Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.11.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 19. nóvember 1972 TÍMINN 17 Ólafur Gunnarsson, lénsskólasálfræðingur: Hvað gerír lénsskólanefnd? Klogið hvern luugardag Verð (Cairo) frá kr. 26.347 Nýi menntaskólinn sænski mun ekki eiga neina hliðstæðu i ná- grannalöndunum, og er enn sem komið er nýung i sænsku fræðslu kerfi. Allt fram á siðustu ár var nemendur á menntaskólaaldri að finna i þrennskonar skólum. 1) Menntaskólum, sem nú hafa hlotið heitið gamli menntaskól- inn, til aðgreiningar frá hinum nýja 2) Fagskólum (fackskolan), sem einkum var ætlaður nemend- um, sem að visu hugðu á fram- haldsnám að skyldunámi loknu, en voru ekki með langt og erfitt háskólanám i huga. Ég minnist þess, að fjöldi nem- enda úr þessum skóla leituðu að- stoðar skólasálfræðinga, oftast i sambandi við sálræn vandamál, sem nemendurnir sjálfir eða for- eldrar þeirra höfðu skapað. Þegar þetta er skrifað er ég með góðu árin i huga, þegar allir, sem höfðu hæfileika og vilja til lang- skólanáms gátu fengið aðgang að hverskonar langskólanámi og at- vinnumöguleikarnir biðu við dyrnar þegar út var komið úr hin- um ýmsu deildum menntaskóla eða háskóla. Þessir timar eru nú að sinni breyttir. Háskólamenntun er ekki lengur óbrigðul hvað örugga leið til vellaunaðrar atvinnu snertir, og verður vikið að þvi siðar i greininni. Þriðji skólinn i gamla kerfinu var yrkisskólinn (yrkesskolan) og gengu i hann nemendur, sem ekki kærðu sig um langvinnt bóknám, en sem stefndu að hagnýtum störfum, sem Utheimtu sér- menntun á einhverju sviði. Siðan nýi menntaskólinn kom eru allir þessir skólar sameinaðir undir einu þaki a.m.k. i óbeinni merkingu orðsins. Rektor ei aðeins einn i þessum nýja skóla, en yfirkennarar eru að jafnaði fleiri en einn, oft 3-4 og starfar hver þeirra i sérstakri deild skól- ans. Ég skal i þessari grein lýsa litil- lega menntaskólanum i Falken- berg, sem hóf starfssemi sina haustið 1971 með 700 nemendum, . en rúmi fyrir 900. Námsgreinar menntaskólans voru 15-16. Sama haustið og nýi menntaskólinn i Falkenberg tók til starfs hóf ég starf sem lénsskólasálfræðingur i Halllands léni. (Sjá greinina. Hvað gerir lénsskólanefnd? Falkenberg er litil borg við vesturströnd Hallands, milli Halmstad og Varberg. Ibúar borgarinnar eru aðeins 13.000 en i Falkenberghéraði öllu búa 30.000 manns. Nýi menntaskólinn i Falkenberg er þannig skólamið- stöð i heldur fámennara fræðslu- héraði en velflestir nýju mennta- skólarnir i Sviþjóð. Gamalli leðurverksmiðju breytt i menningarmiðstöð Þegar inn er komið i nýja menntaskóiann i Falkenberg dylst manni ekki, að hér er um næsta nýstárlegt skólaumhverfi að ræða. Á neðstu hæðinni er 3.500 fm. stór skáli, sem er mið- depill skólans. Það sem fyrst vakti athygli mina, þegar ég kom þarna inn, var óvenjulega stórt bókasafn, mjög vandað, bæði að útlitiog gæðum. Stærð bókasafns- ins byggðistá þvi, að hér var ekki aðeins um venjulegt skólabóka- safn að ræða, heldur var bóka- safnið samtimis bæjarbókasafn Falkenbergsbúa.vÉg athugaði mér til gamans hversu margir is- lenzkir rithöfundar ættu bækur á þessu glæsiiega safni og fann strax margar bækur eftir Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness. Yngri höfundar voru sýnilega ekki enn nógu þekktir til þess að vera keyptir á safnið, þó minnir mig ein bók vera þar eftir Guð- mund Danielsson. Snorri Sturlu- son var hinsvegar einn af uppá- haldshöfundum bókavarðar eða annarra sem völdu bækur i safnið. Það sem næst vakti athygli mina var að mismunandi litir voru á öllu i skálanum, en á þvi fyrirbrigði fékk ég fljótlega skýr- ingu þegar dr. theol. Jan Jansson yfirkennari, hóf að skýra fyrir gestum alla starfssemi skólans. Litirnir i skólanum sýndu gest- um i hvaða deild þeir væru stadd- ir, þannig táknaði einn liturinn stærðfræði, annar tungumál og hin þriðji aðrar greinar sem kenndar eru i menntaskólum og sem einu nafni kallast ,,orienter- ingsámnen" á