Tíminn - 19.11.1972, Síða 6

Tíminn - 19.11.1972, Síða 6
6 TÍMINN Sunnudagur I!). nóvember 1972 Karl Óskar: Þjóðdansar, þjóðbúningar, rímnalög Með pípuna mína sit ég við eldstæðið og hlusta á skozka hljómskifu. Við hlið mér er virðu- legur maður i skozku pilsi og sér- stakri gerð jakka, sem á við pils- ið, og pungur, sem hann ber framan á sér. Ég öfunda hann vegna þess, að hann á þjóðbúning. Ég hugsa heim, þegar ég hlusta á þessa rammskozku breiðskifu, og sé einnig fyrir mér þennan myndar- lega mann i tygjum sinum. bessi lög eru mjög vinsæl hér og leikin á dansleikjum. Þá dansa allir þjóðdansa. Hvar eru okkar þjóðdansar, okkar þjóðbúningar, okkar rimnalög? Er það ekki okk- ar, unga fólksins, sem ætlum að taka við skútunni, að gera eitt- hvað, þar sem þeir „gömlu” hafa ekki gert neitt? Þarna hefur vell- ingurinn brunniö, sem á svo mörgum hlóðum viðar. Tökum fyrst þjóðdansana. Heyrt hef ég þess getið, að til sé félagsstarfsemi, sem nefnd er Þjóðdansafélag. Ekki ætlast ég til, að það sé öflugt, enda ekkert gert til að kynna þessa list, sem heita má. Alltaf hefur^erið nóg til að gagnrýna, en nú þarf að finna úrlausnina. Ég hef hugsað mðr skólana, helzt skyldunámstimabilið. Ef t.d. einn timi i viku væri tekinn i þjóðdansa gæti hann ef til vill komið i staðinn fyrir einn leik- fimitimann. Ég þori að fullyrða það, að það yrði jafngott fyrir börn og unglinga að dansa þjóð- dansa i 45 min., og það, sem meira erum vert, þetta er menn- ingarlegt atriði fyrir þjóð vora. bar lærir ungt fólk islenzk þjóð- dansalög ósjálfrátt. Tökum næst þjóðbúning okkar. íslenzk kona (ef hún á auðugan maka) getur klæðzt þjóðbúningi okkar, sem er einn hinn fallegasti i viðri veröld. Okkur vantar þjóð- búninga. Enn vantar einn búning handa konum og tvo handa karl- mönnum. Þessi búningur handa konum þarf að vera likur hinum eldri, en alþýðlegur, þannig að allir geti keypt hann, og ekki dýrari en aðrir kjólar, sem kvenfólkið þarfnast nú á dögum. Oft hef ég heyrt þær segja: „betta er svo dýrt, að við höfum ekki efni á þessu”. Allflestir karlmenn nota „svört jakkaföt, hvita skyrtu” sem þjóð- búning. Þar þarf lika að búa til búning, einn fyrir sérstök tæki- færi og annan til notkunar i dag- legu lifi. Samt tel ég ekki æski- legt, að um óskaplegan mun sé að ræða. Mætti nefna annað snið eða annan lit á sumum hlutum, svo sem vasaklút, bindi. Tel ég nauð- synlegt, að munur á verði sé ekki svo mikill, að einungis læknar, kaupmenn og þjóðhöfðingjar geti keypt. Enn er ekki fullkomlega ljóst fyrir mér, hvernig hanna skal þennan búning. Tel ég samt æski- legt, að frjáls samkeppni verði, bæði um teikningu og saumaskap. Margur listamaður getur án efa teiknað fallegan búning, en hann þarf að minum dómi að láta sauma hann handa sér lika, þvi að ekki er hægt að bera saman búning á mynd og i raun. Nú ætti háttvirt alþingi, aö velja „eina nefnd enn”, og setja i hana þá menn, sem hafa vit á þessum hlutum og hugsa um þá; ég á við ekki einungis stjórnmála- menn. Þessi nel'nd ætti ekki að vera kostnaðarsöm, þar sem nefndin gæti lokið störfum, án þess að margar vinnustundir lægju að baki. Þegar þátttakend- ur samkeppninnar skila úrlausn- um, þarf að velja sex beztu bún- ingana handa karlmönnum og þrjá handa kvenmönnum. Hvern- ig á að dæma? Ég tel, að lýð- ræðislegur dómur sé beztur. Tel ég, að almenningur landsins dæmi bezt. 1 Reykjavik mættu vera sýningar, t.d. i Laugardals- höll, og einnig ætti sjónvarpið að leggja þessu