Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 8
* TtMINN II mHMSmmLJmmmaaamm^ Alþýðusambandsþing og efnahagsvandinn Á morgún, mánudag, hefst þing Alþýðusambands tslands. Það kom sioast saman 1968, en þá var gerð sú lagabreyting, að það skyldi koma saman á 4 ára fresti i tveggja ára fresti áður. Alþýðusambandsþing er mikil- vægasta stofnun launþegasam- takanna. Þar ráða fulltrúar verkalýösfélaganna um land allt ráðum sinum. Gera upp baráttu- sögu sl. bara frá því siðasta Alþýðusambandsþing sat á rök- stólum og markar stefnuna til næstu4ára. Mörg mikiivæg hags- munamál hafa verið undirbúin til umræðu og ákvörðunar á þessu ASt-þingi. A þinginu verður einnig fagnað að setzt er að völdum i landinu rikisstjórn vinveitt verkalýöshreyfingunni eftir 12 ára, strið verkalýðs- hreyfingarinnar við „viöreisnar- stjórnina". Þá hlýtur sá vandi, sem nú er að fást við i efnahagsmálum einnig að verða eitt aðalumræðu- efni þingsins og hvernig samráö veröi höfð við rikisstjórnina um leiðir til að mæta honum. Vísitala A timum verðbólgu er raungildi tekna og gjalda höfuðatriðið, en ekki krónutalan, enda raungildi krónunnar stöðugt breytilegt. Rétt visitölukerfi tryggir sæmi- lega raungildi,ef það nær til allra tekna og gjalda á sambærilegan hátt. Neyzluvenjur breytast þó æði mikið með hverju ári og þvi þarf að endurskoöa visitölu- grundvöllinn all reglulega, ef hann á að gefa raunsanna mynd. Hins vegar hefur verið deilt um það, hvort réttmætt sé að láta veröbreytingar á vissum vörum svo sem áfengi og tóbaki, valda breytingum á kaupgreiðslu- visitölu. Þótt visitölukerfi hafi þann kost að tryggja raungildi þá getur það haft þann ókost að valda vixl- hækkunum á verði vöru og þjónustu og þar með auka verð- bólgu. Slikt má þó fyrirbyggja með þvi að semja fyrirfram um áhrif kauphækkana á verð vöru og þjónustu. Um framangreint virðast flestir sammála, þótt vinnuað- ferðir þeirra aðila, sem hér eiga mest i húfi, stefni of t i gagnstæðar áttir. Það er hlutverk verkalýðs- félaga að gæta hagsmuna félaga sinna. Reynsla siöastliðins áratugs sýnir ótvirætt aö mesta hagsmunamál launþega er stöðvun veröbólgunnar. Verð- bólguþróun sl. áratug leiddi til sifelldra gengisfellinga með til heyrandi kjaraskerðingu laun- þega ásamt. langvinnum verk- föllum og geysilegu tjóni þjóðar- busins vegna tapaöra vinnu- stunda. Attu tslendingar heims- met i töpuðum vinnustundum vegna verkfalla á þessu timabili. A þessu timabili eða réttara sagt siðara hluta þess voru launa- samningar geröir i meira og minna beinu eða óbeinu sambandi við rikisstjórnina, „viðreisnar- stjórnina", sem launþegasam- tökin stóöu þó i sifelldu striði við. Það var samið um visitöluákvæöi á ýmsum stigum, um húsnæðis- mál, atvinnumál og lifeyris- réttindi. Skattar Hins vegar hefur aldrei verið samið um beina skatta i heildar- samningum verkalýðsfélaganna, skattvisitölu, persónufrádrátt eöa skattstiga. Hitt er þó staðreynd að fjölda margar vinnudeilur einstakra stétta hafa verið leystar með skattfriðindum i einni eða annarri mynd. Væri fróðlegt aö sjá heildaryfirlit um þau dæmi. Reynslan hefur sannað ótvirætt þrátt