Tíminn - 25.11.1972, Qupperneq 19

Tíminn - 25.11.1972, Qupperneq 19
Laugardagur 25. nóvember 1972 TÍMINN Suðurlandsvegur Framhald af bls. 1 marsson sagði i ræðu við opnun vegarins i gær gætu allir tslend- ingar verið stoltir af þessum vegi, sem er allur unnin af islenzkum mönnum. Hann næði yfir land það, sem fyrsti landnámsmaður- inn, Ingólfur Arnarson, hefði numið og inn i mitt ,,riki” nafna hans Ingólfs Jónssonar á Hellu!, sem hafði ásamt öðrum þingmönnum Suðurlandskjör- dæmis unnið ötullega að þvi, að fá þennan veg lagðan. Trékyllisvík Framhald af bls. 11. Vegna aukinna ferða fólks hingað norður er nauðsynlegt að bæta veginn hingað norður, en honum er viða mjög ábótavant. Til þess vantar fjármagn. Með bættum vegi mundu enn fleiri leggja leið sina hingað norður, en verið hefur hingað til. Akfær veg- ur liggur nú ekki lengra en norður i Ingólfsfjörð. Ef akfær vegur kæmi vestur yfir Ófeigsfjarðar- heiði niður á Langadalsströnd við Isafjarðardjúp, myndi opnast vinsæl umferðaleið ferðamönn- um. Sú vegalengd er um 30 km. Vegarstæði á þeirri leið hefur ekki verið kannað. Hugmyndinni er hér aðeins slegið fram öðrum til athugunar. Sumarið kvaddi með yndislega blíðu veðri á siðasta sumardag- inn. Við Arneshreppsbúar mun- um lengi minnast þess sem eins þess bezta, er við höfum lifað. Að þvi er ég man kemur sumarið 1939 aðeins til jafns við það. Föstudaginn fyrstan i vetri, 27. október gerði aftaka hvassviðri með slydduhrið. Stóð það veður þá um kvöldið og nóttina. 1 þvi veðri varð meiri eyðilegging á simalinum hreppsins en dæmi eru til áður. Staurar brotnuðu i tuga- tali, aðrir kipptust upp úr sætum sinum og simalinur slitnuðu i tætlur. Veður gekk niður næsta dag og næstu daga var gott veður. Varð þvi auðveldara um viðgerð- ir. Tók það heila viku að koma linunum i lag svo simasamband kæmist á. Er þó um bráðabirgða- viðgerð að ræða, og sumsstaðar komið sambandi á með jökla- simavir. Til þessa mikla tjóns hefur það eflaust komið til viðbót- ar óveðrinu, að viðhald á siman- um hefur verið vanrækt á undan- förnum árum. Staurar ekki nýjaðir svo sem þörf var á. bann 7. þessa mánaðar gekk norðan hvassviðri með snjókomu. Hefur það veður staðið óbreytt á aðra viku. Fé var tekið á hús i byrjun þessa hriðarkafla og hefur verið óslitin innistaða siðan. Við mætum þessum vetri með vonina um bantandi hag. Bændum og búaliði bið ég far- sældar. Bæ, 15. nóvember 1972. Guðmundur P. Valgeirsson . Víðivangur Framhald af bls. 3. mjög fjölgandi þessa dagana, segja, aðkvisast muni hafa út, að þeir Geir og Jóhann hafi gert með sér samkomulag um endurkjör Jóhanns i for- mannssætið á næsta Lands- fundi gegnþviað Jóhann segði af sér formennskunni á miðju kjörtimabilinu og Geir tæki þannig við formennsku án kosninga. Þess vegna hafi Gunnar nú ákveðið, að láta slag standa og bjóða sig fram til formennsku i flokknum á Landsfundinum. Sivaxandi styrkur hans og liðsauki hvaðanæfa að af landinu hafi aukið honum sigurvissu, ef kosið yrði milli hans og Jó- hanns á Landsfundi. Geir er áreiðanlega sterkari innan flokksins nú en Jóhann og hann myndi áreiðanlega hljóta fleiri atkvæði en Jóhann i kosningu á móti Gunnari. Vel gæti þvi farið svo, að Jóhann segði af sér á Landsfundinum og lýsti yfir stuðningi við Geir og léti siðan slag standa milli Geirs og Gunnars, þar