sænsku. Sérstök- um stofnunum innan skólans er einnig skipt eftir litum og höfðu þvi tæknifærði, fjárhagsfræði og náttúrufræði sinn litinn hver. Svo vel var þessi litaskipting skipu- lögð, að sami litur var á öllu, sem snerti sömu námsgrein og skipti þá ekkimáli hvort um var að ræða lit á skáp, vegg eða bréfi sem nemendur notuðu utan um náms- bækur til þess að verja þær hnjaski. Ollum námsgreinum, en þær voru alls 15 eða 16 var samkvæmt stundarskrá ætlað rúm i fag- kennslustofum, þannig að aldrei þurfti að nota stóra skálann fyrir bekkjakennslu. Þetta vekur væntanlega nokkra athygli hugs- andi nemenda og kennara is- lenzkra, að óbreyttum húsnæðis- skorti islenzkra skóla. Vinsældir námsgreina Vinsældir námsgreina i skólum fara alltaf allmikið eftir notagildi þeirra fyrir nemendur. Siðustu árin hafa fleiri sænskir nemendur lokið námi i hinum fræðilega hluta menntaskóla eri átt hafa eðlilega framhaldsnámsbraut i háskólum. Hins vegar hefur færra fólk kært sig um nám og störf i hinum ýmsu greinum iðn- aðar t.d. þungaiðnaðinum, en þjóðfélagið hefur þurft á að halda. Úr iðnaðarmannaskortinum undanfarin ár hefur verið bætt með þvi að flytja inn tæknimennt- aða Utlendinga, einkum Finna og Júgóslava. NU hefur kreppt svo mjög að á hinum háskólamennt- aða vinnumarkaði, að allmargir háskólagengnir menn hafa bein- linis neyðst til að hefja störf i verksmiðjum, þótt háskólanámið hafi bUið þá undir allt önnur störf. Siðastliðið haust kom það fram i námsvali nemenda mennta- skólanema i Falkenberg, að fleiri vildu komast á starfrænar náms- brautir en áður t.d. sótti 81 nem- andi um hjUkrunarbrautarnám, en hUn hafði aðeins rUm fyrir 16 nemendur. Hinar starfrænu námsbrautir hafa þannig allt i einu hafizt til meira álits og vin- sælda en áður. Þessu fylgja greinilegir ókostir. Hver námsbraut hefur tilhneig- ingu til að velja sér beztu nem- endurna Ur hópi umsækjenda i sambandi við nám. Afleiðingin getur eins vel orðið sú að greindir nemendur, sem flykkjast allt i einu inn á starfrænar námsbraut- ir ýti þeim óreindari og náms- hæfileika-minni til hliðar. Þá vaknar hin brennandi spurning. Hvað eiga hæfileikamínni nem- endur að gera? A að safna þeim saman á 3ja . ára fræðilegum námsbrautum, aðeins vegna þess, að ekki er rUm fyrir þá annars staðar? Eða, á aftur að veita þeim kennslu, sem þeir þurfa á að halda og ráð við? Hin fullkomna náms- og starfsfræðsla Svia mun vafalaust veita skyn- samlegt svar við þessari spurn- ingu. Tæknivædd þjóðfélög geta skapað örbirgð hinna hæfileikaminnstu Tæknivæddustu þjóðfélög heimsihs hafa þegar gert hlut hinnahæfileikaminnstu slæman. 1 Bandarikjunum bUa þeir milljón- um saman við skort atvinnuleys- isins. t Sviþjóð, sem er tæknilega séð i fararbroddi i Evrópu, er hin- um hæfileikaminnstu safnað saman á vernduðum verkstæðum (shyddade verkstáder) Þessir hæfileikalitlu menn voru oft niðursetningar i gamla islenzka bændaþjóðfélaginu. Enn sem komið er fá þeir flestir atvinnu i einfóldustu gerðum iðnaðar eða fiskvinnu, sem islenzkur sjávar- Utvegur skapar. Framtiðin verður að leiða i ljós hvað þeirra kann að biða á Islandi Eitt er vist að vinnumarkaður þeirra hlýtur að þrengjast eftir þvi sem mennt- unar- og kunnáttukröfur aukast. Ef Islendingar skyldu halda inn á jafn fullkomnar menntunar- brautir og Sviar, sem raunar mun langt undan, er mikilvægt, að þeir geri það ekki þannig, að hinum hæfileikaminnstu verði ýtt Ut i stöðugt atvinnuleysi eða ómann- lega örbirgð. Allt skal frjálst, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skainmt. á hvert skaparans barn, allt frá vöggu að gröf. Nýi menntaskólinn i Sviþjóð reynir öðrum skólum fremur að framkvæma þær göfugu hugsjón- ir, sem Einar Benediktsson, skáld, birti i öðrum flokki lslandsljóðs. Innan sinna vébanda á þessi skóli nemendur, sem áður gengu i skóla með mismunandi nöfnum, eins og um er getið fyrr i grein- inni. Fólkið er hinsvegar uppalið við gómlu skiptinguna og það tekur langan tima að venja sig við