fyrir viðleitni til að koma i veg fyrir skattsvik og smugur i skattalögum bæði erlendis og hér- lendis að beinir skattar leggjast þyngst á hina almennu launa- menn með miðlungstekjur og rif- Vetur er genginn i garð. Ljósmyndari blaðsins, tók þessa mynd sl. föstudag I fögru og kyrru veðri á Tjörninni í Reykjavfk. legar meðaltekjur. Frá þeim kemur meginhluti heildarskatt- heimtunnar. Öbeinir skattar koma strax fram i framfærslu visitölunni i hækkuðu vöruverði og þar með hækkun kaupgreiðslu visitölu. Hins vegar eru beinir skattar ekki i visitölunni. Þetta leiddi til þess á sl. áratug, að „viðreisnar- stjórnin" notaði beinu skattana til að „tempra" kaupmátt launþega. Skattvisitalan var ekki látin fylgja hækkun visitölu fram- færslukostnaðar og þar með jókst skattbyrði vegna beinna skatta. Má i þessu sambandi minna á sprenginguna, sem varð 1964. Þótt sæmilega rétt visitala eigi aö tryggja raungildi umsaminna launa brúttó, er það þó kaup- máttur þeirra launa, sem laun- þeginn fær i launaumslaginu um hver mánaðamót eftir að dregnir hafa verið frá beinir skattar, sem ráöa úrslitum um það hvort kaup- máttur nettólauna hans hefur aukizt eða ekki. Ef stjórnvöld eiga ekki aðra leið til fjáröflunar en hækkun beinna skatta hljóta þau að fara hana, en þá fá launþegar þá skattahækkun ekki bætta skv. gildandi reglum Um visitölugrundvöllinn. Tekju skattur er ekki talinn með i dæminu um visitölufjölskylduna. Þess vegna getur visitölualgið á laun ekki tryggt kaupm.ilt launa, nema jafnframt sé tryggt að visi- tölubæturnar verði ekki aftur teknar meö beinum sköttum. Þetta eru allt atriði, sem laun- þegar almennt, og ekki sizt þeir trúnaðarmenn, sem nú sitja á Alþýðusambandsþingi fyrir hönd félaga sinna, þurfa að gera sér sem ljósasta grein fyrir. Þetta gefur einnig tilefni til þess að rifja það upp, að kaup- lagsnefnd tók að nokkru tillit til skattakerfisbreytingarinnar við útreikning visitölunnar á þessu ári og hafði hliðsjón af útgjöldum visitölufjölskyldunnar i þvi sam- bandi. 1 þeim útreikningum var hlutur launþega geröur betri en lög og reglur mæltu fyrjr um. En engin lagaskylda knýr kauplagsnefnd til að taka tillit til beinna skatta við Utreikninga visitölunnar, þar sem beinu skattarnir eru alls ekki taldir með i visitölugrundvellinum, þ.e. út- gjöldum visitölufjölskyldunnar, sem er orðin eins konar nafli i efnahagskerfinu. Vísitölufjölskyldan Við útreikningana á visitöl- unni i vor var reik aö með um 550 þúsund króna tekjum hjá visi- tölufjölskyldunni, þ.e. ráð- stöfunartekjur hjóna með tvö börn á árinu 1971, sem eru þær tekjur, sem lagt var á á þessu ári. Reiknað er meö að ráðstöfunar- tekjur aukizt um 28% á þessu ári og þvi næmu brúttótekjur visi- tölufjölskyldunnar við álagningu næsta árs um 700 þúsund krónum. Skýringadæmi Til að sýna samhengið miili beinna skatta og óbeinna og verð- lagsbóta visitölufjölskyldunnar skal gerð hér nokkur einföldun á flóknu máli og sett upp auð- skiljanlegt dæmi, sem á að sýna, að þaö er nokkurt svigrúm fyrir verkalýðshreyfinguna til samn- inga við rikisvaldið nú um vissar tilfærslur á visitölunni. Það er talið aö hvert