Tíminn - 19.11.1972, Síða 4

Tíminn - 19.11.1972, Síða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 19. nóveniber 1972 RUGGUSTÓLAR komnir aftur í ýmsum litum Húsgagnaverzlun Reykjavikur Brautarholti 2 — Sími 1-19-40 Þessir vinsœlu /Aurfýs l endur Auglýsicf í Tímanum hann henni ekki bara bréf eða hringir i hana? En svo heyrir maður fjórða ,,lagið” á B-hliðj sem heitir raunar „Bréfið”, og þá lýsir Guðmundur þvi yfir i eins konar „talking blues”, að visu þeim hraðmæltasta, sem um getur, að hann viti bara ekkertihvar konan heldur sig. „Skrifaðu mér, þú veizt hvar ég á heima”, segir hann. Þarna er lik-a lag um stúlkuna, likast til dóttur Guðmundar og heilmikið fleira i þeim dúr. Platan er samt á margan hátt skemmtileg og, til að segja alveg eins og er, mun betri en ég lét mér detta i hug. Alls eru þetta 14 lög, mörg góð, sum i að ég man eftir honum að minnsta kosti.og það var fyrir löngu, löngu siðan, þegar við unnum saman i byggingavinnu i Árbæjarhverfinu og sváfum i kaffitimanum. Þvi ber ekki að neita, að Guðmundi hefur tekizt að gera þessa plötu unga. t textunum talar hann um,að það sé gott að vera eldri nú, en samt þykir honum bezt að vera ungur. Og i laginu „Að vera með” segir hann sig vera „á milli kynslóða að byggja brú”. Heimspeki hans er einföld og auðskilin; Það er gott að vera ungur með þá reynslu, sem þessi tæpu 25 ár hafa veitt, og maður er i raun- II „GUÐMUNDUR HAUKUR LP — stereo Scorpion, S-02 Það er engin tilviljun,að þessi plata heitir eftir höfundi laga og texta, sem er jafnframt flytjandi. Platan „Guðmundur Haukur” er eins konar sál- fræðileg analýsa á persónunni Guðmundi Hauki, og virðist sú sálkönnun hafa hafizt, er Guðmundur missti frá sér konuna, sem hann syngur þessa plötu til,og hefur hann greini- lega samið plötuna að mestu leyti fyrir hana, kannski að laginu „Þú ert of feit” (sem er aðeins 19 sekúndur) undan- teknu. Guðmundur Haukur er svo ástfanginn maður, að á köflum roðnar maður af hreinni blygðun við að hlusta á plötuna. Og þessi ást hans verður enn vandræðalegri fyrir utanað- komandi; þá , sem kaupa og hlusta á plötuna, þegar maður gerir sér grein fyrir,að þessi ást hans virðist ekki endurgoldin. Ef hún er það, rikir einhvers staðar mikill misskilningur. Þessi sama tilfinning fylgdi tveggja laga plötu Guðmundar, sem kom út i fyrra að mig minnir, og þá held ég, að ég hafi stungið upp á þessu sama. Það fyrsta, sem manni verður á að hugsa, þegar maður heyrir plötuna og allar ástar- játningarnar (sem án minnsta efa eru ætlaðar einni, ákveðinni konu) er. Hvers vegna skrifar meðallagi og önnur þar eitthvað fyrir neðan. Undirleik annast gömlu félagar Guðmundar úr Roof Tops a'samt Gunnari Þórðarsyni, hjarta islenzkrar hljómplötuútgáfu, og er það yfirleítt mjög þokkalega gert, ekkert meira og ekkert minna. Sjálfur spilar Guðmundur einnig á pianó og gerir það dável, ekki afburða vel, enda varla hægt að reikna með, að Guðmundur hafi mikinn tima til að æfa sig á pianóið, þar sem efnið á þessa plötu var samið, þegar hann hafði nóg að gera við kennslu, ástarsorg og spila- mennsku i Roof Tops. Guðmundur syngur allt sjálfur og gerir það dável, mun betur en á fyrri plötum,en ekki er þvi að neita, að á köflum er söngur- inn ekki alveg hreinn, þó ekki falskur. Einhvern tima sl. vor bauð Guðmundur Haukur mér að koma með sér i bilskúr á Lang- holtsveginum, þar sem Roof Tops æfðu, og þá leyfði hann mér að heyra sitthvað, sem hann var að hugsa um að setja á þessa piötu. Þá sagði hann mér, að hann vildi leggja mest upp úr þvi að gera þetta létt og skemmtilegt og ungt. Það hefur honum að mestu leyti tekizt og honum hefur einnig tekizt að gera þessa plötu mjög einlæga. Þannig hefur Guðmundur Haukur alltaf verið, allt frá þvi inni frjáls, kæri maður sig um það. Á plötunni er lika skemmti- efni, það er að segja lög, sem ekki eru ætluð konunni. Þar er til dæmis áðurnefnt „Þú er of feit” og „Mér er sama”. Þar heyrir maður eftirfarandi, hlusti maður vel.: „Finnst þér vont að vera bundin? Finnst þér gott að vera frjáls? Ertu i sokkum eða skóm eða ertu berfætt upp i háls?” Jón Armannsson, iorstjóri Scorpion-útgáfunnar á til að segja, þegar minnst er á plöturnar, sem hann gefur út: Ég kaupi bara góðar plötur og ég myndi kaupa þessa. Það vil ég leyfa mér að segja um þessa plötu. Hún er ekki sú bezta, sem ég hef heyrt, en samt þykir mér skemmtilegra að hlusta á hana en margar aðrar. Upptaka