Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 48
36 12. júní 2004 LAUGARDAGUR Þýskaland - Holland 15. júní kl. 18.45 Porto Þjóðverji Stefan Ulrech 25 ára þjónn í Sjávarkjallaranum. Hollendingur Art Schalk 27 ára ráðgjafi hjá Parex IBM viðskiptaráðgjöf. Portúgal - Spánn 20. júní kl. 18.45 Lissabon Spánverji Jesús M. Potenciano 56 ára kennari í FB. Portúgali Nuno Alexandre Bentim Servo 27 ára starfsmaður á Tapas-barnum. Frakkland - England 13. júní kl. 18.45 Lissabon Englendingur Gary Wake 40 ára hugmyndasmiður hjá Góðu fólki. Frakki Francois Thierry-Mieg 30 ára starfsmaður fransk- íslenska verslunarráðsins. Hversu mikilvægur er leikurinn gegn Spáni? Leikurinn á ekki eftir að skipta miklu máli þar sem þetta er síðasti leikurinn í riðlinum. Bæði Portúgal og Spánn eiga eftir að komast upp úr riðlinum. Það er samt mikill rígur á milli landanna þegar þau mætast á vellinum eins og hjá Íslendingum og Dönum. Helsti styrkleiki portúgalska liðsins? Ég hef fylgst með liðinu á öllum stórmótum og þetta er í fyrsta skipti sem það er ekkert vesen á liðinu. Nú er mórallinn mjög góður og ef Portúgal getur ekki eitthvað í keppninni í ár eiga þeir ekki eftir að geta neitt. Helsti veikleiki? Þetta er frekar jafnt lið og erfitt að benda á veikleika þess. Ég er reyndar ekki hrifinn af leikskipulaginu, 4-5-1. Þá er bara einn sóknarmaður og ætli það sé ekki veikasti punktur liðsins. Það skiptir líka miklu máli að liðinu gangi vel í fyrsta leik annars er hætt við því að áhorfendur snúi baki við því. Hættulegasti leikmaðurinn? Cristiano Ronaldo er hættulegasti leik- maður Portúgals en svo má ekki gley- ma Figo og Rui Costa. Hataðasti leikmaðurinn hjá andstæðingunum? Enginn sem ég veit um. Hversu langt nær liðið á EM? Portúgal nær lágmark í undanúr- slit. Það er í raun bara eitt land sem getur stoppað Portúgal og það er Frakkland. Hvað á að borða yfir leikjum Portúgals? Á Portúgal myndi maður grilla sardínur en hér er það salt- fiskur með suðrænum hætti. Ráðlegg fólki samt að borða eftir leik því spennan er mikil. Hvað á að drekka? Rauðvín. Hversu mikilvægur er leikurinn gegn Portúgal? Þetta er mjög mikilvæg- ur leikur því Spánverjar hafa aðeins einu sinni unnið Portúgala á síðustu fimmtán árum. Portúgal er lítil þjóð sem vill sýna að þeir eru ekki minni en Spánverjar og þetta eru oft- ast skemmtilegar viðureignir. Það er erfitt að spá um úr- slitin og það er óskhyggja hjá mér að hann endi með jafn- tefli. Helsti styrkleiki spænsk- a liðsins? Spænsku leikmennirnir eru teknískir, spila boltanum vel á milli sín og það er eins og boltinn sé límdur við tærnar á þeim. Helsti veikleiki spænska liðsins? Helsti veikleikinn er sá að á Spáni eru töluð fjögur tungumál og það eru sautján héruð þar. Flestir velja héruð- in fram yfir landið. Þjálfarinn verður að fá leikmenn til að leika fyrir land og þjóð í þær þrjár vikur sem mótið stend- ur. Hversu langt nær spænska liðið á EM? Ég er bjartsýnn á að því gangi vel og að það nái einu af þremur efstu sætunum. Hættulegasti leikmaður Spánverja? Fernando Morientes er hættulegastur ef leikin er rétt leikaðferð. Ég held að Vicente, leikmaður Valencia, komi líka til með að gera góða hluti ef guð leyfir. Hataðasti leikmaðurinn hjá and- stæðingunum? Það eru margir Portúgalar sem leika á Spáni svo ég held að það sé enginn sem Spánverjar hata. Figo er hættulegur, en ekki hataður. Hvað á að borða yfir leikjum Spánverja? Snittur, ólífur og hnetur. Hvað á að drekka? Rauðvín. Evrópumótið í knattspyrnu hefst í dag. Margar áhugaverðar viðureignir eru framundan. Þar á meðal hjá þjóðum sem hafa eldað grátt silfur áratugum og jafnvel öldum saman. Fornir fjendur Hversu mikilvægur er leikurinn gegn Þýskalandi? Mótið hefst á úrslitaleik. Það er alltaf stríð þegar Hol- land og Þýskaland mætast í fótbolta. Fólk æsir sig virkilega yfir leikjunum. Ég held að Holland vinni leikinn núna. Þeir eru með reyndari leikmenn og af tuttugu síðustu leikjum hafa þeir aðeins tapað tveimur. Helsti styrkleiki Hollands? Það eru margir sterkir einstaklingar í liðinu, Marc Overmars, Jaap Stam, Ruud Van Nistelrooy og svo framvegis. Helsti veikleiki? Einstaklingarnir eru jafnframt helsti veikleik- inn því það vilja allir vera stjörnur liðsins. Það kemur niður á liðsheildinni. Hættulegasti leikmaðurinn? Ruud van Nistelrooy er hættulegasti leik- maðurinn. Hann