sem Jó- hann vill ógjarna láta Gunnar fella sig i kosningu á Lands- fundinum. Sem sagt: Blikur eru margar á lofti. —TK Miklar framkvæmdir standa nú yfir inni i Laugardal eins og sést á myndinni. Vinnuvélar hafa verið þarna aðstörfum I þrjár vikur við að undirbúa jarðveginn fyrir nýja iþróttavelli, grasvöll og malarvöll. Gert er ráö fyrir, að framkvæmdum veröi lokið um þetta leyti á næsta ári. (Timamynd Gunnar) Þrír íslenzkir línubátar misstu veiöarfæri — Óðinn hótaði að nota fallbyssuna ÞO-Reykjavik Landhelgisgæzlan hefur sent frá sér frásögn af atburðunum, sem gerðust norður af Vest- fjörðum í fyrradag. I frásögninni kemur m.a. fram, að þrir is- lenzkir linubátar urðu fyrir veiðarfæratjóni, auk þess sem brezkir togarar reyndu að eyði- leggja botnvörpu örvars HU-14. Frásögn Landhelgisgæzlunnar er á þessa leið: ,,Um kl'. 12:40 i fyrradag kallaði Stúdentafélag Akraness 25 ára GB—Akranesi. Stúdentafélagið á Akranesi er 25 ára á þessu ári. Það var stofn- að árið 1947 að undirlagi séra Jóns Guðjónssonar og Þórhalls Sæmundssonar bæjarfógeta, en stofnendur voru sjö talsins. Fyrsti formaður félagsins var Ólafur Finsen, héraðslæknir, en núverandi formaður er Ingjaldur Bogason, tannlæknir. Félagar eru nú um fimmtiu. Félagið hefur frá upphafi haldið fundi mánaðarlega frá veturnóttum til sumarmála, oft- ast á heimilum félagsmanna, og hafa þeir jafnan verið vel sóttir. Einnig hefur félagið gengizt fyrir almennum samkomum, bók- mennta- og listakynningum, og umræðufundum um ýmis mál, auk þess sem það hefur átt þátt i stofnun tónlistarfélags, listvina- félags og félagsstarfsemi fyrir aldraða. 011 þessi ár hefur félagið efnt til fullveldisfagnaðar, sem að þessu sinni verður haldinn á hótelinu, föstudaginnn 5. desember og þá verður jafnframt minnzt þessa merkisafmælis. Samstaða Framhald af bls. 20. þakkaði hann fyrir hönd með- starfsmanna sinna. Hann taldi þingið á margan hátt merkilegt, og þá helzt fyrir það, að full sam- staða hefði náðst um ályktanir i kjara- og atvinnumálum, og um skattamál, en það væru ætlð helztu baráttu málin. Eins væri mótun stefnu I atvinnulýðræðis- málum nú hafin og framundan væri þar mikið starf. Að lokum sagðist hann vona, að blessun leiddi af störfum þessa þings og sagði þingi slitið. Aður bað hann þó þingfulltrúa að rísa úr sætum og syngja alþjóðasöng verkalýðs ins, Internationalinn. Fóru þing- setar að beiðni hans, en greini- lega kenndi þreytu i söng þeirra. m/b KRISTJÁN GUÐMUNDSSON 1S-77 i varðskip og sagði, að brezkir togarar væru að toga yfir veiðarfæri linubáta á stað 25 sjóm. frá Hælavikurbjargi og 25 sjóm. frá Geirólfsgnúp. Um kl. 14:00 kom varðskipið ÓÐINN á svæðið og skipaði togurunum að hifa og halda á brott. Höfðu 4 togarar nýfarið yfir linu hjá bátunum og 6 aðrir höfðu togstefnu á sama svæðið. BOSTON PHANTOM FD-252 og BOSTON EXPLORER FD-15 ásamt nokkrum öðrum togurum hifðu upp strax og komið var að þeim. WYRE VICTORY FD-181 neitaði að hifa i fyrstu og kom BOSTON KESTREL FD-256 i veg fyrir að hægt væri að skera aftan úr WYRE VICTORY, sem hifði að lokum. BOSTON KESTREL, var sagt, ásamt öðrum togurum, að reyndu þeir ásiglingu, myndi varðskipið verja sig með fall- byssunni. Þegar hér var komið var aðeins einn brezkur togari með veiðar- færin i sjó á þessu svæði, en það var VIANOVA GY-590 og