að lita á alla nemendur , sem eina órofa heild, en 91-92 prósent allra nemenda á aldursskeiði gamla menntaskólans ganga nU i þann nýja, og þannig verður væntan- lega skóli framtiðarinnar hér i Sviþjóð. í nemandaráði nýja mennta- skólans i Falkenberg eiga bæði gamlir nemendur yrkisskólans og fagskólans sæti, meiri hluti nemendaráðsmanna er þó fólk, sem gekk i gamla menntaskól- ann. Einn þeirra nemenda segir að aukið álit starfrænu náms- brautanna sé að þakka eða kenna aðstöðunni á vinnumark- aðinum, fremur en hugarfars- breytingu, sem nýi menntaskól- inn skapi. „Menntaskólinn hefur alltaf notið meira álits en yrkisskólinn, segir annar menntaskólanemi. ,,Ég held, að það breytist tæplega þótt við göngum öll i skóla undir sama þaki" bætir hann hugsaiídi við „Hitt er annað mál" segir þriðji menntaskólanemínn, ,,að einsog sendur þorir enginn óvit- laus maður að leggja Ut i langt háskólanám sökum öryggisleysis á vinnumarkaði". StUlka sem er formaður nem- endaráðsins segir að nemendur yrkis- og fagskólans verði alltaf aðkoma til gömlu menntskæling- anna. 1 þeim hluta skólans sem menntskælingarnir hafa sinar kennslustofur er lika matsalurinn og iþróttasalirnir. „Við eigum þannig aldrei neitt erindi yfir til þeirra" segir formaðurinn i fullri einlægni. „Viðgleymum meira að segja að setja tilkynningar, sem varða alla nemendur á tilkynn- ingatöfluna i þeim hluta skólans þar sem þessir nemendur eru mest á ferðinni." Menningarmiðstöð héraðsins Rektor skólans litur á skólann, sem hann veitir forstöðu, sem glæsilega menningarmiðstöð alls héraðsins. NU þegar er hUsnæði skólans notað frá klukkan 8 að morgni þegar kennslustundir menntaskólans hefjast,til klukk- an 21-22 að kvöldi þegar siðustu kvöldnámsskeiðakennslustund- Hef opnað lækningastofu i Domus Medica, Egilsgötu 3. — Timapantanir i sima 1-52- 15 frá kl. 9-18. Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. lón Hilmar Alfreðsson, Læknir. unum lýkur. Það eru ekki aðeins nemendur skólans, sem mæta i iþróttasölum og smiðastofum skólans, fullorðnir iðka einnig iþróttir leggja stund á smiðar og handavinnu ásamt hverskonar föndri. 011 fullorðinsfræðsla hér- aðsins fer fram i skólanum og gildir þá einu hvort um er að ræða fullorðið fólk, sem býr sig undir háskólanám, eða það stundar nám t.d. i ABF ( Arbetarnas bild- ingförbund) TBV (Tjanstem'ánn- ens bildningsförbund) eða SV (Studief örbundet vuxenskolan).. Rektor vonast eftir hverskonar hljómleika- og fræðslustarfsemi handa almenningi innan vébanda skólans m.a. fyrirlesurum frá hinum Norðurlöndunum. NU þegar má sjá fólk, sem fær að lána hljómpl. úr hljómplötu- safni skólans, sem er hluti af bókasafninu, ennfremur segul- bönd með hverskonar hljómlist. Hvað allt þetta snertir er nýi menntaskólinn i Falkenberg raunveruleg menningarstofnun og þannig má vona að nýju menntaskólarnir verði um ger- valla Sviþjóð. Gamla leðurverksmiðjan sem nærri hafði orðið eldsvoða að bráð, hefur fengi nýtt og glæsilegt hlutverk sem menningarmiðstöð i héraðinu. þ. S.nóv. 1972. Ó.G. wm 0 býður yður i ógleymanlega ferft til Nilar. Þar dveljist þér meðal ævafornra forn- minja og hinna heimsfrægu pýra- mida. Hafið samband við ferða- skrifstofu yðar. Eevpt/Jir United Arab Airlines Jernbanegade 5, DK 1608, Köbenhavn V, Tlf. (01)128746 BÆNDUR Við seljum: Fólksbila, Vörubila, Dráttarvélar, og allar gerðir búvéla. BÍLA, BATA OG VERÐBRÉFASALAN. Viö Miklatorg. Simar 1H675 og IH677. Tilboð óskast í Chevrolet Malibu fólksbifreið árgerð 1972, sjálfskipta með vökvastýri og vökvahemlum — i nUverandi ástandi eftir veltu. Bifreiðin verður til sýnis i Bifreiðaverkstæðinu Armi,- Skeifunni 5, Reykjavik.á morgun og þriðjudag . Tilboð sendist til Samvinnutrygginga, Tjónadeild, fyrir kl. 17 miðvikudag 22. rióvember 1972. r@tnng teiknipennar viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring téiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2 Sími 13271

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.