var ekki með á HM þar sem hann var meiddur. Hann hefur lýst því yfir að hann ætli sér að vinna mótið. Hataðasti leikmaður andstæð- inganna? Hollendingar þola ekki Rudi Völler, þýska landsliðsþjálfarann, eftir að hann hrækti framan í Frank Riikjard. Hversu langt nær Holland á EM? Ég held að Hollendingar verða meðal fjögurra efstu – sennilega í þriðja eða fjórða sæti. Hvað á að borða yfir leikjum Hollands? Við drekkum meira en borða, það er þjóðlegra. Á fótbolta- leikjum í Hollandi er hægt að kaupa heitan mat; pylsur, franskar og hamborgara. Ann- ars borða þeir ekki mikið á meðan leiknum stendur. Hvað á að drekka? Amstel-bjórinn. Hversu mikilvægur er leikurinn gegn Hollandi? Þetta er mikilvægur leikur eins og allir aðrir leikir. Holland er með gott lið og mikilvægt fyrir Þjóðverja að vinna þá. Það er mikill rígur á milli nágrannaþjóð- anna og alltaf sérstakt þegar þjóð- irnar eigast við en auðvitað vinna Þjóðverjar. Helsti styrkleiki þýska liðs- ins? Eins og er myndi ég segja að þeir spili passívan bolta. Helsti veikleiki þýska liðsins? Það er erfitt að segja og ég vil nú ekki viðurkenna að það sé einhverja veikleika að finna á liðinu. Hættulegasti leikmaður Þýska- lands? Það eru nokkrir góðir leikmenn í þýska lið- inu, til dæmis Michael Ballack. Hataðasti leikmaðurinn hjá and- stæðingunum? Ég veit nú ekki hvort það sé einhver leikmað- ur sem Þjóðverjar hata en Hollendingar eiga nokkra hættulega leikmenn. Hversu langt nær þýska liðið á EM? Ætli Þjóðverjar verði ekki meðal fimm efstu. Hvað á að borða yfir leikjum Þjóð- verja? Að sjálfsögðu pylsu og kartöflusalat. Hvað á að drekka? Þýskan bjór, Becks. Hversu mikilvægur er leikurinn gegn Englandi? Þetta er mjög mikilvægur leikur enda fyrsti leikur mótsins. Það er svolítið sérstakt að leikurinn sé gegn Englandi því það eru margir franskir leikmenn sem leika þar í landi. Helsti styrkleiki franska liðsins? Ég held að helsti styrkleiki liðsins sé Thierry Henry. Hann er einn besti framherji Evrópu í dag, jafnvel í heiminum. Helsti veikleiki franska liðsins? Ég helst að varnarmaðurinn Marcel Desailly sé helsti veikleikinn. Hann er orðinn gamall og ætti kannski að fara að hætta. Kannski eru það mistök að velja hann í landsliðið. Hættulegasti leikmaður Frakk- lands? Thierry Henry. Hataðasti leikmaðurinn hjá andstæðingunum? Það er enginn leikmaður sem við höt- um. Við þekkjum ensku leikmennina vel því það eru svo margir Frakkar sem leika á Englandi. Þetta eru samherjar hjá félagsliðum og ég held að það sé gagnkvæm virðing á milli þjóðanna. Hversu langt nær franska liðið á EM? Ég vona að við náum að verja titil- inn. Frakkar ætlar sér alla leið eftir dapurt gengi á heimsmeistara- mótinu. Hvað á að borða yfir leikjum Frakka? Fólk á ekki að éta neitt því það þarf að einbeita sér að leikn- um. Annars er ágætt að borða pitsu því þá er hægt að borða og horfa um leið. Hvað á að drekka? Bjór og léttvín. Hversu mikilvægur er leikurinn gegn Frakklandi? Það er enginn spurning að þetta er mikilvægur leikur ekki síst í ljósi þess að Englendingar gera mikar vonir til landsliðsins. Ég myndi giska á að Frakkar séu með eitt af þremur bestu liðum keppninnar og leikurinn á eftir að enda 1-1. Helsti styrkleiki enska liðsins? Hann er miðjan með þá David Beckham og Steven Gerrard. Varnarleikur liðsins er líka ágæt- ur. Helsti veikleiki enska liðs- ins? Framlínan er veikasti hlekkur liðsins. Árangur liðsins byggist svolítið á því að framherjarnir verði vel studdir af miðjunni en ef það klikkar er liðið ekki í góðum málum. Hversu langt nær enska liðið á EM? England gæti komið á óvart í keppninni. Það er spurning hvort þeir nýti sjálfs- traustið sem þeir fengu í leiknum gegn Íslandi. Ég gæti trúað að liðið nái í und- anúrslit. Hættulegasti leikmaður England? Mér finnst Steven Gerrard hjá Liverpool vera besti leikmaðurinn. Hann er ómissandi fyrir landsliðið. Hataðasti leikmaðurinn hjá and- stæðingunum? Það er mikill rígur á milli þjóðanna en ég held að Englendingar hati ekki Frakkana. Það verður samt áhugavert að sjá Sol Campell og Thierry Henry eigast við, en þeir eru báðir úr Arsenal. Hvað á að borða yfir leikjum Englands? Englendingar borða oft hamborga þegar þeir fara á völlinn úti. Hvað á að drekka? Bjór. 48-49 (36-37) EM-Mambó / ee 11.6.2004 18:39 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.