lið og sýna þannig, að allir geti um dæmt, ef þeir hafa áhuga. Ættum við að láta hendur standa fram úr ermum og ljúka þessu fyrir það merkisár 1974, þannig að við sjáum vel prýddan hóp á bingvöllum. Að lokum eru það rimnalögin. Skotar i þjóöbúningi. — Timamynd Gunnar. Þau eru þvi miður sjaldheyrð,og sennilega má telja þá á fingrum sér, er kunna vel að fara með rammislenzk rimnalög. Er ég stundaði nám i Samvinnuskólan- um, kom þar maður., dvaldist hjá okkur i fáa daga og söng rimna- lög. Lofsvert framlag hjá stofn- uninni. Hitti ég þennan mann siðastliðinn vetur, og bárust rim- ur i tal. Sagði hann mér, að hann langaði til að tala við Magnús Kjartansson, menntamálaráð- herra, um kennslu i tónlistarskól- anum, og ræddum við þá um þann möguleika, að almenningur gæti sótt námskeið. Fór ég til útlanda stuttu eftir þetta og veit þvi ekki, hvort þetta dó i fæðingu. En hug- myndin er ekki slæm. Éf við litum til baka til 1906, 10. nóvember, birti Einar Benedikts- son þá greinina „Varðveizla islenzkra rimnalaga”. Gæti blað- ið birt hana, svo að almenningur gæti lesið hana? Hún hittir i mark enn i dag, þvi miður. Vonandi kemur sá timi, að menntamálaráðherra lætur þetta til sin taka. „Þvi hefur ekki verið gefinn nægilegur gaumur, að véf* eigum þarna gimstein, illa geymdan að visu, eins og flesta dýrgripi vora, en þó ekki glataða-n með öllu”. (E. Benediktsson: Laust mál I bls. 305). Ættu pólitisk samtök ungs fólks, sem öll hafa á stefnu- skrá sinni varðveizlu islenzkrar menningar, að ýta á forsvars- menn þessara mála. Það verður óbætanlegt tjón, ef við missum rimnalögin, þjóðdansana og þjóð- búninga. Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmati $ Samvinnubankinn OHNS-MANVILLE glerullareinangrun Hffff ♦♦*♦♦♦ :::::: ****♦♦ ♦♦♦♦♦♦ HÚSBYGGJENDUR Iðnverk h.f. , býður yður einstæða þjónustu Á einum og sama stað getið þér samið um, og fengið, til byggingar yðar, vör- ur frá. 28 öruggum og þekktum fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðarins. Einnig höfum vér innan vébanda okkar, verktaka í eftirtöldum iðngreinum: Húsasmiði—Múrhúðun—Pípulögnum—Málningu—Dúk- og Veggfóðrun, er gera yður föst verðtilboð. Vér myndum innkaupahópa húsbyggjanda þannig að allverulegur magnaf- sláttur skapast, og spörum yður á þann hátt stór fé og tíma i sambandi við framkvæmdir yðar. Sú þjónusta er vér veitum, er yður kostnaðarlaus, þar eð fyrirtæki þau er innan IÐNVERKS H.F., eru hverju sinni, bera uppi kostnaðinn við rekstur þess og fyrirgreiðslu. Sé yður annt um að spara fjármuni yðar og tíma, þá komið í sýningar- og söluskrifstofu vora, eða hafið samband við oss í símum 25945 og 25930, og kynnið yður verð og skilmála áður en þér leitið annað. IÐNVERK HF. ALHLIÐA BYGGINGAWÓNUSTA NORÐURVERI v/ Laugaveg & Nóatún Pósthólf 5266 Símar: 25945 & 25950 ♦**♦♦* ♦♦♦♦♦» ♦*••♦• •••••• ••♦♦•• •••••• •♦•♦•• •••••• ♦•♦••• ♦•♦••* ♦••••• er nú sem fyrr vinsælasta og örugglega ódýrasta glerullar- einangrun á markaðnum 1 dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. MUNIP FaiL'ke.'.M.'lTTT^ í alla einangrun Hagkvæntir greiðsluskilmálar, Sendum hvert á sem er. JIS JÓNIOFTSSON HF Hringbraut 121 ® 10 600 Glerárgötu 26. Akureyri. Sími 96-21344 s//M /í H0ME land :::::: ♦••••• •••••• •••••• •••••♦ - :::::: •••♦♦* •♦*♦•* •••••* ♦♦•♦•* •♦*♦♦• ::: LH Parnall tauþurkarinn góði og ódýri Til sýnis og sölu hjá okkur Hagkvæmir greiðsluskilmálar ARAAULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.