hafði hann togstefnu yfir linusvæðið. Var siglt aftan við VIANOVA og skorið á togvira togarans. Skömmu siðar héldu 8 brezkir togarar að m/b ÖRVARI HU-14 og höfðu þeir komið sér saman um að eyðileggja veiðarfæri bátsins og gerðu þeir sig til alls liklega. Var eftirlitsskipinu RANGER BRISEIS tilkynnt, að ef einhver togari reyndi ásiglingu yrði fallbyssa varðskipsins notuð. Samkvæmt frásögn skipstjórans á m/b ÖRVARI grýttu skipverjar á WYRE VICTORY járnboltum og öðru lauslegu i bátsverja, svo að þeir áttu i vök að verjast á þil- farinu við að innbyrða veiðar- færin. Um kl. 15:40 kom kvörtun frá m/b ESJAR RE-400um að brezku togararnir ROSS RENOWN GY- 666og BOSTON CRUSADER FD- 208, ásamt fleiri væru að eyði- leggja fyrir sér linuna. Varð- skipið hélt á staðinn, en þá var einn brezki togarinn nýbúinn að fara yfir linu ESJAR og reyndist það vera BOSTON CRUSADER. Eftir að varðskipið kom á svæðið hifðu togararnir og héldu á brott. Auk ofangreindra togara var vitað um á svæðinu út af Horni BOSTON BOEING GY-183, en á svæðinuút af Kögri var vitað um GRAVINA FD-126, LUNEDA FD- 123, KINGSTON JADE H-149 og PORT VALE GY-484. Ekki er vitað um alla þá báta, sem urðu fyrir veiðarfæratjóni, — en fyrir einhverju tjóni urðu m/b KRISTJÁN GUÐMUNDSSON IS- 77, m/b HINRIK KÓ-7 og m/b ESJAR RE-400. Rafmagns- laust á Héraði JK-Egilsstöðum. Á sjöunda timanum i fyrra- kvöld fór rafmagnið af öllu Fljótsdalshéraði, en þá hafði orð- ið alvarleg bilun i aðalspenni, sem brann yfir. Þegar spennirinn brann yfir, kom upp mikil eldsúla og lýsti hún upp næsta nágrenni. Seintum kvöldið kom straumur á i hálftima, en þá hafði verið tengt inn á llnu frá Seyðisfirði. Vegna lengdar linunnar frá Seyðisfirði hefur gengið illa að halda fullri spennu uppi, og spennuföll hafa verið af og til. Óvist er hvenær nýr aðalspennir kemst i gagnið, og ef eitthvaö ber útaf, þá getur ástandið orðið mjög alvarlegt. Að sögn starfsmanna Raf- magnsveitna rikisins á Egilsstöð- um er ástæðan fyrir brunanum i spenninum sú, að 130% yfirálag var, en álagið á honum var búið að vera mikið I nokkuð langan tima. Pétur Jónsson jarðsunginn í dag Pétur Jónsson, hreppstjóri og fyrrum hótelstjóri i Reynihlið við Mývatn, verður jarð- sunginn i Reykjahlið i dag. Hann lézt 19. nóv. s.l. 74 ára að aldri. Pétur var héraðs- og landskunnur maður fyrir búskap, gistihúsrekstur, vegaverkstjórastörf, félags- málastörf og fræöistörf. Timinn á honum að þakka langt og gott fréttaritarastarf i Mývatnssveit. — Hans verður nánar getið i íslendingaþáttum siðar. Ráðstefna ASÍ um efnahagsmálin Erl—Reykjavik Á þingi ASl var eftirfarandi til- laga samþykkt efnislega og visað til miðstjórna til afgreiðslu: ,,Með tilliti til þess, að væntan- legar tillögur rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum liggja enn ekki fyrir, ákveður þingið að fela mið- stjórn að kalla saman ráðstefnu samtakanna, þegar slikar tillögur koma fram. Er þeirri ráðstefnu falið að móta stefnu samtakanna og afstöðu i samræmi við ályktanir þingsins, er varða kjara-, efnahags- og skattamál. Ráðstefnan verði skipuð mið- stjórn og varmönnum i miðstjórn, stjórnum allra landssamband- anna, stjórnum svæðasamband- anna, og fulltrúum stærri félag- anna, sem eiga beina aðild að Alþýðusambandinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.