Tíminn - 14.11.1972, Page 9
Þriðjudagur 14. nóvember 1972
TÍMINN
9
Ctgefandi: Frtfmsóknarflokkurten
SSKÍ Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: ÞórígSg
arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas KarlssonJ:::::|x;
'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblabs Timans)J:gx;
Auglýsingastjóri: Steingrimur, Gislasohi. Ritstjórnar^krif-i;;:;:;:;:;
ýým stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-1*306^;;;;;;;;;
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — aiíglýs-i;:;®:
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300.. Askriftargjaldi;:;:;:;:;:
S?5 krónur á mánuöi innan lands, i lausasöiu 15 krónur ein
takið. Blaðaprent h.f. jgjigi-
mmrnmrnmmmmmmmmm^mmmmmmmmmm^
Mbl. og landhelgismálið
Ef taka ætti mark á forustugrein og Reykja-
vikurbréfi Morgunblaðsins siðastliðinn sunnu-
dag, mætti helzt halda að Bretar hafi beðið
eftir þvi i marga mánuði að semja um land-
helgismálið á þann hátt, að Islendingar mættu
við una, en eingöngu hafi strandað á ósam-
komulagi innan islenzku rikisstjórnarinnar.
Þar hafihverhöndin verið upp á móti annarri og
þvi verið vanrækt að þiggja höfðinglegt tilboð
Breta.
Hið rétta er, að enn hefur ekkert það tilboð
borizt, af hálfu Breta, að nokkur fslendingur,
sem hefur fylgzt með þessum málum, hafi
viljað semja á þeim grundvelli. Þetta gildir
jafnt um fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna
og stjórnarflokkanna, sem fylgzt hafa bezt með
þessum málum. Það er þvi algerlega út i
bláinn, að einhver ágreiningur innan islenzku
rikisstjórnarinnar hafi staðið i vegi samkomu-
lags.
Af hálfu islenzku rikisstjórnárinnar var I
orðsendingu, sem brezku rikisstjórninni var
send 11. ágúst siðastliðinn gengið miklu lengra
til móts við óskir Breta en áður hafði verið
gert. Svar Breta við þessari orðsendingu fékkst
fyrst i septemberiok, þegar utanrikisráðherrar
Islands og Bretlands ræddust við i New York. 1
framhaldi af þeim viðræðum, kom hingað
brezk embættismannanefnd til viðræðna við is
lenzk stjórnarvöid. Þegar til kom, hafði hún þó
ekki umboð til að ræða um tölu og stærð
brezkra skipa, sem stunda veiðar við ísland, en
það hefur alltaf verið höfuðkrafa Islendinga,
að samið yrði um þessi atriði. Nefndin hafði
aðeins heimild til að ræða um veiðisvæði. Af
hálfu islenzku rikisstjórnarinnar var að sjálf-
sögðu tilkynnt, að frekari viðræður væru til-
gangslausar, ef ekki fengist einnig rætt um
skipatölu og skipastærð. Það var rétt fyrir
siðustu mánaðamót, sem svar fékkst við þvi,
að Bretar væru einnig tilbúnir að ræða um
þessi atriði. Siðan hefur verið unnið að
undirbúningi undir þessar viðræður, sem geta
skorið úr um það, hvort samkomulag næst eða
deilan harðnar enn meira. Það er eðlileg
afstaða hjá islenzku rikisstjórninni að vilja
hafa, áður en þessar örlagariku viðræður
hefjast, sem nánust samráð við þingflokkana
og vita sem gleggst um afstöðu þeirra.
Skrif eins og þau er birtust i forustugr. og
R.vikurbréfi Mbl. i fyrradag, eru ekki til
þess fallin að hvetja Breta til undanlátssemi.