Péturs Steingrims- sonar er fyrir neðan meðallag, og umslagið er það tusku- legasta, sem ég hef séð,siðan ég vann 78 snúninga plötu á hluta- veltu i gamla Lista- mannaskálanum vorið ’54. Guðmundi Hauki vil ég óska til hamingju með þessa plötu, honum tókst það, sem hann ætlaði sér. ó.vald. Ingólfur Davíðsson: Hið gamla, gráa olíutré Þegar Nói hafði lengi siglt örkinni á hafi syndaflóðsins, sendi hann upp dúfu i landleit. Hún var lengi i burtu, en kom loks aftur og hafði oliuviðarlauf i nefinu. Þá vissi Nói, að vatnið var farið að sjatna og land i nánd. Oliutrés, öðru nafni mjör- viðar, er oft getið i gamla testa- mentinu. Leifar greina þess hafa fundizt i grafhýsum Forn- Egypta frá dögum Faraóanna. Rómverski náttúru- fræðingurinn og rithöfundurinn Plinius skrifar: Það eru til tveir vökvar sérlegar þægilegir likama manna, þ.e. vinið hið innra og viðsmjörið hið ytra. Tré hafa gefið þá báða af sér. Viðsmjör eða Olifuolia er unnin úr aldinum oliutrésins. Voru höfðingjar smurðir með við- smjöri i fornöld. Margir ts- lenzkir ferðalangar munu hafa séð oliutré suður við Miðjarðar- haf. Það er mjög mikið ræktað i Miðjarðarhafslöndum og raunar viðar, þar sem loftslag er heitt og þurrt. Frumheim- kynni þess eru talin strandhéruð við austanvert Miðjarðarhaf. Hafa til skamms tima vaxið skógar villtra oliutrjáa i Litlu- Asiu. Oliutréð er fremur gilt og lágvaxið, oft um 10 m hátt, en getur þó orðið mun hærra. Um- mál bols i brjósthæð er 4-5 metrar. Blöðin eru fremur mjó, stinn og leðurkennd, dökkgræn að ofan en grá a neðra borði. Virðast trén gráleit álengdar að lita, einkum þegar gola hreyfir laufið. Það er sigrænt og lifir hvert laufblað 2-3 ár. Bolur gamalla oliutrjáa verður oft holur og æði hnútóttur, og gamalt getur tréð sannarlega orðið — 800 til þúsund ára — stöku tré enn eldri. Telja menn jafnvel, að verið geti að sum oliutrén i grasgarðinum (Getsemane) á Oliufjallinu i Jerúsalem, séu frá dögum Krists. Oliutréð vex venjulega mjög hægt. Viður þess er fallegur og talsvert notaður til smiða, t.a.m. i öskjur o.fl. smáhluti, sem ferðamenn sækj- ast eftir. Á vorin ber oliutréð smá, ilmandi blóm. Aldin þess — olifurnar — eru frægar að fornu og nýju og viða getið i bókmenntum. Þær eru mikil verzlunarvara. Olifur eru steinaldin, fyrst græn á lit.en siðar rauðleit og loks blásvört fullþroskuð. Þetta fer og eftir afbrigðum, en þau eru fjölda mörg. Olifur eru mikilsverð fæða i Miðjarðarhafslöndunum og viðar. Þær eru beiskar á bragð og þvi ekki mikið etnar ferskar, heldur fyrst með- höndlaðar á ýmsan hátt með viðarösku, kalki, natrón- eða kalilút og saltvatni. Stundum lika kryddaðar. Geysimikið af matar- og vélaoliu er unnið úr olifum, en i þeim er mikil olia bæði á aldinkjöti og fræi, jafnvel 30-35% i aldinkjötinu. Olifu- eða olivenolia, þornar ekki né þránar, eða mjög seint. En hún er æði misjöfn að gæðum, aðal- lega eftir framleiðsluaðferðum. Olifuolian frá Provence-heraði i fiVakklandi hefur lengi verið gæði. Hún er unnin úr handtindum olifum við væga pressun og lágan hita. Það er gulleit eða litlaus matarolia. Vélaolía eða bóm'olia, fæst þegar olifur eru harðpressaðar við mikinn hita. Stundum er jarðhn^tu- eða sojabaunaolia sett saman við, ef hún er ódýrari! Oliutréð er ekki vand- látt að jarðvegi. Það vex viða á grýttum stöðum, kalkbergi og gömlum hraunum. En það þarf hita og þurrk á sumrin, en milda og raka vetrarveðráttu, eins og viða við Miðj. h.Þviheitari veð- rátta og sólrikari, þess meiri olia i aldinum. Það þarf að vera heitt siðari hluta sumars og fram á haust. Uppskera byrjar i nóvember og getur staðið fram i april. Á mjög þurrum stöðum leiða menn vatn að trjánum. Svo er t.a.m. i hinu heita og sól- rika Andalúsiu-héraði á Spáni. Það hefur verið nefnt steikara- panna Spánar. Márar, sem komu frá Afriku til Spánar fyrir meira en þúsund árum, voru miklir ræktunarmenn. Þeir gerðu uppistöðulón úr fjalla- lækjunum og leiddu vatnið i skurðum til ræktunarsvæðanna og i garðana. Á Spáni eru stórir lundir oliutrjáa, einkum i Andalúsiu. Spænskir trúboðar fluttu oliutré til Kaliforniu fyrir löngu og er þar nú allmikil oliutrjárækt. Oliutré hafa lika verið flutt til Suður-Ameriku, Ástraliu og Austur-Asiu. En talið er, að enn komi yfir 90% allrar olivenoliu frá Miðjarðar- hafslöndunum. I, Gamalt olfutré og grein með olifum. Asnakerran gefur hugmynd úm stærð trésins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.