Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 12. júní 2004 Hjá okkur færðu lán til að ...kaupa íbúðina ...setja glerskála á svalirnar ...gera við húsnæðið ...eignast sumarhúsið ...fá nýja draumabílinn ...ferðast um heillandi lönd ...kaupa nýju uppþvottavélina ...skipta um sófasettið og til að gera svo ótal margt fleira Ráðgjöf og einstaklingsbundin þjónusta fylgir þér alla leið. Má bjóða þér lán? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - SP V 2 50 02 06 /2 00 4 SPV - Borgartúni 18 • Hraunbæ 119 • Sí›umúla 1 fijónustuver, sími 5754100 Þú ert stærri hjá okkur Taktu lán þar sem tekið er vel á móti þér. „Þetta er mjög skemmtilegt að sjá. Vissulega glæsi- leg jakkaföt, en þau sem Skjöldur klæðist eru áber- andi smart, sem og skyrtan og bindið, meðan Oddur hefur fengið að klæðast þeim sem mér finnst síst og gera lítið fyrir hann. Skjöldur er einstaklega glæsi- legur í jakkafötunum og ætti að hugsa alvarlega um að breyta um stíl, eða í það minnsta hafa jakkaföt oftar sem valkost, þótt hann sé það mikið kameljón að hann klæðir hvað sem er. Hins vegar verð ég að viðurkenna að Sturla í jakkafötum er skelfileg sjón. Það er eins og maðurinn sé kominn í buxnadragt! Það vantar bara pinnahælana. Eins og hann hafi far- ið í kynskiptaaðgerð við það eitt að fara í jakkaföt- in, svona svakalega málaður og tilhafður. Sturla er greinilega týpa sem vill vera málaður og á að fá að vera eins og hann er, þótt persónulega finnist mér málaðir karlar mjög ókarlmannlegir. Í jakkafötun- um er eins og eitthvað alvarlegt hefði gerst! Ég hefði frekar vilja sjá hann í sínum eigin bol undir svartri klassíkinni. Þá finnst mér Oddur þurfa að finna sér einhvern milliveg í sínum eigin stíl og svo jakkafötunum. Finnst eins og hann, og reyndar Sturla líka, séu enn það ungir að þeir hafi ekki enn myndað sér eigin stíl. Þeir ættu hvorugir að vera með bindi, því bindi klæða ekki alla. Það fengi eng- inn að setja bindi um hálsinn á mér, en svei mér ef ég væri ekki til í bindið sem Skjöldur klæðist. Alveg áberandi flott.“ [ HVAÐ FANNST HONUM? ] SVAVAR ÖRN, HÁRGREIÐSLUMAÐUR OG TÍSKULÖGGA Það er verið að finna til jakka- föt, skyrtur, bindi og skó handa þremur hommum sem oftast eru þekktir fyrir að klæða sig djarft og glaðlega. Vandamálið er bara að finna réttu stærðina, en það seljast varla jakkaföt á Íslandi undir stærðinni 46, sem þykir stærð fyrir smávaxna karlmenn og granna. Strákarnir eru í stærðum 42 til 44. „Ætli hommar hugsi ekki meira um línurnar en hinir fjölmörgu stóru, stæðilegu og vel bólstruðu karlmenn Ís- lands,“ veltir Sturla fyrir sér og bætir við að bumba sé í þeirra augum algert nó-nó. Bannað. Al- gjört tabú. ODDUR ANDRI THOMASSON AHRENS Lausnin felst í öryggisnælum og brátt eru allir komnir í há- klassa hönnuð jakkaföt í sí- gildasta kantinum, ásamt hefð- bundnum herraspariskóm. Breyt- ingin er gífurleg, en þeir sem sjá þremenningana storma um marmaragólf Kringlunnar í þess- um glæsiklæðnaði eiga bágt með að líta ekki þrisvar. Góðir og mjúkir hálsliðir koma að gagni, enda glæsileg sýn á ferðinni. „Úff, nú er virkilega horft á mann, en ekki þegar maður er uppstrílaður í eigin galla,“ segja þeir hlæjandi, í og með hissa á at- hyglinni. Oddi segist líða skringi- lega svona fínt og herralega klæddur. „Ég meina; þetta er fínna en fínt. Ég mundi ekki einu sinni vera svona klæddur á að- fangadag, og varla í jarðarför, þótt þeir sem þekkja mig mundu strax álykta sem svo að ég væri á leið til kirkju.“ Þeir eru vanir að finna augun á sér vegna stíls og framkomu þess- ir strákar, enda sláandi ferskir og sumarsætir. Skjöldur Eyfjörð seg- ist eiga fern jakkaföt sem hann notar reglulega, einkum þegar hann er í stoltu skapi og finnst til- efni til að klæða sig verulega fínt. „En fötin skapa manninn. Það er ekki spurning,“ segir hann og læt- ur í veðri vaka að skap ráði því hverju hann klæðist að morgni. Í hans tilviki eigi viðhlæjendur allt eins von á honum uppáklæddum í jakkafötum með bindi. Allir segjast þeir eyða drjúg- um tíma og fjármunum í útlit og klæðaburð, en gefa ekki upp nein- ar tölur, enda prívatmál hvers og eins. Þá segjast þeir versla mest í Mótor, Sautján og Deres, sem bjóði upp á buxur og jakka í minni númerum en hefðbundnari herra- fataverslanir. „Svo gera þessi nið- urmjóu og sígildu buxnasnið mönnum með stutta og svera fæt- ur mikinn óleik. Gera að verkum að maður virkar bæði kubbs- og kallalegur,“ segir Skjöldur við samhljóma undirtektir þeirra Sturlu og Odds, sem segjast aldrei mundu kaupa sér svona föt. „En ef buxurnar væru með lægri streng, þröngar yfir rassinn og lærin, og útvíðar fyrir neðan hné, mundi ég hiklaust fjárfesta í svona spari- buxum. Ekki síst ef þau væru í skærum lit með ofnum glimmer- þræðum í efninu,“ segir Sturla og Skjöldur bætir við að hönnuðir jakkafata saumi ekki slíkar buxur, nema Dolce og Gabbana, sem geri það með stæl. Bætir við að þeir sem hugsi mikið um eigið útlit eigi það sameiginlegt að vera meðvitaðir um sjálfa sig sem kyn- verur og vilji undirstrika lík- amann með fallegum aðsniðnum fötum. „Ég spái rosalega mikið í útlitið og það er einfaldlega hobbýið mitt, líkt og aðrir hafa áhuga á fluguveiði eða golfi.“ Í raun eru þeir eins og fersk sápuauglýsing í útgeislun sinni, þessir þrír ungu Íslendingar, og Oddur upplýsir að tími og pening- ar fari ekki einungis í fatakaup, heldur einnig umhirðu hárs, hár- vörur, líkamsrækt, snyrtivörur og hvers kyns andlitskrem og með- ferðir. „En gegnumgangandi er að okkur er slétt sama um álit ann- arra þegar kemur að klæðaburði og öðru útliti. Þorum að klæða okkur litríkt og djarft; að njóta lífsins. Aðalatriðið er fyrst og fremst að okkur líði vel og séum sáttir í eigin skinni.“ thordis@frettabladid.is  40-41 (28-29) Breytt lúkk 11.6.2004 17:56 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.