrir flott- heitin.“ Þess má geta fyrir fróðleiks- fúsa að Terence Conran setti á fót Habitat-keðjuna og rekur í dag Conran-búðir og Conran-veitinga- hús um víða veröld. Leifur hefur komið inn á nokkra þeirra, sem hann segir bera hlýleikanum merki. „Ég held að Rex eins og Conran skapaði hann, hafi verið gerður fyrir stærra samfélag þar sem hægt var að ætlast til að gest- irnir væru allir milljarðamæring- ar. Auðvitað vilja allir taka þátt í þeim leik, en finnst hann ekki þægilegur til lengdar. Því þótt við flýjum raunveruleikann með því að sækja slíka staði, þá var þessi leikur of stífur. Mér fannst Rex afar flottur, elegant og stílhreinn, en mér sýnist að þessi hreini naumhyggjustíll endist styttra en ella.“ Pönkuð óþekkt og bóhemlíf Þeir staðir sem dúkkað hafa upp í húsnæði Egils Jacobsen á eftir Rex fengu allir fremur brátt andlát. Stemningin er vissulega einstök innan dyra, en harla út í draugaleg. Spurning hvort ein- hver bölvun hvíli á rekstri slíkra gleðihúsa í formfagurri umgjörð- inni. Sissu finnst góður andi ein- kenna heimili Rex og Leifur tekur undir það. „Það er áberandi skemmtilegur andi þarna inni og víst hafa hugmyndirnar verið fín- ar um rekstur eftir daga álna- vörubúðarinnar. Hins vegar held ég að fallið felist í því hversu ópersónulegir staðirnir hafa ver- ið. Húsnæðið, sem slíkt er eitt það fegursta í borginni og býður upp á að gera eitthvað hlýlegt, um leið og dálítið mikilfenglegt. Hingað til hefur ekki verið einblínt á þá hússins kröfu, heldur valið hið kuldalega. Starfsemin þarf að passa umhverfinu svo að dæmið gangi upp til enda. Því ef maður undirstrikar bara þetta fína, fína og gerir það flatt, þá tapar maður þessari áþreyfanlegu orku hér innandyra og staðurinn verður ekki lengur ævintýralegur, heldur geldur.“ Sissa segir stemninguna á Rex koma til með að einkennast af mixtúru síðpönks og bóhemlífs. Að þar muni verða óþekktin alls- ráðandi, en staðurinn er hugsaður fyrir aldurshópinn 25–50 ára, tón- listin verður afbragð og vínúrval- ið vandfundið að verðleikum. Klæðaburður verður frjáls og að eigin vali; allt frá gallabuxum upp í fína galakjóla, ef því er að skip- ta. „Samantekið verður Rex fyrst og fremst íslenskur staður,“ segir Leifur og á ekki bara við hið aug- ljósa, sem er íslenska skjaldar- merkið, heldur þjóðarsálina. „Íslendingar eru dálitlir villingar, og það get ég dæmt um hafandi búið í Skandinavíu í aldarfjórð- ung. Íslendingar eru eins og svart og hvítt, miðað við hinar Norður- landaþjóðirnar. Við erum óþekkt- arangar og það kemur til með að endurspeglast í andrúminu. Mér finnst voða gott að vera kominn heim og mega vera óþekkur.“ Sissa bætir við að Rex prýði ís- lenskar ljósmyndir í stað hefð- bundinna sófamálverka. Það verði munúðarfullar myndir með list- rænu yfirbragði og sumar meira að segja hreyfanlegar. „Þetta er voða gott fyrir okkur ljósmyndar- ana því ljósmyndun hefur ekki fengið nógu mikinn meðbyr sem list hér á Íslandi. Hún er komin miklu lengra í útlöndum. Og þótt einstaka listunnandi sé farinn að nota ljósmyndir á veggina heima, er engu að síður tímabært að vekja athygli á að ljósmynd er jafngild sófamálverki.“ Skrautlistamenn með þroskað- an smekk Leifur og Sissa reka saman Ljósmyndaskóla Sissu og Leifs. Sissa lærði fagið í Kaliforníu, en Leifur í Svíþjóð. Saman segja þau innanhúshönnun ekki vera svo ótengda starfi ljósmyndarans. „Í raun er þetta spurningin um að búa til mynd; en þrívíða mynd. Að vera ljósmyndari byggir mikið á því að stílisera, og þannig má segja að við séum hálfgerðir skrautlistamenn. Gefum okkur ekki út fyrir að vera innanhús- arkitektar, en tókum þetta að okk- ur vegna þess að við vorum beðin um það. Sjálfsagt verða einhverj- ir til að skammast yfir útkomunni, en ef ekki, þá hefur okkur senni- lega mistekist.“ Og þótt Leifur og Sissa séu ekki lengur í aldurshópi þeirra sem skemmta sér allar helgar, segja þau engan vanda að hanna skemmtistað fyrir yngri kynslóð- ir. „En í raun erum við að skapa stað sem er tímalaus. Þetta er ekki pakki, sóttur annars staðar frá. Á einhvern hátt þýðir það að maður höfðar til fólks með aðeins þroskaðri smekk, en ekki beinlín- is yngstu djammboltanna,“ segir Leifur og bætir við að slíkt hafi í för með sér að gestirnir geti leyft sér að drekka annað en kassavín hússins. „Á þann hátt verður stað- urinn fínn, án þess að vera snobb- aður.“ thordis@frettabladid.is LAUGARDAGUR 12. júní 2004 25 Hús Egils Jacobsen er eitt fegursta listaverkið í húsaflóru Reykjavíkurborgar. Súlur og rósettur fá að njóta sín, enda stórbrotið handverk og merkar minjar. Nafnið Rex merkir konungur og þótti húsráðendum á Rex við hæfi að gera íslenska skjaldarmerkinu frá tímum Kristjáns X hátt undir höfði, en til voru afsteypur af því, útskorið í tré. 24-25 leifur og Sissa 11.6.2004 15:15 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.