Ef Bretar tækju mark á þeim, gætu þeir helzt
ályktað, að fslendingar væru alvarlega klofnir
i málinu og þá væri um að gera fyrir þá, að
nota sér þennan klofning. Sennilega hafa rit-
stjórar Mbl. ekki gert sér grein fyrir þvi, að
Bretar gætu misskilið skrif þeirra á þennan
veg, heldur hafi viljinn til að reyna að ófrægja
rikisstjórnina mátt sin hér meira en um-
hugsunin um það, hvernig slik skrif yrðu skilin
af Bretum. En þessum misskilningi getur Mbl.
enn eytt með þvi að árétta, eins og rétt er, að
þótt íslemngar vilji gjarnan ná samkomulagi,
ganga þeir aldrei að skilmálum svipuðum
þeim, sem Bretar hafa boðið hingað til.
Samningar geta þvi aðeins náðst, að Bretar
sýni miklu meiri skilning á aðstöðu íslendinga
en þeir hafa gert til þessa. Þ.Þ.
'r
Eggert Olafsson, Þorvaldseyri:
Ellert og
mjólkurmálin
Hvernig var söluskipulagið fyrir tíð Samsölunnar?
Egf;crt ólafsson
ELLERT B. SCHRAM flyt-
ur nú á Alþingi frumvarp til
laga um breytingu á lögum
um framleiðsluráð land-
búnaðarins. Meginefni þess er
um það, að matvöruverziun-
um verði veitt leyfi til
mjólkursölu. tii jafns við þær
mjólkurverzlanir, sem fyrir
eru i landinu.
Allt er frumvarp þetta
ásamt greinargerð kænlega
orðað og ætlaö að láta vel i
eyrum þeirra manna, er litla
þekkingu hafa á mjólkursölu-
málum.
Ellert bendir á þrjú atriði,
er hann telur aðalrökin fyrir
frumvarpinu. i fyrsta lagi,
væri með þvi komið tii móts
við sjónarmið neytenda. um
aukna þjónustu. Fleiri
mjóikursölustaöir myndu
auka hagnaö mjólkurfram-
ieiðanda, og i þriðja lagi væri
með þvi eytt þeim ásökunum,
að i mjólkursölumálum sé á
ferðinni viss tegund einokun-
ar.
ÉG ÆTLA nú að skýra það,
hvernig þetta frumvarp
myndi virka i reyndinni, ef að
lögum yrði.
Fyrsta: m jólkursölustaðir
myndu fjölga mjög við þetta.
Það yrði til þess, að umsetning
ibúðum Mjólkursamsölunnar
yrði þaö litil, aö ekki yrði hægt
að reka þær, nema með tapi.
Þvi yrði Mjólkursamsalan að
hætta að reka fjöldann allan af
sinum búðum. Þá yrði enginn
raunverulegur samanburöur á
sölukostnaði fáanlegur. Það
yrði einnig augljóst, aö inn-
heimta gengi seinna frá kaup-
mönnum en búðum Mjólkur-
samsölunnar, sem geta skiiað
dagiega andvirði mjólkurinn-
ar. Þvi leiðir það af sjálfu sér,
að útborgun til bænda yrði
miklu seinni en nú er, en þvi
gætu bændur illa unað.
ÞA er það augljóst aö þvi
fleiri hendur er fara um söl-
una þvi dýrari verður salan.
Og hvað segja svo neytend-
ur um slika breytingu? Vitað
er það, að íbúar i einu hverfi
skrifuðu allir undir áskorun til
Mjólkursamsölunnar um að
leggja ekki niður mjólkursölu-
búð er fyrir var, en til stóð aö
fcla matvörukaupmanni að
selja þar mjólkina.
i árslok siðastliðin voru út-
söiustaðir Mjólkursamsölunn-
ar:
Eigin búðir 56
Leigubúðir 18
Búðir annarra 64
Samtals 138
Þvi má ljóst vera að hér er
ekki um neina einokunar að-
ferð að ræða eins og flutnings-
maöur lætur i ljósi.
GAGNVART þriðja atriðinu
er auðheyrt, að hér er fólk á
ferð, er ekki bcr þekkingu á
mjólkursölumál, og allra sizt,
að það hafi kynnt sér fortiö
mjólkurmála i Reykjavik. Ég
vil benda lesendum þessara
greinar á að iesa bókina, Saga
Mjólkursamsölunnar i
Reykjavík, eftir séra Sigurð
Einarsson i Holti. Þetta er
þrjátiu ára afmælisrit.