prósentu- stig i söluskatti gefi rikissjóði um 450 milljónir á næsta ári. Hækkun söluskatts um eitt prósentustig er talið hækka visitöluna um 0.75 stig. Ef tilfærsla yrði gerð milli beinna og óbeinna skatta þannig að fyrst og fremst ætti að koma þeim til góða, sem hefðu tekjur visitölufjölskyldunnar og þaðan af lægri væri hægt að lækka tekju- skatt visitölufjölskyldunnar, sem svaraöi e.a. 1800 krónum á mánuði, ef hækkun söluskattsins um tvö prósentustig færi ekki inn i kaupgreiðsluvisitöluna. Ef þessi tvö visitölustig færu inn i visitöluna og visitölu- fjölskyldan fengi þær verð- hækkanir, sem af sötuskatts- hækkuninni leiddi, greiddar i verölagsbótum skv. gildandi ákvæðum um kaupgreiðsluvisi- tölu, fengi hún tæpar 900 krónur á mánuöi þremur mánuðum eftir að hækkunin átti sér stað. Fyrir söluskattshækkunina fengi vísi- tölufjölskyldan sem sagt helm- ingi lægri upphæð i bætur, en ef fjáröflunin hefði að fullu verið notuð til lækkunar beinna skatta skv. gefinni forskrift. Ef um fjöl- skyldu hefði verið að ræða sem hefur helmingi hærri laun en visitölufjölskyldan eða hefði 1400 þúsund krónur i tekjur, fengi sú fjölskylda helmingi hærri bætur skv. visitölukerfinu eöa 1800 krónur á mánuði. Hins vegar væri unnt að stilla svo til i samningum um þessi mál, að þessi hátekju- fjölskylda fengi engar ivilnanir i tekjuskatti, ef samkomulag tækist um að láta söluskatts- hækkunina ekki hafa áhrif á kaupgreiðsluvisitöluna og fjár- öflunin færi til lækkunar á beinum sköttum visitölufjölskyldunnar. Svigrúm fyrir hendi Þetta dæmi sýnir, að það er fyrir hendi svigrúm tii samninga á þessu sviði, sem gæti orðið rikissjóði til fjáróflunar um leið og launþegum með miðlungslaun yrði bætt upp hækkunin með lækkun beinna skatta, þannig að hlutur þeirra yrði ekki miklu lakari en þótt þeir fengju fullar visitölubætur vegha hækkunar óbeinna skatta. Hagsmunir hátekjumanna Þessi leið hefði einnig þann kost, að komizt yrði hjá að borga þeim, sem hærri laun hafa tvisvar eða þrisvar sinnum hærri i visitölubætur en þeim, sem lægstu launin hafa. Þannig mætti verja þá, sem sizt mega við þvi að taka á sig auknar byrðar, en ná auknum tekjum i rikissjóö af þeim, sem mest eyða i þjóð- félaginu og hæstar hafa tekjurnar með óbeinum sköttum, sem teggjast á eyðsl'una, Og því þyngra, sem eyðslan er meiri. Spurningin fyrir þá, sem miðlungstekjur hafa, getur þvi verið i einföldu máli þessi: Hvort vilja menn heldur fá óbreytt kaup og þúsund krónum lægri skatta á mánuði (þ.e. þúsund krónum meira i launaumslaginu um hver mánaðamót) eða enga samninga um visitöluna og þúsund króna visitöluuppbót eftir þrjá mánuði um leiðog hátekjumaðurinn fengi helmingi meiri bætur, með til- heyrandi dýrtið og verðbólgu- þróun, sem er höfuðfjandi launa- mannsins eins ög reynslan hefur sannað? Hér hefur dæmið verið einfaldað mjög til að gera mönnum þetta ljósar og nefnd almenn hækkun söluskatts. Auð- vitað má hugsa sér óbeina skatt- heimtu með ýmsu öðru móti og að óbeinir skattar leggðust misjafn- lega á vörur eftir tegundum og alls ekki á sumar, þannig að hún ylli minni hækkun framfærslu- visitöiu. Fjölmargar leiðir