Tíminn - 14.11.1972, Page 13

Tíminn - 14.11.1972, Page 13
Þriðjudagur 14. nóvember 1972 TÍMINN 13 Skátafélag stofnað í Hveragerði Ahugi á skátastarfi virðist hafa aukizt mjög nú i kringum sextiu ára afmæli hreyfingarinnar á dögunum.og ný skátafélög eru stofnuð viða um land um þessar mundir. Við segjum hér frá einu þeirra, þaö var stofnað i Hvera- gerði á afmælisdaginn, annan nóvember, og heitir Strókur, þeir eru margir gufustrókarnir á staðnum og þetta nafn þvi ein- kennandi fyrir hann. Laugardaginn 4. nóv. unnu svo fyrstu Hvergerðingarnir skáta heitið alls 42, og hafði öllum foreldrum veriö boðið aö vera viðstaddir athöfnina. Gestum var boðið til kaffidrykkju og á meðan sungu hinir nýbökuöu skátar skátalög og höfðu i frammi skáta- hróp eins og vera ber um skáta. Sonja Andrésdóttir félagsforingi sýnir félagsmönnum merki Skátafélagsins Stróks. Sá fyrsti fékk ókeypis gistingu Klp—Reykjavík Nýja Miðborgarstöð lög- reglúnnar, sem er til húsa i Toll- stöðinni viö Tryggvagötu, var formlega tekin i notkun kl. 20,00 á föstudagskvöldið. Þá kom fyrsta vaktin til starfa og hafði þegar i nógu að snúast. Fyrsta bókunin þar, var eins og hjá lögreglustöðinni viö Hlemm þegar hún var tekin i notkun, íslenzk refsi- framkvæmd Almennur félagsfundur verður haldinn i Sakfræðingafélagi Islands miðvikudaginn 15. nóv. n.k. og hefst kl. 20,30 i Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Islands. Mun Hildigunnur Oiafsdóttir af- brotafræðingur flytja erindi, sem hún nefnir „Nokkur einkenni islenzkrar refsiframkvæmdar”. heimsókn gamals og góös við- skiptavinar, sem lét sjá sig rétt 20 minútum eftir að stöðin var tekin í notkun. Var hann fluttur i fangageymsluna og þakkað þar með fyrir innlitið. Sama sagan endurtók sig i næstu fimm skipti, en þeir sem þar áttu i hlut fengu ekki allir gistingu i fanga- geymslunni heldur ókeypis heim- keyrslu. Leiðrétting Þau mistök urðu hér i blaðinu á sunnudag, þar sem sagt var frá heimsókn á Hvolsvöll, að Lands- bankinn var sagður leigja sýslu- skrifstofunni efri hæð hússins fyr- ir starfsemi sina. Þetta er ekki rétt, heldur byggðu rikið og bank- inn húsið i sameiningu, og nota hvort sina hæð. Þetta leiðréttist hér með.og jafnframt er beðið af- sökunar á rangfærslunni. NORSKU Skátarnir taka iagið undir stjórn Ragnheiðar Sigurjónsdóttur sveitarforingja. Frá stofnfundinum. Eftirvæntingin meðal hinna ungu fundarmanna leynir sér ekki. landhelgisKORTIN fást á ritst|órn Tímans. Send i póstkröfu. Takmarkaö upplag. Verð krónur 45. Allurágóöi rennur i Landhelgissjóðinn. ,Öruggur akstur' í Borgarnesiog Akranesi Nú um helgina héldu tveir klúbbanna öruggur akstur, aðal- fundi sina: 1 Borgarnesi á laugar- dag, á Akranesi á sunnudag. Fundirnir fóru fram á hefð- bundinn hátt með verðlaunaaf- hendingu Samvinnutrygginga fyrir 5,10 og 20 ára öruggan akstur — samtals til 64ra bifreiöaeigenda — umræðum, kaffiveitingum og sýningu umferðarkvikmyndir. Hörður Valdimarsson fyrrver- andi lögregluvarðstjóri i Reykja- vík, flutti erindi á báðum fundun- um og sýndi litskuggamyndir máli sinu til skýringar. Fundirnir voru allvel sóttir. Ollum er ávallt heimill aðgangur aö fundum klúbbanna. Stjórnir beggja klúbbanna voru endurkosnar. Formaður Borgar- ness-klúbbsins er Aðalsteinn Björnsson bifreiðarstjóri, en Akraness-klúbbsins Jóhannes Jónsson bakarameistari.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.