Þar segir á blaðsiðu 124,: ,,1
hinni gagnmerku greinargerð,
sem Eyjóifur Jóhannsson
(framkvæmdastjóri Mjólkur-
félags Reykjavíkur) birti i
Morgunblaðinu 21. des. 1933 og
áður er vitnaö til, gerir hann
svofelda grein fyrir sölukostn-
aði Mjólkurfélags Reykjavik-
ur, Kostnaður á litra sundur-
liðast sem hér segir:
Gerilsneyðing........4 aurar
Kostnaður við flöskur 5 aurar,
af honum
greiða kaupendur 2 aura...3
aurar
Sölugjald i búðum....8 aurar
Akstur frá stöð i búðir. .1 eyrir
Samtals Kiaurar
Er þá ekkert eftir handa
Mjólkurfélaginu i skrifstofu-
og stjórnarkostnaö, skatta og
skyldur, enda ber annar rekst-
ur félagsins þann kostnaö.”
„Eyjólfi er það fuliljóst,
engu siður en forsvarsmönn-
um mjólkurskipulagsins, að
mjólkurbúðir eru óhæfilega
margar i bænum. Hann segir i
sömu grcinargerð: „Mjólkur-
búöir eru 100 i bænum
...Mjólkurbandalagið telur að
mátulegt væri að hafa 25 búð-
ir. Kostnaður við 75 búðir
sparaðist að mestu leyti.”
Þvi má bæta viö hér, að ibú-
ar i Reykjavik voru þá um 32
þúsund.
Nú SKULUM við athuga
hver breytingin varð þegar
Mjólkursamsalan var búin að
starfa i 5 ár. Þar segir i sömu
bók á blaðsiðu 125!
„Árið 1939 var allur
kostnaöur Mjólkursamsölunn-
ar á neyzlumjólk, eftir að hún
var komin á sölustað, sem hér
segir:
Gerilsneiðing o.fl. ... 2,3 aurar
Sölu-, búöa-, aksturs- og
skrifstofukostn...0,92 aurar
Samtals á litra 3,22 aurar
Sparnaður á fyrirkomulaginu
að þessu leyti 12,78 aurar á
litra, miðað við árið 1933.”
Menn geta hér séð hve þessi
ávinningur var stór, þvi árið
1933 greiddi Mjólkurfélag
Itcykjavikur 23,43 aura fyrir
mjóikurlitrann til bænda.
AUDSÆTT er aö flutnings-
menn þessa frumvarps hafa
ekkert kynnt sér þessa hliö
málsins, enda tilgangur frum-
varpsins auðsær. Þaö er að
hugsa um hag kaupmanna
eingöngu.
Dreifing mjóikur er vanda-
söm. Þar er vara, sem er
vandmeðfarin, og veltur á
miklu, aö dreifingin sé i full-
komnu lagi, og að sá aðili, er
dreifir þessari vöru, sé ábyrg-
ur fyrir að næg mjólk sé á
markaði hverju sinni, og að
hún standist þær heilbrigðis-
kröfur, er gerðar eru. Þessa
ábyrgð er Mjóikursamsalan
og hin ýmsu mjólkurbú viðs-
vegar um landiö ein fær um að
ieysa. Þvi veit ég það, aö það
er mikill þungi meðal bænda
gegn þvi að þetta frumvarp
verði að lögum.
Þá vil ég minna háttvirta
flutningsmenn þessa frum-
varps á, að svæði Mjólkur-
samsölunnar nær frá Lóma-
gnúpi að Gilsfirði. A þessu
svæði eru margir bændur og
neytendur, sem eru velunn-
endur þessa skipulags sem nú
er i þessum sölumálum, og
óska ekki eftir að upp verði
tekið óhæft söiufyrirkomulag,
likt þvi er var fyrir 40 árum.
ÞRIÐJUDAGSGREININ