er þarna um að velja á þessum grundvelli, sem ætti sannarlega að geta orðið samningsgrund- völlur, ef góður vilji er fyrir hendi hjá stéttasamtökum og rikisvaldi að leita lausna á efnahags- vandanum, sem nú er við að striöa með það markmið fyrir augum, að hlifa þeim viö auknum byrðum, sem sizt mega við þvi að á sé lagt. 1 framkvæmd gæti þetta orðið með hækkun persónufrádráttar og breytingum á skattstigum samfara samkomulagi um að óbeina skattheimtan kæmi ekki að fullu inn i visitöluna. Annað dæmi Svo annað einfalt dæmi sé tekið getur þetta i samningum t.d. orðið spurning um það, hvort skynsamlegra og til meiri hagsbóta væri fyrir almenna launamenn að nota 400 milljón króna fjáröflun rikissjóðs með hækkun áfengis og tóbaks til lækkunar á tekjuskatti þeirra, sem miðlungslaun og þaðan af lægri hafa, eða hvort beinir skattar þessara launahópa ættu að vera óbreyttir frá þvi sem er, en áfengis og tóbakshækkunin að koma inn i visitöluna og valda miklu hærri launauppbótum hjá hátekjumönnum en hinum lægra launuðu? Spurningum af þessu tagi ætti að vera auðsvarað af hverjum launamanni, sem meðaltekjur hefur. Þess vegna mega þeir, sem kvarta hátt um of háa beina skatta ekki loka öllum leiðum fyrir rikisvaldinu, til annarrar skattheimtu, áður en þessi mál hafa verið skoðuð ræki- lega með hagsmuni launafólks fyrir augum. Forsætisráðherra hefur bent á það, að þessum málum er nú þannig fyrir komið, að hendur rikisvaldsins til fjáröflunar eru mjög bundnar og þvl spurning, hvort skynsamlegt sé að binda skattheimtu rikissjóðs visitöl- unni. Það er illa komið, ef allar leiðir til fjáröflunar, sem nauð- synleg reynist til að mæta vanda, er skapast hefur vegna áfalla i þjóðarbúskapnum, verði þannig bundnar, að þær magni vandann i raun en leysi hann ekki, þar til allt endar i kollsteypu með nýrri gengislækkun. Hér er að visu aðeins um hug- leiðingar undirritaðs að ræða og vissulega mætti benda á fjöl- margar aðrar leiðir en hér hefur verið drepið á. Þessi mál hafa verið reifuð til að vekja menn til umhugsunar um, að það er um ýmsar leiðir að velja og verka- lýðshreyfingin getur átt samráð og samninga við eigin rikis- stjórn um lausn efnahagsvand- ans, samninga, sem miðuðu að þvi að gæta sem bezt hagsmuna verkafólks i landinu um leið og komið yrði i veg fyrir að afkoma þjóðarbúsins yrði stefnt i voða. Núverandi rikisstjórn hefur sýnt það i verkum sinum, að verka- lýðshreyfingin þarf ekki að vantreysta henni og má vita, að hún gengur ekki á hlut verka- lýðsins við lausn efnahags vandans að nauðsynjalausu. Núverandi rikisstjórn kom strax til móts við verkalýðshreyfinguna er hún hafði setzt að völdum og verkalýðshreyfingin átti við erfiðleika að striða i kjara- málum. Kaupmáttur fyrir hverja unna vinnustund hefur vaxið um 25-30% siðan núverandi rikis- stjórn kom til valda, en það kostaði verkalýðshreyfinguna verkföll og fórnir aö ná aðeins 7% kaupmáttaraukningu á 12 ára valdaferli fyrrverandi stjórnar, sem leysti efnahagsmálin með sifelldum gengisfellingum, sem bitnuðu harðast á hinum almenna launamanni i landinu. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.